Lögberg - 30.07.1953, Side 20
20
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚU, 1953
Sykur í skuggsjánni
Sykur er hægt að vinna úr
furðulegustu efnum. í Brazilíu
er það unnið úr sérstakri gras-
tegund, og á Suður-Italíu, eink-
um á Sikiley, er það unnið úr
trjátegund einni. En einhverjir
vísindamenn komust að raun um
að sykurtegund þessi er hið
ágætasta hægðalyf. Aðrar sykur-
námur eru: algeng jurt eins og
mosi, sjávargróður og úrgangs-
pappír. Samkvæmt amerískum
skógarhöggsskýrslum fæst úr
einu tonni af sagi hálft tonn af
sykri.
☆
Það var hægt að þakka Napo-
leonsstyrjöldunum það, að menn
fóru að framleiða sykur úr róf-
um. Frakkland einangraðist og
gat ekki fengið sykur frá útlönd-
um. Árið 1811 tókst Benjamín
Delesser að gera sykur úr róf-
um. Þegar keisaranum barst
þetta til eyrna varð hann svo
glaður, að hann heiðraði upp-
finningamanninn með nafn-
bótum.
☆
Læknar í Nýja-Sjálandi þykj-
ast hafa sannað, að skortur á
sykri í líkamsvef manna orsaki
glæpahneigð. Flest þessara ein-
kenna hverfa, þegar viðkomandi
fær aukinn sykurskammt. Blóð-
sýnishorn, sem tekin hafa verið
af glæpamönnum í Nýja-Sjá-
landi hafa leitt í ljós, að þeir
þjást allir meira og minna af
sykurskorti.
☆
Sykurinn gerði níu milljónir
innfæddra manna á Vestur-
Indíum að þrælum. Þrælahaldið
leiddi til vöruskipta á þrælum,
saltfiski og rommi. Sykurfram-
leiðendurnir á Kúbu fengu á-
huga á hinum ódýra vinnu-
krafti, þrælunum, en þrælarnir
urðu að fá mat. Þá var fluttur
inn fyrir þá saltfiskur frá Ame-
ríku. í stað fisksins var látinn
sykur. í Ameríku var skipt á
sykrinum og rommi, er sent var
til Afríku og þaðan komu fleiri
þrælar.
☆
Það er hægt að breyta salti í
sykur. Stór hluti af sykurfram-
leiðslu heimsins er gerður úr
sykurrófum, sem nærast af salti.
Sykurrófan er komin af sjávar-
jurt, sem lifir 1 salti í sjónum. í
stríðinu, þegar skortur var á
áburði, var í sumum löndum
notað salt og reyndist það ágætur
áburður.
☆
Seint á 17. öld voru margir
prestar andvígir sykri og alls
konar sykurvörum, og þeim
tókst að fá marga ofsafengna
menn til fylgdar við sig. Prestur
nokkur í Mexíkó var æfur yfir
því að sykurbryðjandi konur
gerðu helgispjöll í kirkju hjá
honum, og hótaði hann að setja
þær út af sakramentinu, ef þær
hættu ekki þessum ósóma. Kon-^
urnar urðu hræddar, og prestur-
inn áleit, að hann hefði talað um
fyrir þeim. Dag nokkurn eftir
guðsþjónustu þáði hann sykur,
sem honum var boðinn af konu
nokkurri. Daginn eftir dó hann
úr eitrun. Svo er sagt að síðan
hafi konur getað brutt sykur
óátalið meðan á prédikun stend-
ur í sókn þessari.
☆
Fram á 15. öld var sykur að-
eins notaður sem lyf. En eftir
því sem verzlunin við Austur-
lönd jókst, varð sykur algengur
meðal hirða og stórmenna. Verð-
ið var svo hátt, að eingöngu þeir
ríkustu gátu keypt sykur. Það er
ekki fyrr en löngu seinna, sem
hann er viðurkennd nauðsynja-
vara. —HeimilisblaðiS
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
McARTHUR, APPLEBY & McARTHUR
BARRISTERS and SOLICITORS
C. V. McARTHUR, Q.C.
WILLIAM R. APPLEBY, B.A., L.L.B.
R. BROCK McARTHUR, L.L.B.
801-7 Somerset Building
WINNIPEG TELEPHONE 92-7541
LÁTIÐ ATKVÆDI YÐAR VERÐA
ÁHRIFARÍKT MEÐ VITURLEGRI
ATKVÆÐAGREIÐSLU
Þann 10. ágúst verður það í fyrsta sinn, er hundruð þúsunda nýrra Canadamanna greiða
atkvæði í almennum kosningum. Samkvæmt aðferðum leynilegrar atkvæðagreiðslu getið þér
greitt atkvæði hvaða frambjóðanda sem er, án þess að nokkur viti um það. í þessu felst fjöregg
lýðræðisins. Látið áhrifa atkvæðis yðar gæta með viturlegri atkvæðagreiðslu. Hugfestið, að
Progressive Conservative flokkurinn berst fyrir mörgum umbótum, sem Canada þarfnast. Hann
er ákveðinn í að lækka skatta, koma upp nýjum húsum, þar sem aðeins þurfi að greiða tíu af
hundraða til að byrja með og íryggja vægar afborganir á mánuði. Hann mun annast um
hagkvæmilegar heilsutryggingar handa fjölskyldu yðcir, og gera ábyggilegar ráðstafanir gegn
áróðri kommúnista. Og hann mun endurvekja virðingu fyrir þinginu og losa þjóðina við einræði
Liberal-ráðherranna. Er þér greiðið Progressive Conservative atkvæði, greiðið þér atkvæði með
betra Canada.
