Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 157
NORÐURLJÓSIÐ
157
Hve nær get ég farið og keypt hana? spurði hún mömmu
sína.
Eg veit það ekki. Þú ert fyrir löngu búin að nota þá peninga,
sem þú áttir. Nú verður þú að bíða, uns annar mánuður kemur.
Prinsessan sætti sig við þetta og spurði, hvort hún mætti ekki
biðja kaupmanninn þess, að hann geymdi henni brúðuna
þangað til. Hún mátti það.
Er hún hafði lokið því að læra það, sem henni hafði verið sett
fyrir í skólanum, ílýtti húns sér til kaupmannsins og bað hann
að geyma brúðuna, uns hún gæti keypt hana.
Jú, það gat hann vel gert og var feginn að lofa henni þessu.
Tíminn leið íljótt Dagurinn kom, er hún fékk peninga, svo
að hún gat keypt brúðuna, sem geðjaðist henni svo vel, og stóð
með hana í ör'mum sínum.
Rétt er hún var að enda við að kveðja kaupmanninn, stóð
aldraður betlari úti fyrir dyrunum. Var svo að sjá, að hann hafði
beðið eftir henni. Hann virtist feiminn og vék til hliðar, svo að
hún gæti komist framhjá. En hjartað í ungu prinsessunni, það
hrærði þessi vesalings maður. Hún sneri sér við og spurði,
hvort hann langaði til að tala við sig. Þá sagði hann: Ég er alveg
óttalega hungraður, en ég mundi ekki hafa beðið um hjálp, ef
það væri ekki alveg að líða yfír mig af sulti.
Það er leiðinlegt, en ég hefí enga peninga eða nokkuð annað.
En bíddu við. - Röddin skalf, og augun urðu rök af tárum. Hún
fór inn í búðina með brúðuna og bað kaupmanninn að taka
hana frá um tíma handa sér. Peningana fékk hún aftur, 6
krónur, og þá lagði hún í hönd betlarans. Svo mikla gjöf hafði
hann aldrei áður fengið í einu. Þegar svo prinsesan sagði
honum, að hann skyldi flýta sér til að fá eitthvað að eta, þá
svaraði hann: Já, það mun ég gjöra. Og Guð blessi þig alla þá
daga, sem þú lifir. Hann flýtti sér síðan af stað. En Viktoría
Prinsessa fór heim að segja mömmu sinni, hvað hún hafði gjört,
óefað glöð yfír því: að hafa glatt einhvern annan.
Viktoría drottnig var ævilangt elskuð og heiðruð. Mikið var
beðið fyrir henni. Gjörðu það milljónir manna um allan
heiminn. Hún lærði einnig að þekkja það: að Jesús Kristur var
frelsari hennar persónulega.
Af atburði þessum verðum við að læra tvennt: