Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 113
norðurljósið
113
Þú sérð ekki eftir að hafa tekið þetta starf að þér?
Nei, ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera í
þessu starfi. Það er ekki eftir neinu að sjá, en mikið að þakka.
Eg er i skuld við Guð. Að ég hafi greitt eitthvað upp í þá
skuld, það get ég ekki hugsað mér að ég hafi gert. Hins vegar
hefur Guð leyft mér að vera í þessu starfi, og það eru viss for-
réttindi: að finna Guðs blessun og náð alstaðar og varðveislu
hans. Það er ákaflega mikið gleðiefni: að fá að kynnast svo
tnörgum drengjum og öllu því ágæta fólki, sem kemur til að
hjálpa. Þegar ég lít yfir þennan stóra skara og þessi mörgu
sumur, þá er engin eftirsjá í neinu. Hið eina, sem eftirsjá er i, er
það, hvað árin líða fljótt, og hvað maður verður alltof fljótt
gamall sjálfur. Þó ætla ég helst að verða mjög gamall, en efast
unt, að það takist, ef hraðinn verður svona ógurlegur á árunum.
Guði séu þakkir fyrir allt, sem hann hefur leyft mér að taka
Þátt í þarna.
Jteja, þetta er nú gott um Astjörn. Nú langar mig að spyrja
utn annað.
Þú ferð meiri hluta ársins vikulega í fangelsið hér á Akureyri.
Hvað vakti áhuga þinn á því?
, Það má segja, að það er margt, sem kemur manni til að hugsa.
Olíklegustu atvik verða þess valdandi, að manni dettur eitthvað
1 hug. Það var þannig, að ég var í afmælisveislu hjá lítilli stúlku.
Menn voru þar margir að spjalla saman. Meðal annars fór einn
tttaður að segja frá fanga, sem væri í fangelsinu, og hann nefndi
nafnið hans. Þá kannaðist ég við hann. Þessi maður hafði verið
Þar og var Akureyringur. Ég fór að hugsa um, hvort hér mundu
Vera menn í fangelsinu vikum saman. Ég losnaði ekki við þessa
bugsun. Hví fer þú ekki til þeirra, talar við þá og til að lesa og
biðja með þeim?
. Eftir ihugun og bæn fór ég að tala við lögreglustjórann Gísla
piafsson. Hann tók mér ákaflega vel og sagði, að það yrði
areiðanlega vel þegið. Ég sagði honum, að það væri ekki
nugmyndin að koma og láta svo líða 3 mánuði, og koma þá
afiur. Ég ætlaði að gera þetta að reglubundnum heimsóknum.
au leist honum strax vel á. Ég verð að játa það, að ég var
afskaplega lítill karl, þegar ég fór í fyrsta skipti. Ég vissi