Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 155
NORÐURLJÓSIÐ
155
hendinni og mælti: Nú er ég tilbúinn. Skipstjórinn svaraði: Allt
í lagi, snáðinn minn. Guð blessi þig, - komdu með mér inn í
matsöluhúsið, og ég skal láta þig fá eitthvað að borða.
Þegar snáðinn byrjaði að borða, sagði skipstjórinn: Hvar er
mamma þín? Mamma dó, þegar ég var um það bil fjögurra ára
gamall, svaraði drengurinn. Hvar er pabbi þinn? Eg hef ekki
séð pabba minn, síðan mamma dó. Hver sér þá um þig?
Drengurinn svaraði hóglátlega: Þegar mamma var veik, og rétt
áður en hún dó, sagði hún, að Jesús mundi verða sá, er sæi um
mig, - hún kenndi mér að elska Jesúm og að biðja hann.
Skipstjórinn sagði með tárin í augunum: Nú eru bara fáeinar
mínútur, þangað til skipið mitt leggur af stað, og hefðir þú nú
bara verið velklæddur og hreinn í framan, þá skyldi ég hafa
tekið þig með mér um borð í skipið mitt, og þú orðið minn
maður. Drengurinn leit upp í andlit skipstjórans og hrópaði:
Eg er tilbúinn nú! Skipstjórinn tók drenginn í faðm sér og
sagði: Komdu með mér, snáðinn minn. Þú skalt verða
drengurinn minn. Þeir flýttu sér nú báðir um borð, og
skipstjórinn sagði áhöfninni, hver þessi drengur var. Hann
sagði svo: Þessi drengur tilheyrir mér, og hann skal heita:
Tilbúinn nú. Drengurinn þvoði sér, þegar skipstjórinn hafði
gefíð honum ný, blá föt. Fór hann þá að hjálpa skipstjóranum
og stundaði vel starf sitt.
Skipstjóranum fór nú að þykja fjarska vænt um drenginn.
Skömmu eftir, að hann var kominn á skipið, varð hann veikur.
Sagði hann þá dag nokkurn við skipstjórann: Ég hef alveg
hræðilegan verk í brjóstinu. Ó, skipstjóri, láttu mig koma nær
þér. Góðhjartaði maðurinn tók hann í faðm sér og þrýsti
honum að brjósti sér. Drengurinn sofnaði og var látinn í koju
sína. Fáum dögum síðar var það, að skipslæknirinn sagði við
skipstjórann: Ég hef gert allt, sem ég get, fyrir vesalings
drenginn þinn, - hann er alvarlega veikur og fer að deyja. Skip-
stjórinn hrópaði: Ó, læknir, bjargaðu honum, ég get ekki misst
hann! En barninu versnaði samt.
Dag nokkurn sendi drengurinn boð eftir skipstjóranum, sem
hann elskaði svo heitt. Er skipstjórinn leit á andlit hans, sá
hann, hve dauðinn nálgaðist. Drengurinn sagði með veikri
tödd hægt: Ó, skipstjóri, ég elska þig sannarlega, - þú hefur