Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 89
norðurljósið
89
ægilegu bræðiköst. Ég veit, að eingöngu vegna árvekni hennar
og afskiptasemi sluppum við undan meiðslum.
Eitt kvöld, er pabbi var úti á drykkjutúr sem venjulega, þá
kafnaði litla Minnie, þriggja ára gömul í kíghóstahviðu, er hún
var í örmum móður sinnar. Hann var varla nógu allsgáður til að
geta verið við litlu jarðarförina fáum dögum síðar. Pabbi var
orðinn bókstaflega gegnsósa af áfengi. Hugur hans var í
stöðugri áfengisþoku. Systur hans sárbáðu mömmu: að taka
börnin og fara frá honum áður en eitthvað hræðilegt gerðist.
Aldrei breytti mamma svari sínu: Ég hef beðið um, að líferni
Jóns breytist, var hún vön að segja, og Guð mun svara. Ég er
alveg fullviss um það.
Snjór lá á jörðu kvöld nokkurt í nóvember. Pabbi kom
teikandi heim fyrr en venjulega. Mamma var að hjálpa til á
heimili nágranna, þar voru veikindi. Litli Jonni, sem var aðeins
fimm ára gamall, var heima ásamt sumum af eldri börnunum.
Vanalega skipti pabbi sér ekki neitt af okkur krökkunum
hinum, en ef hann hélt upp á nokkurt okkar, þá var það litli
nafni hans. Jonni hitti hann við dyrnar, ákaflega upprifinn af
því, að vakningarsamkomur væru í borgarsalnum hinum
tnegin við járnbrautarteinana.
Vilt þú fara og hafa mig með þér líka, pabbi? Viltu? sagði
Jonni biðjandi. Pabbi var nógu drukkinn til að gera, hvað sem
var á stundinni.
Áreiðanlega, Jonni, við skulum fara, svaraði hann.
Anægður festi Jonni litla jakkann sinn saman með lásnælu og
setti rauða skúfhúfu langt niður á höfuðið. Hann tók svo í
höndina á pabba. Þeir þrömmuðu í snjónum framhjá hrörlegu
hreysunum í nágrenninu, síðan yfir járnbrautarteinana. Þar
voru heimilin miklu skemmtilegri. Pabbi var reikull í spori,og
Jonni litli hálfvegis studdi hann, er þeir fóru eftir hálum
gangstéttunum.
Er þeir nálguðust litla borgarsalinn, þar sem samkomumar
voru haldnar, heyrðu þeir söng. Samkomugestir voru að
syngja. „Hvítari en snjór, hvítari en snjór, þvo þú mig í
hrunninum blóðs, brátt þá verð ég hvítari snjó“. Þá fyrst kom
Pabba í hug, að fötin hans voru ekki í góðu lagi, og að hann var
°rakaður, og mjög, mjög drukkinn.