Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 129
NORÐURI.JÓSIÐ
129
Sjálfsagt erum við bæði sammála um það, að Drottinn vor,
Jesús Kristur, sé í þessu efni sem í öðrum, fyrirmyndin mikla,
sem okkur ber að líkja eftir. „Sá, sem segist vera stöðugur í
honum, honum ber sjálfum að breytaeins og hann breytti“. (1.
Jóh. 2. 6.) Hann var umskorinn Gyðingur og því skyldur til að
halda hvíldardaginn. Hvaða afstöðu tók hann til þessa dags, er
hann í fortilveru sinni sem Jahve, Drottinn Israels, hafði
fyrirskipað? Hvernig hélt hann sjálfur þennan dag?
Þegar við ljúkum upp nýja testamentinu, verður fyrst fyrir
okkur Matteusar guðspjall. í 12. kafla, 1. - 13. grein, segir, að
hann varði hvíldardagsbrot lærisveina sinna. Hann læknaði
líka á hvíldardegi mann, sem hafði visnaða hönd.
í guðspjalli Lúkasar 13. kaíla, 10. - 17. grein, er sagtfráþví,
að hann læknaði konu, sem var kreppt og gat ekki rétt úr sér.
Það var brot á hvíldardags-boðorðinu.
I 14. kafla, 1.-6. grein, er sagt frá manni, sem Drottinn vor
læknaði á hvíldardegi.
I Jóhannesar guðspjalli, 5. kafla, 2. - 18. grein, er sagt frá
manni, sem Drottinn vor læknaði með því að segja: „Rís upp
tak sæng þína og gakk“. Þar segir einnig frá því, að Gyðingarnir
ofsóttu Jesúm fyrir þetta verk hans.
I 9. kafla sama guðspjalls er sagt frá því, hvernig Drottinn
°kkar hrækti á jörðina, gjörði leðju úr hrákanum og rjóðraði
henni á augu mannsins. Þetta var á hvíldardegi. Faríseamir sumir
sögðu, að þessi maður væri ekki frá Guði, fyrst hann héldi ekki
hvíldardaginn. En aðrir af þeim gátu ekki skilið, hvernig
syndugur maður gæti gjört slík tákn.
Lögmálið bannar að kveikja upp eld á hvíldardegi. (2. Mós.
35. 3.) Þeir, sem búa við hitaveitu, þurfa þess ekki.
Hvað gera hinir? Kveikja þeir upp eld, af kemur 15-40 stiga
frost: (Frostið var 40 stig á Siglufirði frostaveturinn mikla
I9l7-i9ig S.G.J. Ég man fjarska vel eftir honum.)
Nú lítum við í 3. bók Móse, sem er um hátíðir. Þá verður
fyrir okkur hvíldardagurinn, 7. dagur vikunnar, lögboðinn sem
^lgur dagur.
I fyrsta mánuðinum, hinn fjórtánda dag mánaðarins, hófust
Paskar Drottins. En 15. daginn byrjaði hátíð ósýrðu
hfauðanna. í 1. Korintubréfi, 5. kafla 7. og 8. grein, heimfærir