Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 143
NORÐURLJÓSIÐ
143
Eftir 30 ár kom ameríski herinn. Sem stormsveipur fór hann
yfir eyna. Shimmabuke lá þar, sem hann fór yfir. Var eitthvað
skotið á hana. Er liðið, sem var í fararbroddi, kom til þorpsins,
varð það að hætta að skjóta, er tveir smávaxnir, aldraðir menn
komu, hneigðu sig djúpt og fóru að tala.
Túlkur útskýrði það, að mennirnir gömlu buðu þá velkomna
sem kristna bræður. Þeir mundu, að kristniboðinn þeirra hafði
komið frá Ameríku. Þrátt fyrir það, að þessir menn komu áallt
annan hátt en kristniboðinn, voru þeir alveg utan við sig af
gleði yfir því, að þeir voru komnir. Orðlausir sendu
hermennirnir eftir höfuðsmanninum.
Höfuðsmaðurinn kom og foringjar úr upplýsinga-þjónust-
unni. Fram og aftur gengu þeir um þorpið. Þeir undruðust
mjög það, sem þeir sáu. Allt var tandurhreint, heimilin og
göturnar, jafnvægi og kurteisi hjá þorpsbúum. Hagur fólksins
var með ágætum. Hamingja, skynsemi og dugnaður var þarna.
Hermennirnir höfðu séð mörg önnur þorp á Okinawa. Þar var
ótrúleg fáfræði, óhreinindi og fátækt. A meðal þeirra, skein
Shimmabuke sem gimsteinn í sorphaug.
Shosei Kina og bróðir hans tóku eftir því, hve Ameríku-
mennirnir voru undrandi. Skildist þeim, að þetta væru
vonbrigði. Þeir hneigðu sig auðmjúkir og sögðu: Við erum
hryggir yfir því, að við erum fólk, sem erum svo langt á eftir.
Við höfum reynt, heiðruðu herrar, að gjöra það, sem við gátum,
til að fylgja biblíunni og lifa líkt og Jesús. Kannski þér viljið
vera svo vinsamlegir að sýna okkur, hvernig við eigum að gera
það? Sýna þeim!
Eg gekk um Shimmabuke dag nokkurn ásamt nokkuð
öldruðum liðþjálfa. Meðan við gengum þarna um, sneri hann
sér að mér og hvíslaði hásum rómi: Eg get ekki komið þessu
heim og saman, drengur. Þetta fólk er orðið svona aðeins vegna
biblíunnar og mannlegra fuglahræða, sem vilja lifa eins og
Jesús! Síðar kom hann með athugasemd, er gaf mér nokkuð að
hugsa um: Kannski notum við röng vopn til að sigra heiminn!..
Þessi kennslubók, kennslubók frelsisins, hún hafði skapað
htinn, nýjan heim í Shimmabuke. Gæti ekki þessi bók líka -
ttteð skipulagðri útbreiðslu - gefið okkur nýjan, stóran heim
ttteð frelsi og frið handa öllum? (Þýtt úr Livets Gang.)