Norðurljósið - 01.01.1983, Page 80
80
NORÐURLJÓSIÐ
Lunde biskup hafði nokkuð fyrir sér í þessu. Þau eru
óstýrilátur hópur. En samt sem áður geta þau sagt, að þau séu
Guðs börn. Hann elskar þau samt öll, þrátt fyrir bresti þeirra
og framkomu. Væri það ekki svo, mundu engir kristnir
söfnuðir fyrirfmnast á jörðunni, því að nóg er af ófnði og baráttu
á milli fólks Guðs. Stundum er hægt að undrast yfir því, að
himneskur Faðir okkar sleppir ekki hendi sinni af okkur,
þessum óskikkanlegu „krökkum“ hans.
Verst er það, að okkur er meðfætt svo margt, sem er
óskikkanlegt. Við vorum ekki orðin margra ára gömul, þegar
þetta kom í ljós. Ég byrjaði að efast um, að Guð væri til, þegar
ég fór að læra biblíusögumar. (Þýtt úr Sunnudagsskúlin.)
Það voru englamir, sem ég hugsaði um
Mér fannst það merkilegt, að þeir skyldu ekki láta mig sjá sig á
sama hátt og þeir höfðu sýnt sig Lot og Abraham. Ég vildi sjá
þá á sama hátt. Og ég hefði ekkert haft á móti því, að ’takast á’
við Drottin á sama hátt og Jakob ættfaðirinn. Ég man vel eftir
því, að kvöld nokkurt bað ég Drottin, að ég fengi að sjá engil-
Ég hélt, að þetta væri nauðsynlegt til að fá sterkari trú á þessa
ósýnilegu hjálpara okkar. Ég bað hann að senda einn inn 1
herbergið, sem ég svaf í. Ég tók svo stól, sem hann gæti setið á.
Svo dró ég sængina upp fyrir höfuð, lét aftur augun og beið
mjög spenntur. Ég hlustaði, og að lokum vogaði eg að líta út
undan sænginni. Ég skalf af hræðslu. En hún leið fljótt frá, þVI
að það sat enginn engill á stólnum.
Daginn eftir kom trúuð föðursystir mín að heimsækja okkur.
Hún hét Þóra.
Það eru engir englar til, sagði ég. Ég hef beðið Guð að láta
mig sjá einn þeirra. Ég vildi, að hann settist á stólinn fyrir
framan rúmið mitt, en hann kom ekki. Föðursystir hris11
höfuðið og leit alvarleg á mig. Æ, þú Lars, þú Lars, rnælti hún-
Margvíslegar hugmyndir hefur þú um Guð. Hann hefúr annað
að láta engla sína gera en að setjast á stól hjá vantrúuðum