Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 131
norðurljósið
131
í bréfí Barnabasar, er verið hafði samstarfsmaður Páls
postula, ritar hann nálægt árinu 100 e. Kr., að Guð hafi látið
byrja nýtt tímabil við upprisu Krists. 'Þess vegna höldum vér
með gleði áttunda daginn (fyrsta dag vikunnar) heilagan, þá er
Kristur reis upp frá dauðum1.
Ignatíus, biskup í Antíokkíu (líklega skömmu eftir
aldamótin 100). „Þeir, sem áður lifðu og hrærðust í gamla
sáttmálanum, eru komnir til nýrrar vonar og halda ekki
hvíldardaginn framar, heldur leggja líf sitt í hönd Drottins og
halda dag Drottins helgan“.
í Kenningu hinna tólf (Didake), sem er frá fyrri hluta 2.
aldar, lesum við: „En á Drottins degi (sunnudegi) skulum vér
koma saman og brjóta brauðið, er þér fyrst hafið játað syndir
yðar, svo að fórn yðar sé hrein“.
í 1. Korintubréfi, 11. kafla, 23. -32. grein, ritar Páll um það,
hvernig drottinlegrar máltíðar skuli neytt.
Jústiníus píslarvottur (dáinn nálægt árinu 165 e. Kr.) ritar
mörgum sinnum um hvíldardags-spurninguna. Hann skrifar:
»A degi þeim, sem nefndur er eftir sólinni, (sunnudegi) safnast
allir saman, bæði frá borg og sveit. . . A sunnudögum höldum
vér samkomur vorar, því að það er (var) fyrsta dag vikunnar
sem Guð breytti myrkrinu og einnig holdinu og lét Krist,
endurlausnara vorn, upp rísa frá gröfmni“. I einu riti, sem
heitir ‘SamtaP, kallar Jústiníus sunnudaginn fyrsta dag
vikunnar eða áttunda daginn.
Polýkarpus vitnar um fyrsta dag vikunnar. Var það um árið
180 e. Kr. hér um bil. Frægir menn, er gjörðu slíkt hið sama,
voru t.d.: Ireneus, biskup í Lyon. Hann dó árið 202 e. Kr.
Tertúllíanus, dómari og rithöfundur í Karthagó. Hann dó
nálægt árinu 220 e. Kr. Fleiri mætti telja, en þetta nægir.
Nú ætla ég að líta á þetta mál með hvíldardaginn þannig, að
Það sé skoðað frá vísindalegu sjónarmiði. Þeim, sem lesið hafa
8amla testamentið, mun kunnug frásögnin, er segir frá í
Jósúabók, 10. kafla, 12. og 13. grein. En hún hljóðar svo: „Þá
talaði Jósúa við Jahve (Drottin) þann dag, er hann gaf Amóríta
a vald Israels mönnum; og hann mælti í áheyrn Israels: ‘Sól,
statt þú kyrr í Gíbeon, og þú, tungl í Ajalon-dal!‘ Og sólin stóð
kyrr, og tunglið staðnaði, uns lýðurinn hafði hefnt sín áóvinum