VITIÐ ÞÉR ÞETTA?
Vitið þér, að til þess að fá Progressive Conservative stjórn í
Ottawa, verðið þér að greiða frambjóðendum Progressive
Conservative flokksins atkvæði í kjördæmum yðar?
Vitið þér nafn Progressive Conservative frambjóðandans í
kjördæmi yðar?
Vitið þér, að þér getið fengið nafn P.C. frambjóðandans hjá
klúbbnum yðar eða fundarfélagi?
Vitið þér, að einungis með því að kjósa P.C. stjórn, fáið þér
iægri skatta, ný hús gegn lágri fyrirfram greiðslu og alþjóðar-
heilsutryggingar?
LÁTIÐ FÁNA FRELSINS BLAKTA VIÐ HUN
ÞANN 10. ÁGÚST
Greiðið Progressive Conservatíve atkvœði
Published by authority of the National Progressive Conservative Association.
Kjósendur Selkirk Kjördæmis
GREIÐ ATKVÆÐI ÞANN 10. ÁGÚST MEÐ
HÖRMULEGUR ATBURÐUR
Síðastliðinn föstudag lézt hér
í borginni af völdum bíla-
áreksturs Lúðvík Erlendur
Anderson um langt skeið starfs-
maður Canadian Bank of Com-
merce, 49 ára, prúður maður og
einkar vinsæll; hann var borinn
og barnfæddur í Winnipeg og
átti hér heima alla sína ævi;
hann var búsettur að 922
Sherburn Street og var kunnur
vegna áhuga síns á íþróttum.
Auk ekkju sinnar, Jean, lætur
Mr. Anderson eftir sig tvö börn,
Margréti og Bill, ásamt tveim
bræðrum, Ralph í Detroit og
Gest í Grand Rapids, Mich.
Kveðjuathöfn um þennan
mæta mann fór fram frá útfarar-
stofu Thompson’s á þriðjudag-
inn.
^ Okkar a dVlilli Sagt
Eftir GUÐNÝJU GÖMLU
Er nokkuð yndislegra en fagur sumarmorgun? Loftið er svo
hressandi og tært, að það minnir á ódáins fegurð. Á þessum tíma
leysi ég af hendi flest þau störf varðandi heimilishald, sem erfið
eru og þreytandi. — En komi svo hitasvækja er á daginn líður,
get ég að loknum önnum tekið mér góða hvíld. Þetta kalla ég að
spara starfskrafta. Því reyna ekki aðrir það líka?
---------☆----------
Sumarið í Canada er tími hvíldar og hollra
skemtana; nýtur þá fj.ölskyldan oft sameigin-
legs fagnaðar úti í sveit, eða í garðinum við
heimilið. En hvar, sem slíkur fagnaður er
haldinn kemur flestum saman um það, að nauð-
synlegt sé að hafa við hendi hið ljúffenga
DEMPSTER’S brauð; þér getið fengið Dempsters hjá matvöru-
kaupmanninum, en hafi hann það ekki í búðinni, getur hann
útvegað það. Brauð er mikill orkugjafi, og í sumarhitanum er það
óviðjafnanlegt. Dempsters brauð eru ljúffeng og auðug að
bætiefnum.
---------☆----------
Hér er uppástunga, sem forðar yður frá mörgum óþægindum,
ekki einungis yfir sumarið, heldur allan ársins hring. Látið
IMPERIAL BANKANN, bankann, sem góð afgreiðsla skapaði,
annast um bókhald yðar. í gegnum hlaupareikninga í IMPERIAL
BANKANUM getið þér með ávísun greitt alla ýðar reikninga.
Haldin er skrá yfir öll innlegg yðar og þær ávísanir, sem þér
gefið út. Þetta er gert mánaðarlega og hinar notuðu ávísanir
gilda sem kvittanir. Lætur þetta ekki vel í eyra? Er þetta ekki
hagkvæmilegt? Forstjóri IMPERIAL BANKANS í umhverfi yðar
skýrir með ánægju fyrir yður notkun hlaupareiknings.
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
The Maple Leaf Creamery
J. BRECKMAN, eigwndi og forstjóri
LUNDAR MANITOBA
Breaks the Price Barrier
And presents to the women of Canada . . .
in fact, to “Everywoman” from the coed and
young careerist to the matron and dowager
. . . the wonderful opportunity to meet their
fur needs now for many a Winter to come . ..
the opportunity most carefully planned and
brought to unequalled fulfilment in
HOLT RENFREW#S
SUMMER SALE OF FURS
H.R. solicits and welcomes your visit . . .
see the furs . . . try them on . . . consult our
fur experts . . . and without obligation on
your part. Then shop thé town . . . compare
quality for quality . . . value for value . . .
price for price . . . and convince yourself that
H.R. PRICES ARE UNRIVALLED!
BARYLUK, Mike
Published by authority of the Selkirk Progressive Conservative Association.
HOLT RENFREW
Portago at Carlton