Norðurljósið - 01.01.1983, Side 72
72
NORÐURLJÓSIÐ
Hugsanirnar þutu um í heila hans eins og leiftur.
Er þær voru að þjóta um í höfði hans, kippti hann tréfleka til
sín, sem stóð upp við bergið. Hann hnipraði sig saman í horni
og hafði flekann fyrir framan sig. Kannski, kannski ekki ... I
gegnum rifu sá hann reykinn frá brennandi tundurþræðinum.
Með galopnum augum starði hann á hann, meðan hver þráður í
taugum hans var spenntur sem stálfjöður. A þessari
örlagastundu steig upp andvarp til hins Almáttuga, að hann
bjargaði honum á einn eða annan hátt.
Þannig leið ein sekúnda og svo önnur. - Þá hringsnerist allt
fyrir honum og hvarf í myrkri.
Loksins komst hann aftur til sjálfs sín, er hann heyrði
einhvern - eins og langt í burtu - hrópa nafn hans. Með
erfiðismunum miklum fékk hann þó öðru hvoru tilfmningu í
útlimi sína. Hann lá klemmdur á bak við tréflekann, sem stór
granít-steinn þrýsti að honum, svo að hann gat varla dregið
andann. Andlit hans var algerlega hulið af mold og steinryki.
Með því að reyna eins mikið á sig og hann gat, gaf hann veikt
hljóð frá sér, þegar hann skildi, að einhver hlaut að vera niðri í
brunninum.
Var það svo í raun og veru, að hann var enn lifandi? Það hlaut
að vera kraftaverk. Þrátt fyrir það, að hann var í mikilli
klemmu, var hann þó lifandi. I hvaða ástandi útlimir hans
voru, var ekki gott að segja. Það var sem þeir væru nærri dauðir.
Félagi hans varð undrandi, en þó mjög glaður, er hann heyrði
veika hljóðið, sem hann gaf frá sér, sem fyrir þessu óhappi hafði
orðið. Af tvöföldu kappi byrjaði hann að ryðja burt grjótinu til
þess að losa um Jónas. Hlóð hann því upp við hina hliðina.Eftir
markvisst starf við grjótið, var Jónas laus við sína þungu byrði.
Gat hann þá farið að teygja úr limum sínum, sem lífið tók að
færast í á ný. Með striti miklu gat félagi hans komið honum
aftur upp stigann. Með tilfinningum, sem ekki verður lýst,
hneig hann niður á stein, sem var rétt við opið, til að safna
kröftum og komast til sjálfs síns aftur eftir þetta allt, sem hafði
komið fyrir.
Nágranni hans, er skildi, að eitthvað alvarlegt hafði komið
fyrir, kom þarna og vildi vita, hvað það var.
Atti sér nokkurt óhapp stað?