Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 70
70
NORÐURLJÓSIÐ
Föður til dýrðar. Efesusbr. 4. 5: Einn Drottinn, ein trú, ein
skírn.
7) Lúkas 20. 41. 44: En hann sagði við þá: Hvernig geta
menn sagt, að Kristur sé sonur Davíðs? Því að sjálfur Davíð
segir í sálmabókinni: Drottinn sagði við minn Drottin: Set þig
mér til hægri handar, þangað til ég gjöri óvini þína að skör fóta
þinna. Sjálfur Davíð kallar hann þá Drottin, og hvernig getur
hann þá verið sonur hans?
Sálmur 24. 8-10.: Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Það
er Drottinn, hin volduga hetja, Drottinn, bardagahetjan. Þér
hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að
konungur dýrðarinnar megi inn ganga. Hver er þessi konungur
dýrðarinnar? Drottinn hersveitanna, hann er konungur
dýrðarinnar.
8) Hásæti þitt, ó, Guð, er um aldir alda. Sálm. 45. 7.,
Hebr.l. 8., Jóh. 20. 28.
9) Matt. 1. 23. Nafn hans munu menn kalla: Immanúel,
sem er útlagt: Guð með oss. Nafnið Immanúel sýnir, að hann
var í raun og veru Guð með oss. (Schofield.)
10) Títusarbr. 2. 13. Bíðandi hinnar sælu vonar og
dýrðar-opinberunar hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú
Krists.
11) Róm. 9. 5. Þeim tilheyra og feðumir, og af þeim er
Kristur og kominn að líkamanum til, hann, sem er yfir öllu,
Guð blessaður um aldir.
Niðurstaða: Hér hafa verið talin mörg nöfn, sem hreinlega
staðhæfa, hvert fyrir sig, að Jesús Kristur var guðdómlegur, að
hann var GUÐ: Sum af þessum nöfnum eru notuð svo
margsinnis að þær greinar (vers) skipta hundruðum.
(Tekið upp úr bókinni: What the Bible Teaches. Það, seni
biblían kennir, eftir dr. R. A. Torrey.)
Sprengingin
Búið er að kveikja í þræðinum, sem liggur að sprengiefninu-
Nú var um að gera að komast sem allra fyrst upp úr gryfjunni,
þar sem sprengingin átti að fara fram. Jónas klifraði upp