Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 145
NORÐURLJÓSIÐ
145
í stað þess að svara stóð faðir hennar upp, tók svipu með sterkri
leðuról niður af veggnum, og miskunnarlaust fór hann að berja
hana. Blóðið streymdi niður bakið hennar, en hann hætti ekki
fyrr en kjóllinn var rifinn í tætlur, og hún lá meðvitundarlaus á
gólfinu. Eftir talsverða bið tók drukkna móðirin telpuna, bar
hana inn í herbergi hennar og lagði hana í rúmið.
Næsta morgun var telpan með brunahita. Er þau lyf, sem
þau áttu til heima, dugðu ekki, var læknir sóttur. Hann kvað
upp þann úrskurð, að telpan væri með lungnabólgu. Það var í
um það bil þrjá daga, sem læknavísindin börðust til að bjarga
lífi telpunnar, en það varð árangurslaust. Er augljóst varð, að
henni var að hnigna, þá kallaði læknirinn vingjarnlega á
foreldrana og sagði þeim vondu fréttirnar.
Mikið urðu þau niðurbrotin. Þau elskuðu barnið innilega
þrátt fyrir það, sem hafði verið gjört. Syndin var orsökin!
Hefðu þau verið nógu ódrukkin til að vita hvað þau gjörðu
hefðu þau aldrei farið svona með hana. Brjálæði syndar hafði
blátt áfram látið þau fá að kenna á sér, alveg eins og aðrir, sem
láta hana táldraga sig. Faðir og móðir stóðu sitt við hvora hlið
rúmsins, þar sem elskan þeirra hvildi. Augu þeirra voru full af
tárum.
Syrgjandi móðirin hélt í sóttheitu höndina. Allt í einu leit
litla stúlkan upp og sagði: Mamma, áttu ennþá kjólinn, sem ég
var í hér um daginn, þegar ég tók á móti Jesú?
Móðir hennar svaraði: Já, elskan.
Hefur hann verið þveginn síðan þá?
Nei, svaraði móðir hennar, ég hef ekki haft tíma til að gera
mikið af nokkru tagi, síðan þú varðst veik. Hann hefur ekki
verið þveginn.
Agætt! kallaði litla stúlkan veiklulega. Má ég fá hann?
Auðvitað góða mín, svaraði móðir hennar, þú mátt fá allt,
sem þig langar til.
Hún fór og sótti kjólinn og fékk deyjandi dóttur sinni hann.
Stúlkan bað síðan um skæri og leyfi til að klippa úr kjólnum.
Fáein andartök fór stúlkan fingrum um blóði blettaðan kjólinn,
°8 síðan klippti hún úr pjötlu þar, sem flíkin var blóðugust.
Er forvitin móðir fékk eigi lengur orða bundist, spurði hún:
Elskan, segðu mömmu þinni, hvers vegna þú gerir þetta?