Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 126
126
NORÐURLJÓSIÐ
Vélin getur lent nærri því hvar, sem er . . . í garðinum eða á
akrinum eða þá í grjóthrúgum, ef svo ber undir. Hvorki þarf
hún flugvöll né flugbraut. Hvar sem er á landi getur hún lent.
Ójöfnur hindra hana ekki, mýrar eða fjöll. í gegnum þéttustu
skóga getur hún farið, án þess að hún skemmist á nokkurn hátt.
Eru hjól undir henni? Nei, þau henta ekki, af því að sveigjan-
leikinn verður að vera svo mikill. Þessi vél er knúin áfram af
fjórum samræmdum staga- og liðakerfum, með hugvitsamlegri
vatnsorku tilfærslu og til að framleiða stöðugleika.
Segir þú, að þetta geti ekki verið satt? Bíddu dálítið. Eg hef
ekki lokið mér af ennþá, því að ég verð að segja þér, að
útbúnaðurinn á framhlutanum er fullkomnari miklu en ég hef
ennþá sagt þér frá. Þar er útbúið skynjana-kerfi, er samtímis
skynjar allt í 360 gráðu hring, skrásetur það, flokkar og sýnir,
hvort hætta er á árekstri eða ekki. Vissan í áttunum er einnig
fullkomin. Hitinn, loftrakinn, hæð yfir jörðu, hraðinn og
annað. En svo er líka margt annað, sem ég skil ekki. Það er of
flókið fyrir mig!
Vonandi efast þú ekki um, að ég segi satt? Það gæti nú nærri
því verið ástæða til þess, þegar ég segi þér, að það er alveg sama,
hvor endinn á vélinni snýr upp, þegar henni er lagt. Hún getur
verið á þakinu eða á veggnum. Og þegar nefndur er orkugjafinn
þá getur hún gengið lengi, fái hún venjulegt uppþvottavatn!
Nei, þú getur bara beðið alla þá, sem uppfyndingar stunda,
að lyfta snöggvast nefinu upp frá teikniborðinu, bera síðan
árangurinn af því, sem þeir gjöra, saman við hugmyndir hans,
sem þessa vél fann upp. Hér eru hvorki vandamál framleiðslu
eða viðhalds!
Hvað heitir þá sá, er fann þessa vél upp? Hvað er gerð hennar
kölluð?
Á norsku heitir hún . . . jæja, flue fluga! Guð er sá, er fann
hana upp. Það er hann kallaður vanalega.
Virðist þér, að ég hafi farið með ýkjur? Nei, það hef ég ekki
gert. Allt er svo miklu fíngerðara og hugvitssamlegra en ég get
lýst. Sjáið það bara sjálf og hugsið.
Með vinsamlegri kveðju,
Ole B. Jarlvang.
Þýtt úr Livets Gang.