Norðurljósið - 01.01.1983, Page 88
88
NORÐURLJÓSIÐ
markaðir. Fjölskyldan var í hræðilegum kringumstæðum. Hið
fyrsta, sem ég man eftir, er óþrifnaðurinn í litla útlendinga
hverfinu hinum megin við járnbrautina. Þarna var allt mjög
óþverralegt, og ekkert, sem minnti á Niagara-fossana.
A þessum árum var svo að sjá, að veturinn kæmi allt of
snemma og stæði of lengi. Ekki var hægt að treysta því, að
pabbi sæi um, að kol væru til í húsinu í gamla, víða ofninn.
Mörg voru þau vetrar-síðdegin, er mamma bjó sig og sum eldri
börnin eins skjóllega og fátæklegur klæðnaður leyfði, náði sér í
poka og tíndi upp kolamola, er dottið höfðu niður af kolavögn-
um lestanna. Komin aftur inn í húsið, dofin á fótum og með
sprungur á höndum, dró hún þennan poka með kolamolum inn
í húsið, sæl yfir því, að börnunum hennar yrði hlýtt enn eina
nótt.
Er fátæklegs kvöldverðar hafði verið neytt og breiddar
þunnar ábreiður ofan á börnin, þá sat mamma og beið þess, að
hún heyrði reikul og óstyrk fótatök. Þau merktu, að pabbi hafði
aftur ratað heim eftir drykkjutúr. Er hann var of drukkinn til að
geta ýtt hurðinni opinni, dró mamma hann inn úr snjónum og
kuldanum. Hann var maður þungur. En einhvern veginn tókst
henni að draga hann inn úr snjónum og kuldanum og koma
honum í rúmið. Ekki fékk hún eitt þakklætis orð.
Mamma var falleg kona. Andlitsdrættir fíngerðir, augun
glampandi, svört, hárið dökkt og liðað. Henni til hamingju og
okkur, börnum hennar, til gleði, þá brást henni aldrei léttlyndi,
sem reynslan hennar beiska gat ekki drekkt. Ahugasamir vinir
sögðu stundum: Soffía, þér gæti liðið svo miklu betur án hans.
Hví hlýðir þú ekki skynseminni? En um það leyti, sem ég
fæddist, öðlaðist mamma stórkostlega, andlega reynslu, er setti
bönd um framkomu hennar og trúartraust.
Vakningar-herferð var farin umalla borgina. Mammatókþá
á móti Kristi sem frelsara sínum. Hún vissi frá því andartaki, að
hún hafði fundið hið eina, sem breytt gæti manninum hennar
drykkfellda. Er hún talaði um þetta við hann, hló hann og gerði
gys að henni. Og af hreinni illgirni, það virtist svo, drakk hann
meira en nokkru sinni fyrr, það var eins og sjálfur djöfullinn
hefði tekið öll yfirráð hjá pabba. Mamma var síhrædd um, að
hann mundi skaða eitthvert okkar barnanna, er hann fékk sín