Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 1
M 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953 NÚMER 31 og 32 RÆKT V IÐ ÍSLENZK ;an uppruna safnar þúsundu M TIL GIMLI Við getum aldrei of mikið á okkur lagt fyrir fullvernd okkar tignu tungu Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 19. JÚLÍ Forseti íslands lauk í gær opinberri heimsókn á Vestfjörð- um og var Vatnseyri síðasti við- komustaður hans. Forsetahjónin lögðu af stað í förina síðdegis fyrra föstudag og héldu þá fyrst til Þingeyrar, heimsóttu Rafns- eyri og voru síðastliðinn sunnu- dag við messu á Núpi og héraðs- hátíð þar á staðnum. Þaðan héldu þau með föruneyti sínu til Flateyrar, svo til Suðureyrar og þaðan að Holti í Önundar- firði. Á ísafirði dvöldust forseta- hjónin á fimmtudaginn, héldu þaðan á föstudagsmorgun til Bíldudals og luku síðan heim- sókninni á Vatneyri. Hvarvetna þar sem þau fóru var fjölmenni saman komið að fagna þeim, bæirnir voru fánum prýddir og samkvæmi haldin. Veður var hið fegursta. ☆ Biskupinn vígðj nýlega kirkj- una í Gröf á Höfðaströnd, sem nú hefir verið endurbyggð, en hún mun vera eitthvert elzta kirkjuhús landsins og jafnframt hið minnsta, en þar komast ekki fyrir inni nema rösklega 20 manns. Þarna var bænhús til forna en lagðist síðan niður. Ekkja Gísla biskups Þorláksson- ar lét gera þar heimiliskirkju, sem aldrei hefir fallið síðan^ og hefir hún nú verið endur- byggð í sömu mynd og upphaf- lega. Tekizt hefir að ná í ýmsa forna muni, sem verið höfðu í kirkjunni áður. Hún verður nú í umsjá þjóðminjavarðar. ☆ Biskup íslands lagði af stað í Framhald á bls. 4 MISS DONNA MAE EINARSSON Hirðmey Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1953 Einn vorsins dag við glöddumst saman seinast, — og síðan liðin ár, en ár og dagar eiga til að greinast í yndisbros og tár. Þið, börn mín, veit ég stóðuð mörg í stríðu, því stundum blæs ei vægt, en unnuð samt af þeli trúu, þýðu. Ég þakka ykkar rækt. Ég þakka öll þau nýju grös, er gróa þar grjótin ríktu fyr, og sannið til, að allt hið fagra, frjóa mun færa dýrstan byr. Svo vakið, starfið, látið hauður litkast — og lífsins förvum skrýtt, því landið allt, er veröld betur vitkast, skal verða glatt og firítt. Þið kynnist, trúi ég, ljúfúð heims og lævi og lærið sitthvað nýtt; þið vaxið, framist, sækið stóra sævi og siglið djarft og vítt. En munið eitt, er hrannir mestar hrynja, svo hristast þykir strönd, að gæta yðar gömlu, dýru minja og geyma styrkri hönd. — Mín blómstur öll sér láta saman lynda, — svo líði og fleirum bezt, að eigi fengi úfur þrárra vinda sinn eim í þeli fest. — I dag er ósk mín vors- og hugða heiði til handa minni þjóð, jafnt smáu strái og mikilvöxnum meiði vil miðla sólarglóð. JAKOB THORARENSEN Minni Istancls, rœöa, EiNAR PKOFASTUR STURLAUGSSON Fjallkona Islendingadagsins MISS JÖRUNN THORDARSON JÓN K. LAXDAL forseti Islendingadagsins JÓHANNES PALSSON Btýrir blönduðum. kór á tslendingadeginum STEPHAN G. STEPHANSSON Eitt hið djúpúðgasta skáld íslenzku þjóðarinnar að fomu og nyju Vopnahlé í Kóreu Þau mikilvægu tíðindi hafa gerzt, að síðastliðinn sunnudag var undirskrifaður af hálfu bar- áttuaðiljanna í Kóreu samningur um vopnahlé, er þegar hefir gengið í gildi, og hafði þá Kóreu- stríðið staðið yfir í freklega hálft fjórða ár. Forseti Suður-Kóreu, Syngman Rhee, var andvígur samningunum, en hefir þó að sögn heitið að halda þá. Má því nú ganga út frá því sem gefnu, að hafin verði hið allra fyrsta gagnskipti stríðsfanga og þær aðrar ráðstafanir teknar, er greiða götu friðsamlegs sam- komulags. Stjórn Indlands er nú í þann veginn að senda til Kóreu liðs- afla mikinn til gæzlu fanga, er eigi vilja hverfa til sinna fyrri heimkynna fyr en þá að pólitískt frelsi þeirra hefir að fullu verið trygt. Prófessor við Delft-háskólann í Niðurlöndum framleiddi úr ikoltjöru efnasamband, sem var 4000 sinnum sætara en sykur og sjö sinnum sætara en sakkarín. Flugmenn Loftleiða Flugfélaglð Loftleiðir