Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 86
86
NOÐRURLJÓSlg
byrjun uppskerunnar og þangað til regn streymdi af himni yfir
þá (Það er: frá byrjun marsmánaðar til loka októbermánaðar.)
og eigi leyfði hún fuglum himinsins að setjast að þeim um daga
né dýrum merkurinnar um nætur.
Á himni mannlegrar móðurástar blika margar bjartar
stjörnur, er góðskáld og þjóðskáld orktu kvæði um mæður sínar
eða til þeirra. Slíkt munu og erlendir höfundar hafa gjört. Mér
finnst nú samt, að móðurást hennar Rizpu Ajasdóttur sé
bjartasta stjarnan, sem ljómað hafi á himni þeim, sem heitir
móðurást.
Er Davíð konungi var sagt frá því, hvað Rizpa Ajasdóttir
hafði gjört, lét hann sækja bein Sáls Kíssonar og Jónatans sonar
Sáls, sem voru geymd hjá Jabes mönnum í Gíleað. Beinum
hinna útbornu var einnig safnað saman. Voru svo bein þessara
níu manna látin í gröf Kíss, föður Sáls. og eftir það líknaði Guð
landinu. Hann gaf það, er þyrsta jörðin þráði: Regn.
Gíbeonítar áttu að vera viðarhöggsmenn og vatnsberar fyrit
söfnuðinn og altari Drottins. Á dögum Esekíels spámanns
finnur Drottinn að þessu. Hann segir þá: Þér, Israelsmenn:
Svo segir Herrann Drottinn. Nú hafið þér, Israelsmenn, nógu
lengi framið allar yðar svívirðingar, þar sem þér leidduð inn
útlenda menn, óumskorna bæði á hjarta og á holdi, að þeir væru
í helgidómi mínum til þess að vanhelga musteri mitt, þegar þér
færðuð vér mat minn, mör og blóð, og rufuð þannig sáttmála
minn ofan á allar svívirðingar yðar. þér hafið eigi annast
þjónustu helgidóma minna, heldur settuð þér þá til að annast
þjónustuna í helgidómi mínum.
Þannig höfðu þá málin þróast eða breytst frá dögum Jósúa.
Gíbeumenn báru þá vatnið og hjuggu við, sem notað var við
þjónustuna í tjaldbúðinni. En á dögum Esekíels voru þeir inni 1
sjálfu musterinu í prestþjónustu fyrir Drottin.
Á þetta ekki hliðstæður víða í henni veröld gömlu nú a
dögum? Menn, sem trúa því alls ekki, að biblían öll sé orð fra
Guði, eða þá að hann hafi stjórnað því, hvað var skráð og sett 1
hana? Nokkuð margir munu þeir vera. En hvað munu þeir færa
fram sér til varnar, er þeir standa frammi fyrir Drottni Jesu
Kristi, þegar hann heldur sinn komandi dóm? „Gjörið iðrunj
því að himnaríki er nálægt“. Endurkoma Drottins Jesú færist