Lögberg - 30.07.1953, Side 3

Lögberg - 30.07.1953, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLI, 1953 3 Kirkjan og þjóðin Heimska hjarians og heill „Heimskinginn segir 1 hjarta sínu: Enginn Guð.“ (Dav. sálm. 14.1.). Þeir menn hafa með öðr- um orðum verið til þegar fyrir 25 öldum eða svo, sem neituðu tilveru Guðs eða lifðu svo sem væri hann ekki til. Vantrú, vafi eða afneitun einstakra manna hefur átt sér stað á öllum tímum, en aldrei hefur slíkt orðið þjóð- siður eða landsfar. Það er nýj- ung í sögunni, sem nú er að ger- ast í hinum forn-kristna heimi, að þorrinn gangi á snið við trúna að miklu leyti eða alveg. Hvert s^. nýlunda stefnir menningunni og almennum þroska skal ekki rætt hér. En ýmsum þykir fyrir- bærið uggvænlegt, þeim, er leit ast við að átta sig á rökum sög- unnar og þróunarinnar. Afstaðan til trúarinnar er að vísu sjaldnast opinská andúð eða andstaða. Algengast er athafna- leysið. Og sinnuleysi um trúmál er ótvirætt hnignunarfyrirbæri. Það er óhugsandi að leiða hjá sér athugunarlítið k e n n i n g u kristindómsins án þess að verða minni maður. Boðskapur hans er svo nærgöngult, persónulegt al- vörumál fyrir hvern mann, að það getur enginn hjá sér leitt eins og óviðkomandi mál. Slíkt er andleg uppgjöf. Það gerir eng an að minni manni að ganga á snið við spurningar eins og t. d. þá, hver sé höfundur Völuspár eða hvort mosi þrífast á Marz. En sé um mál að ræða, sem varð- ar líf og dauða, getur enginn skotið sér undan því að taka af- stöðu til eða frá, nema verða minni rnaður. Ef Guð er til, þá er það eina staðreyndin, sem skiptir máli. Og hver hann er verður eina verulega alvarlega íhugunarefnið fyrir sérhvern mann. Sé það rétt, að enginn Guð sé til, þá er mannkynið skúfur af stráum í ægilegri eyði- mörku, sem grá og blind gjörn- ingaveður hafa slysast til að veita þessa raunalegu hermdar- gjöf, sem kölluð er líf og vitund. Jafnfáránlegt er það nú og þeg- ar 14 sálmar Davíðs var ortur að telja þetta sannleikann um heiminn og lífið. Og þó er svo að heyra stundum sem þessi vís- dómur sé einn í samræmi við skynsamlega hugsun menntaðs nútímamanns. En hafi maður sannfærast um, að vit og þekk- ing leiði óhjákvæmilega til slíkr- ar niðurstöðu, þá hefur sá hinn sami þó tekið hreinlega afstöðu og ef hún grundvallast á sam- vizkusamlegri hugsun, þá á hann tilkall til fullrar virðingar. Heilshugar afneitun er virðing- arverð. Sinnuleysi fyrirlftlegt. Flestir, sem hafna kristindómi með þeim rökum, að hann fái ekki samrýmst vitsmunum þeirra eða þekkingu, dyljast hinna raunverulegu orsaka af- stöðu sinnar, sem Jiggja miklu dýpra í dulheimum hins ómeð- vitaða sálarlífs. Oft hafa menn snúist á þessa sveif vegna ó- CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. VICTOR BARBER SHOP 687 Sargenl Ave. WINNIPEG. Man. Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 3. ágúst 1953. LUNDARBAKERY • A. V. OLSON, ráðsmaður og eigandi LUNDAR MANITOBA Hamingjuóskir til íslendinga í % tilefni af 64. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, 3. ógúst 1953 fró J. J. SWANSON & CO., LIMITED Leigja og annast íbúðar og verslunarhús Annast tryggingar í öllum greinum Eldsábyrgðir, bíla tryggingar, slysatrygg- ingar, o. fl. Lána peninga gegn lágum vöxtum Fasteigna umsjónarmenn. J. J. Swanson & Co. Limited FASTEIGNA SALAR 308 Avenue Bldg. WINNIPEG, MANITOBA Sími 92-7538 heppilegra atvika lífsreynslunn- ar. Bernhard Hart segir frá á- hugsasömum, ungum sunnudags- skólakennara, sem allt í einu gerðist ákveðinn og ákafur guðs- afneitari. Hann færði fimleg rök fyrir sínum nýju skoðunum og kvað langa og rækilega íhugun hafa sannfært sig um, að enginn Guð væri til .Hann var alveg einlægur í þeirri sannfæringu sinni, að hinar sterku röksemd- ir, sem hann hafði á takteinum, viðræður við sálfræðinginn leiddu annað í ljós: Unnusta hans hafði sagt honum upp og trúlofast áhugasamasta starfs- bróður hans við sunnudagsaskól- ann. Hatrið á keppinautnum og trygðrofanum varð ómeðvitað að hatri á þeirri trú, sem verið hafði öllum þrem grundvöllur náinnar vináttu. Rökin komu eftir á, voru skinástæður, sem hann spann óafvitandi upp eða heyjaði sér, vegna þess að hin raunverulega orsök var óþægi- leg og bæld. Mörg svipuð dæmi eru til og benda þau til þess, að mannvitið og þekkingin séu ekki alltént eins átakamikil um að hnekkja trúnni og yfirborðið gefur til kynna. Vanahugsun og hugsunar tregða eru að verða sterkar und- iröldur þess tízkustraums, sem hnígur gegn trúnni. Og oftast er það á vettvangi samvizkunnar kostar það að byggja trúnni út. Síðaboð trúarinnar koma mönn- um fyrir sjónir sem helsi, fjötur um fót. Menn sjá, að þau eru há- leit, en hneigðir leita í aðra átt. 1 þeim átökum verður mörgum feginmál, að kenningar trúarinn- ar séu ekki annað en mannasetn- ingar. Enginn vill viðurkenna,- að hann stefni gegn betri vit- und. Slíks vilja menn dylja bæði sjálfa sig og aðra. Því skellur skuldin á trúnni. Það er þægilegri niðurstaða, að kristin- dómurinn sé haldlaus en að maður hafi rugðist sjálfur, svik- ið sinn betri mann. Jesús segir: „Sá, sem vill gjöra vilja Guðs, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði. Sigurbjörn Einarsson ALÞBL. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. Dr. T. GREENBERG 814 SARGENT AVENUE WINNIPEG. MANITOBA Phone 3-6196 Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 3. ágúst 1953. TIP TOP MEATS & FROZEN FOOD LOCKERS PHONE 101 GIMLI. MAN. HAMINGJUÓSKIR til íslenáinga \ tilefni af 64. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 3. ágúst 1953 Frúin: — Hvað meinarðu eigin lega með því að koma svona seint heim? Eiginmaðurinn (eftir of mörg „hanastél"): — Elskan mín, hik, ég flýtti mér heim, hik, vegna þess, að ég hélt að þér leiddist að vera ein, hik, en nú sé ég að ég hefði alls ekki þurft þess, hik, fyrst tvíburasystir þín er hjá, hik, hik, þér! ☆ Á heimleið úr kirkjunni Prófessorinn (utan við sig að vanda): — Jæja, hver er það nú, sem er utan við sig? — Þú gleymdir regnhlífinni þinni í kirkjunni, en ég mundi ekki að- eins eftir þinni, heldur mundi ég líka eftir minni! Prófessorsfrúin: — Guð sé oss næstur. Við vorum hvorugt með regnhlíf, þegar við fórum í kirkjuna! 4 H.O.HALLSON KAUPMAÐUR OG AKURYRKJU VERKFÆRA SALI ERICKSDALE MANITOBA fea. ▼^y DOMINION BRIDGE COMPANY LIMITED ▼▼▼ Fabricators and Erectors of Structural Steel for Buildings, Bridges, Tanks, etc. 702 CANADA BUILDING WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.