hefir tekið upp þá nýbreytni að þjálfa flugmenn sína í sér- greinum vestur í Banda- ríkjunum tvisvar á ári. Kynnast þeir þá helztu nýj- ungum í starfinu, rifja upp og fullkomna fyrri þekk- ingu sína á millilandafluginu og meðferð hinna stóru flugvéla. Af öryggisásfæðum Alfreð Elíasson yfirflugmaður Loftleiða skýrði blaðamönnum frá þessu í gær og sagði, að hér væri um að ræða mikilvægt at- riði í öryggismálum, því að flug- mennirnir þyrftu, ef vel ætti að vera, að fá sérstaka þjálfun og hana helzt tvisvar á ári í meðferð öryggistækja og aðgerða, sem gripið er til, ef eitthvað kynni að bera út af í fluginu. Til þess náms fara í einu lagi vestur um haf heilar áhafnir flug vélanna, að flugþernunum unda- anskildum. Fyrstu vikuna er bóklegt nám, en síðan er sam- eiginleg flugæfing við New York á Heklu, þegar hún er búin að skila af sér farþegunum. Mikil umferð við flugvellina Við flugvellina í New York er ákaflega mikil umferð og krefst flug um þá mikillar sérþekking- ar og öryggis, ef vel á að vera. Fljúga þarf að völlunum eftir flóknum og vandlærðum reglum, en áríðandi er að hins fyllsta ör- yggis sé gætt í umferðinni uppi í loftinu, eins og öðru, sem að fluginu lýtur. Um þessar mundir eru fimm flugvélavirkjar að fara til Nor- egs á vegum Loftleiða til að full komna sig í flugvélavirkjun. Kemur ný flugvél að vori Eins og kunnugt er, veitti Al- þingi Loftleiðum og Flugfélagi íslands heimild til ríkisábyrgð- ar vegna fyrirhugaðra flugvéla- kaupa. Loftleiðir hafa lagt drög að því að fá mjög fullkomna millilandaflugvél afgreidda á Lúðrarnir kalla komið! Allar líkur eru til þess, að sýnd verði hreyfimynd heiman frá íslandi að Gimli á hátíðinni. Próf. Finnbogi Guðmundsson er að útvega hana og kemur með hana með sér, er hann kemur með „hópnum til baka. Og það verður áreiðanlega reynt, að koma því svo fyrir, að myndin verði vel sýnd, svo fólk þurfi ekki að verða fyrir vonbrigðum, eins og átti sér stað síðast, þegar sýna átti myndir frá íslandi. MISS HELEN MAE BERGMAN Hirðmey þjólfaðir í Ameríku næsta vori. Verður það lang- stærsta flugvél íslendinga og sú hraðfleygasta. Getur hún borið 80 farþega og 3 lestir af farangri og er ekki nema um 7 klukkutíma milli Reykjavíkur og New York og þrjá og hálfan klukkutíma milli Reykjavíkur og Stafangurs. Flugvélin er þannig byggð, að setja má í hana þrýstiloftshreyfla síðar meir, ef henta þykir. Flug- vélar af þessari nýju Constella- tion-gerð eru byggðar fyrir há- lofsflug. —TÍMINN, 10. júní Að morgninum verða spilaðar nýjar íslenzkar plötur til að skemmta þeim sem fyrstir koma og * þangað til skemmtiskráin hefst. Community söngur verður að kvöldinu, eins og tíðkast hefir undanfarið, og er mjög vinsælt. Alls konar íþróttir verða sýnd- ar að morgninum og einnig eftir miðdaginn í norðvesturhluta skemmtigarðsins. Mörg verðlaun gefin. Dansinn byrjar um klukkan níu í danssalnum í Parkinu. — Murray Anderson hljómsveitin spilar fyrir dansinum. Veitingar verða seldar á staðn- um og alls konar dyrkkir og sælgæti. Mörg hundruð dollara hefir nefndin lagt fram til að bæta og fegra Fjallkonusætið, .palla og sætin fyrir söngflokkinn, svo það er nú mjög aðlaðandi og fallegt orðið og setur mikinn tignarsvip á allt sem þar fer fram í sam- bandi við hátíðahaldið. Forseti íslendingadagsins, J. K. Laxdal, stjórnar samkomunni og hann er kunnur að því, að stjórna öllum fundum og mann- fagnaði liðlega og vel. Já, það verður margþætt og góð skemmtun fyrir alla, eldri sem yngri, á íslendingadaginn að Gimli þann þriðja ágúst næst- komandi. Enginn sannur og góð- ur Islendingur má við því að sitja heima þennan dag og missa af þessum einstæða fagnaðar- fundi og gleðistund, því „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá.“ Já, það verður gaman að koma til Gimli 3. ágúst. Davíð Björnsson PRÓF. WATSON KIRKCONNELL Minni Canada, rœða GUTTORMUR J. GUTTORMSSON Minni tslands og Stephan O.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.