Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 69
norðurljósið
69
árangurslaus. Vantrúin þekkir engan sigur á síðustu stund
lífsins. Og sá, sem hefur trúarbrögð aðeins sem yfírskin, er í
sama ástandi. Þeir, og einungis þeir, sem eiga eilíft frelsi, fyrir
blóð Jesú Krists, geta fagnandi lagt út á dauðans djúp. Til þín,
hver sem þú ert, segir Jesús: „Komið til mín, allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“.
Matt. 11. 28. Vilt þúkoma?
(Gefið út sem smárit af Arthur Gook, 1907.)
Guðdómur Jesú Krists
1) Lúkas 22. 70., 71.: Og þeir sögðu allir: Ert þú þá Guðs-
sonurinn? Þér segið það, því að ég er það. En þeir sögðu: Hvað
þurfum vér framar vitnis við? Því að vér höfum heyrt það af
munni hans.
2) Jóhannes 3. 18. Sá, sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá,
sem ekki trúir, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á
nafn Guðs-sonarins eingetna. Nýjaþýðinginfrá 1981 hefur hér
neðanmáls: soninn eina. Alls er talað 40 sinnum í guðspjalli
Jóhannesar um Jesúm sem soninn eina eða einkason.
3) Opinb. bókin 1. 18. Hinn fyrsti og hinn síðasti, og hinn
hfandi og ég var dauður, en sjá, lifandi er ég um aldir alda.
^ 4) Post. 3. 14. og Hósea 11.9. Þér afneituðuð hinum heilaga.
~ Eg bý á meðal yðar sem heilagur Guð.
5) Malakí 3. 1. og Matteus 11. 10: Hann (Jóhannes skírari)
et sá, sem um er ritað: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan
þér, er greiða mun veg þinn fyrir þér.
6) Postulasagan 10. 36.: Guð hefur sent Israelsmönnum
boðskap sinn, er hann boðaði fagnaðarerindið um frið fyrir
Jesúm Krist, sem er Drottinn allra. Og Matteus 22. 42. -45.
Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann? Þeir segja við
hann: Davíðs. Hann segir við þá: Hvernig kallar þá Davíð hann
af Andanum Drottin, er hann segir: Drottinn sagði við minn
Drottin: Set þig mér til hægri handar, þangað til ég legg óvini
þína undir fætur þér? Ef nú Davíð kallar hann Drottin, hvernig
getur hann þá verið sonur hans? Filippíbréfið 2. 11.: Og
sérhver tunga viðurkenna, að Jesús Kristur sé Drottin, Guði