Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 82
82
NORÐURLJÓSIÐ
rynni niður bakið á mér, því að ég varð var við, að gatan, sem ég
var nú á, var mjórri en hin, sem ég hafði farið til pósthússins.
Dökki ísinn, sem ég þóttist sjá á ánni, var stórt gat á ísnum. Þar
voru konur vanar að þvo þvottinn sinn. Aðeins fáein spor höfðu
því verið á milli mín og dauðans. Komu mér þá orð Þóru,
föðursystur minnar, í hug:
Þú munt fá að sjá, að englar eru til.
Ég var orðinn alvarlega hræddur. Ein aðvörun frelsar þó
engan. Hins vegar var það nú svo, að hugsanir mínar voru ekki
lengur Guði óvinveittar, er þetta hafði gjörst. Ég gat ekki neitað
því, að kraftaverk hafði ég, fríhyggjumaðurinn, fengið að
reyna. Það leið heldur ekki á löngu áður en ég fékk að reyna, að
við eigum almáttugan Hjálpara þar, sem heilagur Andi er.
Hann skýrði sitt af hverju fyrir mér í ljósi orðs Guðs. Þá fann ég
ekki þungann af hjálpandi hendi. Af náð Guðs fékkég að reyna,
að Andinn sneri mér alveg við. Augu mín fóru að horfa á það,
sem ég áður hafði snúið baki við. Vitsmunir mínir gáfu sig
Guði, er ég með trúnni fékk að sjá, að Jesús dó fyrir syndir
mínar. Eftir það fékk ég að reyna, að eitthvað nýtt hafði verið
skapað hið innra með mér. Ég var farinn að elska það, sem ég
áður hafði hatað. Og ég gladdist meir og meir yfir því, sem ég
áður hafði óvirt. Þetta átti ekki hvað síst heima um samskipti
mín við þá, sem við köllum ’Lesara’. (Þá, sem játa, að þeir eru
frelsaðir og elska orð Guðs. Ath. semd þýðanda.)
Þetta var margbreytt reynsla, segir þú. Já, margbreytt var
hún, og ég þakka Guði fyrir það. Hún var kraftaverk, og
sérhvert afturhvarf er það, á hvern hátt, sem það gerist.
Svo hef ég fengið að reyna eitthvað annað, og það er þetta:
Sá, sem frelsaði fríhyggjumanninn, er fær um að varðveita
hann. Blessandi hönd hans hefur hvílt yfir mér, bæði seint og
snemma síðan. Það eru nú 60 ár, síðan hann fann mig. Og
varðveita mun hann mig enn þann tíma, sem ég á eftir að lifa-
Það er fyrirheit hans, gefið mér. Hann segir í spádómsbók
Jesaja, 46. kafla, 4. grein: „Allt til elliára er ég hinn sami, og ég
vil bera yður, þar til er þér verðir gráir fyrir hærum. Ég hef
gjört yður, og ég skal bera yður: ég skal bera yður og frelsa“-
Þýtt úr Sunnudagsskúlin nr. 2, 1970. En þar þýtt úr
Evangelisten (Fagnaðarboðinn) af A. W. Sloan.