Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 109
norðurljósið
109
gamlárssamkoma, sem hann bauð mér á árið 1945, því að árið
1946 fór ég að sækja samkomur á Sjónarhæð og hefí sótt þær
síðan. Þar fann ég mig einhvern veginn heima. Þar hitti ég
Sæmund og Arthur. Ég er Guði þakklátur fyrir, að ég fékk að
kynnast báðum þessum mönnum.
Nú, svo stofnar þú þitt eigið heimili, en hvenær er það, sem
þú tekur við formennsku fyrir drengjaheimilinu við Astjörn í
Kelduhverfi?
Mig minnir, að það væri 1960. Þetta er orðið svo langt, að
rnaður er farinn að ryðga í ártölum. Það er skrýtið að segja frá
því, þegar ég var kosinn til að bera ábyrgð á þessu, þá var það
eins og að vera kominn á knattspyrnuvöllinn, þegar ég var
strákur. Þá stóð allur hópurinn kringum þá, sem áttu að kjósa í
liðin. Einn var beðinn af öðrum að taka að sér ábyrgðina, og svo
var aðeins lélegasti maðurinn eftir í liðinu, það var ég. En ég
einn svaraði þeirri spurningu játandi af þeim, sem þarvoru,en
taunar með þeim fyrirvara, að þeir menn, sem ekki höfðu
viljað bera ábyrgðina, hjálpuðu mér til þess.
Þú hefur líka verið í fullu starfí í skóverksmiðjunni Iðunni og
einnig verið heimilisfaðir. Hefur ekki verið erfitt að sameina
þetta þrennt?
Jú, það má segja það, að hafa eytt 23 sumrum á Ástjörn síðan
ég tók við, hefur orðið á kostnað fjölskyldunnar á vissan hátt. Ég
hefi ekki verið að ferðast um með mína fjölskyldu eins og e.t.v.
aðrir menn hafa látið sitja fyrir. Þetta hefði verið óframkvæm-
anlegt nema af því, að konan sætti sig við það, fyrst meðan
^rengurinn okkar var ungur, að vera ein með honum tímum
saman. Síðan, þegar tækifæri gafst, fóru þau að dvelja með mér
þar fyrir austan. Mér -hefur verið það sérstök uppörvun og
Sleði. Sjálfsagt má ekkert síður þakka það konunni, að ég hef
haldið áfram, því að hafi einhver uppörvað mig, þá er það nú
fyrst og fremst hún. Ég hef fundið það líka, að tíminn hefur
areiðanlega sannfært þau um eitt, að hafi ég haft áhuga fyrir
einhverju, þá er það Ástjörn.
Nú, að sameina þetta vinnunni, það hefur líka verið erfitt.
^egar maður kemur þreyttur heim: að þurfa þá að sitja 2-3
bma við símann. Stundum hef ég verið önnum kafrnn við að
hendast út og suður. Það, sem hefur bjargað mér í sambandi við