Norðurljósið - 01.01.1983, Side 90
90
norðurljósið
Jonni, sagði hann og leit niður á litla, áhugasama drenginn,
sem var við hlið hans, Jonni, við skulum fara heim, og annað
kvöld skal ég koma og vera þá hreinn, annað kvöld, Jonni.
Hamingjubrosið hvarf af Jonna, og hann var mjög nærri því
að fara að gráta.
Nei, pabbi, nei, við skulum koma núna, sárbað hann. Og
hann togaði í hönd föður síns. Pabbi reikaði upp tröppurnar og
opnaði hurðina. Hann reyndi að læðast í sæti aftast, en tilraunir
hans voru fjarri því að heppnast. Loksins komust þeir Jonni og
hann í sæti.
Er pabbi var orðinn vanut hlýjunni og ljósunum, reyndi
hann að sjá, hvaða maður væri í ræðustólnum. Með undrunar
andvarpi fór hann að tala við sjálfan sig:
Bob! gamli félagi minn, hann Bob! . . . Það getur ekki verið.
Hann mundi eftir þeim stundum, er hann og Bob höfðu verið
saman í öllum vínkrám í borginni.
En þetta var gamli félaginn hans, hann Bob. Predikunin
hætti allt í einu. Er predikarinn þekkti pabba, fór hann niður úr
ræðustólnum án andartaks hiks og kom skálmandi eftir
ganginum milli sætaraðanna, uns hann kom þangað, sem pabbi
og Jonni sátu.
Jón! hrópaði predikarinn og lagði arminn yfir herðar pabba.
Þú veist eins vel og nokkur annar, hvernig mitt líferni var. En
sjáðu, það, sem Guð hefur gert fyrir mig, getur hann gert fyrir
þig. Komdu, Jón, komdu með mér.
Pabbi reis á fætur og tók í höndina á Jóni litla, hann gekk
hægt og mjög reikandi upp að altarinu. Þar kraup hann niður
með Jonna litla við aðra hliðina, en Bob við hina, og hrópaði af
hjarta, sem var fullt blygðunar og örvæntingar: „Guð, vertu
mér syndugum líknsamur!“
Þá gjörðist kraftaverkið - kraftaverkið, sem aðeins Guð getur
látið eiga sér stað. Er pabbi stóð á fætur, var hann alveg ódrukk-
inn. Hugur hans var eins skýr og bjölluhljómur. Á santa
andartaki og afturhvarf hans varð, fyrirgaf Guð honum allaf
syndir hans. Auk þess hurfu öll áhrif drykkjuskapar hans ekki
aðeins þessa dags heldur líka allra ára drykkjuskapar hans-
Pabbi tók í höndina á fáeinum, sem hann þekkti, gekk hiklaust
til dyra og hann og Jonni litli gengu út.