Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 1

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 1
Öldin. Entercd at the Winnipeg Post Oflicc as secotid class mattcr. Nr. 4—5. Winnipeg, Man. 1893. EFNI: Stephan G. STepiiansson : Ljóð- mæli (I. Boðnar-leiði.—II. Eftir frænd- konu mina.—III. “Contraotarans” land. IV. Við barn. — V. Fjalladalr. — VI. Heilræði).—Jón Ólafsson : Breytiþró- unar-lögmálið og uppruni líftegund- anna.— Eyjan Mön.—Elzta þjóðveldi í heimi.—Forn tré,—Ritstjóra-spjall : Dálítið um gleraugu og sjón.—Topel- ius : Sögur herlæknisins (framh.). Ljóðmæli eftir Stepiian G. Stepiiansson. I. BOÐNAR-LEIÐI. Ef þig fram á lífsins leið Lystir fleyta Dverga-skeið, Legg til hafs í hættu-för Heill úr tímans leiru-vör. Gamlir formenn glotta að— Gefstu samt ei upp við það— Létt á þeirra vana-vog Verða fyrstu ára-tog. Þú skalt forðast þeirra mið— Þröngt er ekki Boðnar-svið— Kjölfar þeirra þræðir ver Þú, en gegnum'ókunn sker. Láttu blakta’ á Sónar-sæ Seglin greidd við hverjum blæ; Harma-grjót, að festa fjöl, Feldu djúpt í myrkum kjöl. Þó svo fari’, að festi’ um stund Faðir óðs í stafni blund, Þegar veður vex og dröfn, Vektu’ hann ekki’ að snúa’ í höfn. Felmturs-óp: “Nú förumst vér !” Feigðar-boði’ í liættu er. Raddir lifsins leiftra í Lofti fullu’ af storm og gný. Að þér þarftu’ að anda því Afli, frelsi, hljóm og gný. Sjómenn draga’ ei hlut í liöfn, Hann er falinn úti’ { dröfn. Ef þig fram á lífsins leið Lystir fleyta Dverga-skeið, Ut só stefnan ávalt þín Unz að hverfur þú úr sýn. II. EFTIR FRÆNDKONU MÍNA. Er lít ég á hausti’ yfir grund og garð, A gulnað lauf, um skógar-barð, A akrana stýfða’ og- auða, Eg finn það er líkn, þó að lund min sé hljóð, Að létt er að kveða’ um það erfi-ljóð, Sem fullþroskað fölnar við dauða. En leiðið þitt er mér litið varð I lágum og þröngum kyrlcju-garð’, Sem minti á lífið þitt liðna, Mín'einasta hugg-un var hugsun sú, Að höndin þín útslitna hvílist nú In sárþreytta, árvakra, iðna. Því hnignun þíns lífsþroska’ ei hausttímans beið, Þér hólfvaxnri hvarf hann á miðri leið, Svo eyddir þú æíinni þinni, Svo kulnuð, svo einstæð, en öflug sem björk, (Þá eldur um vór hefir geysað um mörk), Sem lifði, þótt laufskrúðið brynni. Og samtíða-fólk þitt ei furðaði sig, Þótt farsældin virtist að leika við þig Og upphefð og auðlegð þér bera ; Því fanst það svo sjálfsagt — en samt ekki nóg ! Það saknaði’ úr fullorðins-lífinu þó Þess einhvers, sem átt hefði’ að vera. Það mundi’ að þinn hugur var hvass og ör, Að harðflóknar gátur þin skýru svör Oft grciddu, svo Ijóst úr þeim leystu

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.