Lögberg - 30.07.1953, Side 11
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953
11
Það blasti við útsýnið
einkennalaust,
nema aðeins þar skóggyðju hönd
á sléttuna lagði um lækjanna
barm
sín laufofnu kniplinga bönd.
Sjálft landið var útlits sem
endalaust borð
allt órifið, kvistlaust og vænt,
sem náttúran hefði ögn hallað
á röð
og heflað og málað svo grænt.
Fjölbreyttar náttúrulýsingar,
litbrigðaríkar en þó raunsannar,
eru því mikill þáttur og marg-
slunginn í skáldskap Stephans,
og fer það að vonum um mann,
P................
!
i CONGRATU LATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 64th Anpiversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 3rd, 1953.
DICK HILLIER
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af 64.
þjóðminningardegi þeirra
ó Gimli, Man., 3. ógúst 1953
Vér höfum einn hinn allra fullkomnasta
útbúnað til þess að veita móttöku öllum
tegundum korns um uppskerutímann.
Ábyggileg og skjót afgreiðsla
Parrish & Heimbecker Ltd.
661 GRAIN EXCHANGE BLDG.
Sími 92-2247
WINNIPEG
Gimli Agenl
Moosehorn Agent
B. R. McGIBBON
- A. ALTMAN
sem Lfði lífi sínu við móður-
brjóst moldarinnar og gæddur
var óvenjulegri djúphyggni,
næmu eyra og hvassri sjón.
Þessar snjöllu og rauntrúu nátt-
úrulýsingar skálc^sins eru þó
löngum meir en meistaralega
gerðar myndir af hinni ytri
náttúru einni saman; óðar en
varir eru þær orðnar djúpsæjar
mannlífslýsingar og eggjandi til
umhugsunar. Náttúran og lífið
voru í augum skáldsins órofin
heJd, og hann átti í ríkum mæli
hæfileika allra mikilla skálda
til að sjá hið stóra í hinu smáa.
Dr. Guðmundur Finnbogason
hafði laukrétt að mæla, er hon-
um fórust þannig orð um nátt-
úrulýsingar skáldsins í ágætum
inngangi sínum að safnritinu
Veslan um haf (1930):
„Beztu lýsingar Stephans hafa
það enn sér til ágætis, að um
leið og orðunum slær niður ein-
mitt þar sem þeim var ætlað að
hitta, þá koma samlíkingarnar
hvaðanæva o^ gera allt lifandi
og sjálfstakt. Og hefur það ekki
á öllum öldum verið einkenni
hins sanna skáldskapar, að gefa
öllu líf og andardrátt, að gera
hina sýnilegu veröld samkvæða
við sál mannsins, svo að hún
verði eign hennar og óðal? 1
mörgum kvæðum Stephans
finnum vér einmitt þennan
undirstraum lífsins í náttúrunni,
finnum, að lýsingin er hvort-
tveggja í senn: mynd hins sýni-
lega og saga hins ósýnilega anda,
sem í því býr og bærist. Með
þessum hætti speglar mannlífið
og náttúran hvort annað á víxl.“
í sumum náttúrulýsingum
Stephans speglast lífsreynsla
sjálfs hans og þroskasaga, og þá
sér í lagi í kvæðunum „Lækur-
inn“ og „Áin“; um lækinn, sem
óx og efldist við það, að vor-
hlákan snart hann, segir skáldið:
Það hreif þig svp, Jækur, þér
leiddist að sytra
í ládeyðu móki, í gleymskunnar
næði.
Þín straumharpan litla fór tíðar
að titra,
og töluvert snjallar þú fluttir
þitt kvæði,
og söngur þinn hertist, og
hækkandi fór hann,
unz hafðirðu kveðið sjálfan þig
stóran.
Sannarlega mun enginn sá,
sem fylgist með merkilegum
þroskaferli skáldsins og kynnir
sér verulega skáldskap hans,
neita því, að hann hafi „kveðið
sjálfan sig stóran“, þó að jafn-
framt sé viðurkennt, að hann er
ekki alltaf listaskáld að sama
skapi.
Annars eru mannlífslýsing-
arnar, sem fléttast inn í náttúru-
lýsingar Stephans, ósjaldan al-
menns eðlis, t. d. í kvæðabálkn-
um Á ferS og flugi, og hvergi
fremur en í kvæðinu „Greni-
skógurinn“; tvö erindi þess af-
bragskvæðis nægja þeim um-
mælum til sönnunar; táknmynd-
in í hinu fyrra er skáldleg og
samúðarrík, en ádeilan í hinu
síðara bein og markviss:
Þér hefur víst á vetrum þrátt
verið kalt á fótum:
svell við stálhart, sterkt og blátt
stappa votum rótum,
berja frost úr fagurlims
fingri og liðamótum.
-----Margur grær sem grenitré
gusti vetrar strokin:
starir í botnlaus fúafen
fólks um andann lokin.
Kjálkagulur yfir er
oddborgara hrokinn.
Snar þáttur og umfangsmikill
í skáldskap Stephans eru einnig
hin sögulegu kvæði hans, um
efni úr íslenzkum fornsögum og
þjóðsögum, sem hann hafði lesið
í æsku og urðu honum auðug
uppspretta andríkis og yrkis-
efna. Hann stóð djúpum rótum
í jarðvegi íslenzkra menningar-
erfða, þó ungur færi af ættjörð-
inni, og hefur sjálfur lýst þeim
nápu tengslum Við' móðurmold-
ina og menningarskuld sinni við
hana á ógleymanlegan hátt í
„Ástavísum til íslands":
Framhald á bls. 12
>Q<~—>f><—-------->r><-->r>< >rw---->r><--vr><-->o<-- ->o<-->n<--->o<-->QC
Með innilegum kveðjum
í tiléfni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
IMPERIAL BANK
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst, 1953.
Crescenf mjólkurafurðir eru gerilsneyddar
Mjólkin, Rjóminn og Smjörið
CRESCENT CREAMERY COMPANY LTD.
Sími 3-7101
542 SHERBURN ST.
WINNIPEG
A. S. BARDAL LTD
Funeral Home
Established 1894
i
Phone 74-7474
843 Sherbrook Street
WINNIPEG, MAN.
R. L. WASSON, Manager
GIMLI
MANITOBA
>n<------>n<------->o,------->f>,------>n<------->f>,----->n<------->n,------->n<------->n<------>o c.
oo<il
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst 1953
Sími 92-2101
\
BOOTH FISHERIES
Canadian Co., Limifed
2nd Floor, Baldry Bldg., 235 Garry St.
Winnipeg Manitoba
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst 1953
Tilvalið og lilbúið
heimili
& SUPPLY
CO. LTD.
ÁRBORG—Steve Eyjólfsson, Manager, Sími 76
GIMLI—A. S. Washburn, Manager