Norðurljósið - 01.01.1983, Page 139
NORÐURLJÓSIÐ
139
Baskarnir skara framúr í fjármennsku og fiskiveiðum.
Iðjusamir eru þeir og vinna mikið. Land sitt hafa þeir ræktað
svo vel, að þar eru mestar framfarir á Spáni.
Frá því á 12. öld hafa þeir fylgt rómversk-kaþólsku
kirkjunni. Kristniboðar frá Böskum fylgdu Spánverjum, er
þeir fóru vestur um haf að sigra Indíána og stofna þar
nýlendur. Ignatius Loyola stofnaði Jesú-íta munkaregluna.
Hann var Baski. Lærisveinn hans var Franzis Xavier, sem
notaði munkareglu Jesúíta til að vinna gegn siðabótinni með
ofsóknum á hendur þeim, sem hana aðhylltust.
Nýja testamentið var fyrst þýtt á tungu Baska á 16. öld,
1571 . . .
Vanþekking alger á ritningunni ríkir nú meðal Baska.
Arangurslaust leita þeir að svörum við spurningum sínum.
Hvernig stendur á þessu, þar sem þeir eiga þó nýja testamentið
á móðurmáli sínu?
I fyrsta lagi héldu kaþólsku klerkarnir ritningunni frá
fólkinu, þangað til á Vatikan-þinginu 1962. I öðru lagi, meðan
Frankó hershöfðingi var einræðisherra, var með öllu bannað,
að notað væri tungumál Baska í ræðu eða riti . . . Síðan 1967
hafa verið gerðar sívaxandi tilraunir að flytja Böskum fagnaðar-
boðin á spænsku, en afstaða fólksins þar hefur ekki verið
jákvæð. Predikun þeirra, sem boðskapinn hafa flutt, hefur
verið á spænsku.
Nú eru komin til þeirra hjón, sem eru á vegum
Mið-Ameríku kristniboðsins.
Með þeim er líka dóttir þeirra. Þau ætla sér að læra
tungumál Baska og flytja þeim fagnaðarboðin á þeirra eigin
utáli. Biðja þau um bæn fyrir væntanlegu starfi meðal þjóðar,
sem svo lengi hefur verið vanrækt.
Þessari beiðni er hér með komið á framfæri. Hafíð hana í
ntinni, fyrirbæna fólk.
(Þýtt úr Eternity, - Eilífðin.)
sjBiðjið og yður mun gefast, leitið og þér munið finna, knýið á,
°g fyrir yður mun upplokið verða“. (Matt. 7. 7.)