Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 127
norðurljósið
127
Frávilltur sauður
Eftir John Linton.
Nótt eina, um kl. 3, var ég vakinn. Einhver lamdi á hurðina hjá
niér. Uti fyrir stóð maður, alveg ókunnur mér. Hann mælti; Ég
er kominn til að biðja þig að biðja fyrir stúlku, sem er að deyja.
Er ég drap á, að ég mundi koma jafnskjótt og orðið væri bjart,
sagði hann, að hann óttaðist, að það yrði of seint.
Meðan ég var að klæða mig, sagði hann: Ég vil vera hreinskil-
mn við þig og segja þér, hvert þú ert að fara. Það er ekki góður
staður, heldur hús til smánar. Þessi stúlka virðist hafa þekkt þig
°g bað mig að sækja þig til að biðja með sér.
Eg gerði hann alveg rólegan með því að segja honum, að
engu máli skipti það, hvar hún var, ef hún vildi, að ég bæði með
henni.
Hann fór þá með mig niður í þetta auvirðilega hverfi og inn
1 húsið. Þar var vesalings stúlka, enn á unglings aldri. Auðljóst
var, að hún yrði brátt að mæta Skapara sínum. Lítill lampi var á
borði við rúmið. Ég sneri honum þannig, að ljósið félli á andlit
hennar til að sjá, hvort ég bæri kennsl á hana. Hún skynjaði
Þegar, hvað ég var að gjöra, því hún sagði: Ég býst ekki við, að
Þú berir kennsl á mig. En ég þekki þig og vissi, að þú mundir
undir eins koma, til að biðja með mér, því að ég er að deyja.
Stúlkurnar hérna trúa því ekki, að ég deyi, en ég veit, að ég er að
deyja.
Meðan ég var að velta því fyrir mér, hvernig ég gæti leitt
Þessa sál til lifandi Frelsarans, leysti hún það vandamálsjálf, er
ftun spurði mig, hvort það væri ekki saga í biblíunni um sauð,
er villst hafði brott, og af Hirðinum, sem flutti hann heim
aftur?
O-jú, sagði ég. Það er sagan af sauðunum níutíu og níu og
lftum eina, sem villtist á brott.
Er ég kraup niður til að biðja hjá deyjandi stúlkunni, krupu
Inar stúlkurnar niður líka, grátandi, hjá rúmi hennar, félags-
systur sinnar. Hvílíkir voru þeir áheyrendur þarna! Yfir
^eysistórum söfnuðum hef ég predikað. En aldrei var nokkur