Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 147
NORÐURLJÓSIÐ
147
aðeins verið í himninum í fáein hundruð ár. Ég kom til eyjar í
Suðurhöfum, Eromanga. John William, kristniboði, kom
þangað og sagði mér frá Jesú. Ég lærði einnig að elska hann.
Kristniboðann drápu landar mínir. Þeir tóku mig og bundu
mig. Ég var barinn, þangað til leið yfir mig. Þeir héldu, að ég
væri dáinn. En ég lifnaði við. Daginn eftir slógu þeir á höfuð
mér, suðu mig og átu.
Hve óttalegt! hrópaði ég upp.
Nei, svaraði hann. Ég var glaður að deyja sem kristinn
maður. Þú skilur: Kristniboðarnir höfðu kennt mér, að Jesús
var húðstrýktur og þyrnum krýndur vegna mín.
Þá sneru þeir sér báðir að mér og spurðu: Hvað leiðst þú fyrir
hann? Eða seldir þú það, sem þú áttir, fyrir peninga, er sendu
menn eins og Jón Williams til að segja heiðingjunum frá Jesú?
Ég varð orðlaus, og á meðan þeir horfðu á mig hryggum
augum, vaknaði ég. Þetta var draumur! En vakandi lá ég
stundum saman - í mjúku rúminu mínu - og hugsaði um þá
peninga, sem ég hafði notað vegna óhófs um dagana. Mér varð
ljóst, að ég vissi ekkert, hvað orð Jesú merktu: „Vilji einhver
fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og
fylgi mér“.
(Þýtt úr Sverði Drottins.)
Aðeins vatn:
Skipstjóri var spurður af farþega, hve mikið áfengi hann
notaði.
Hann svaraði: Ég drekk aldrei brennivín, vín eða bjór, aðeins
vatn, reyki ekki og drekk hvorki kaffi né te.
En, sagði farþeginn, hvað drekkið þér, þegar þér eruð sjúkir?
Ég hef aldrei verið sjúkur, var svarið.
Gættu að hugsunum þínum, þegar þú ert einn; gættu að orðum
þínum, þegar þú ert saman við aðra.
Tekið úr „Frækorni“ september 1901.