Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 4
OLDIN.
52
Á hamra-riöin hengd í salinn
Hlíða niður skorning þönd
O’n í liðast lága dalinn
Lækja-iðu spegil-bönd.
Grjóts í bólum gamlar rúnir
Og gátur Njóla’ og Dagur fól —
Hér eru stólar, bekkir búnir,
Björg og hólar, Storm’ og Sól.
VI. HEILKÆÐI.
Royndu áð safna þér sannfæringu !
Og sannfæring þá skaltu’ ei muldra’ o’n í
bringu,
En frjálslega eigðu þann færasta kraftinn —
Og fyr en þú látir hann, gefðu á kjaftinn!
Breytiþróunar-lögmálið
og uppruni líftegundanna.
Alþýðleg framsetning
eftir
JÓN ÓlÁFSSON.
Formálsorð.
, Eg er enginn náttúrufræðingr, og, því
miðr, alt of illa að mór í Öliú, sem að nátt-
úruvísindum lýtr. Ég vanrækti þau fræði á
skólaárum mínum, og er því að eins leik-
maðr í þeim, en hefi leitað við á síðari árum
að kynna mér svo mikið í þeim, að ég gæti
háft þolanlegt hugboð um þau og skilið al-
þýðlegar framsetningar á, niðrstÖðum vís-
indamannanna. Ég get þannig ekki sagt að
ég hafi ífarnið ritgerð þessa, eftir því sem
ég legg í það orð, heldr tint hana saman
og Þýtt.
Ég hefi fylgt meir kveri Ola v. Johan-
-Olsen’s, háskólakennara í Kristíaníu, um
“Udviklingslærens nuvæuende Stand-
punkt,” lieldr en neinu einu öðru riti. Þó
hefi ég lesið bæði tvær merkustu bækr
Darwin’s og ýmis rit annara merkra fræði-
manna, og haft nokkra hliðsjón af riti
Grant Allen’s “Tiie Evolutionist atlauc.e,”
og ýmsum ritum eftir próf. Huxley, Alfr'
II. Wallaco og Sam. Laing.
Ég lield ég megi ábyrgjast það, að ég
hafi ekki ráðizt í að hafa neitt það eftir í
þessari ritgerð, sem ég hefi ekki skilið til
fullnustu sjálfr, og vona því að óg hafl
livergi afbakað né misskilið orð höfuncla
þeirra, er ég liefi fylgt. Mun því mega
reiða sig á, að það sem frá atvikum eða
staðhefðum er sagt hér, sé óefað rétt.
Til þess að gera efnið sem skilj-
anlegast, hefi ég sumstaðar notað önnur
dæmi, en höfundar þeir, sem ég fylgdi, og
allviða sagt frá efni höfundanna á ný með
mínum orðum í stað þess að binda mig- við
að þýða þeirra orð.
Fyrri hluti ritgerðar þessarar er efn-
ið úr “fyrirlestri” þeim, er ég hélt hér á
ýmsum stöðum 1891, og “Sameiningin” gerði
góðfrægan með einfaldlegu geipi sinu um
“rófuna” sælu. En af því að ég talaði þá
upp úr mér blaðalaust og hefi ekkert ritað
upp af þessu fyTrri en nú, þá er við að bú-
ast að ritgerðin sé tálsvert öðruvísi orðuð.
Orsökin til þess að ég gef nú þessa
ritgerð út, er eigi að eins sú, að alstaðar
þar sem ég flutti þetta mál munnlega, báðu
málsmetandi menn meðal áheyrendanna mig
um, að birta það á prenti, heldr og miklu
fremr hin, að ég er sannfærðr um, að ég
geri gott og þarft verk með því, að lík-
indum ið þarfasta, : sem ég gct gert nú í
svipínn.
. í .. .... .. . , M.
Inngangr.
* ö rt
Til hvers er rtú að fara að rita langt
mál um uppruna lífains á jörðunni ? Bibl-
ían, “guðs'opinbetaða orð,'”-segir oss ijóst
og greinilega frá þvi í upphafi fyrstu Mós-
isbókar—og livað þurfutn vér svo framar
vitnanna við ?
Það er - ekkert ólíklegt að margr
spyrji þannig, cr liann lítr á fyrirsögn
þessarar ritgerðar.
Vér viljum fvrst benda þeiin inum
sömu á, að fyrirsögnin talar ckkium “upp-