Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 5

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 5
ÖLDIN. e: *> 53 runa lífsins,” heidr um “npp 'una Yii-teg- undauna" — og það tvent er sitt hvað. Mannlcg þekking nær ekki til fyrsta upp- runa lífsins. Vísindin geta ekki sagt oss né skýrt. hvernig líf heflr upphaflega til orðið. Það liggr fyrir framan endhnörk vorrar núverandi þekkingar. Lítura á eikina, stargresið, sóleyjuna, gorlcúluna—alt heyrir þettajurtaríkinutil; lítum á fílinn, hestinn, hundinn, fuglinn, flskinn, maðkinn, smádýrin í vatnsdropan- um, sem eklci sjást nema í sterkasta sjón- auka—alt heyrir þetta dýraríkinu til. 0g samciginlegt öllum jurtum og dýrum er líf- ið, þessi stóra ráðgát.a. En spurningin um það, hvernig þessar mörgu breytilegu tcr/undir lífsins sú fram komnar, er alt annað mál, heldr en spurningin um upp- runa lifsins sjálfs. En liitt er satt, að cigi biblían að vcra vor náttúrufræðisbók, þá er þýðingarlaust að gera uppruna líftegundanna að umtals- efni, þvi að hún skýrir oss frá, að allar teg- undir jurta og dýra hafi verið “skapaðar” jafn-snemma í aldingarðinum Edon, og inn fyrsti náttúrufræðingr, Adam heitinn for- faðir vor, hafl skift þeiin í flokka og geflð þeim heiti “hverju eftir sinni tegund.” — En þá verða menn líka að loka augunum fyrir sjálfri náttúrunni, og öll náttúruvis- indi verða þá heimska cin. En því viija menn vera að setja sig á þennan bibliu-háhest ? Kennir ekki biblí- an oss líka, að jörðin sé kyrr, en sólin gangi í kring um liana ? Og er nokkur maðr með viti sá, scm ncitar því nú, að jörðin gangi umliverfls sóiina, og að biblí- an liaíi því rangt fyrir séi’, þar, sem hún talar um sólina sem gangandi umhverfls jörðina ? Biblían heflr svo iðulega verið notuð af klerkum kyrkjunnar sem sleggja á nýjar skoðanir og nýjar uppfundningar, sem lifvörðr allrar erfiheimsku, hjátrúar og lilcypidóma; en liún heflr líka svo þráfald- lega fengið “blátt auga” iijá vísindunum, að liún fer að verða ófær til þessarar þjón- vtstu. Og það cr mjög óliyggilegt af kyrkj- unnar mönnum að reyna að reiða hana einlægt sem rothöggs-sleggju í höfuð frjálsri rannsókn. Yísindin verða aldrei til lengd- ar rotuð, og það verðr þá hætt við að það verði til að rýra álit “sleggjunnar,” ef hún reynist ónýtt vopn. Hitt er hyggilegra, eins og það líka er skynsamlegra, að viðr- kenna það, að það liafi aldrei verið tilgangr rita biblíunnar að vera vísindalegar fræði- bækr. Þctta játa líka nú orðið víðsýnustu guðfræðingarnir. En það hefir ekki geng- ið baráttulaust, og það er óefað eftir að slá marga brýnu enn í þeim teig. Það er nú meira en þriðjungr úr öld síðan Darwin gaf út. ið mikla og rnerki- legaritsitt: “Um uppruna tegundanna.” Með því riti fékk breytiþróunar-kenning- in (Evolution theory) eða afkvæmis-lcenn- ingin (Theonj of Deecent) fastar fætr á að standa, Það cr ckki*úr vegi hér að skýra fvrir lesendunum, sem mörgum hverjum mun ekki vera það ljóst, hvað “tecjund” er. Það er ekki svo létt verk að skýra þá . hugmynd og skilgreina, svro að vel sé. Vér skulum taka dýraríkið til dæmis. Þar eru þau dýr kölluð ein tegund (species), sem eru hvert öðru lík í öllum verulegum at- riðum að líkamsbygging til, og hafa öll sérstök (spedal) einkenni, sem aðgreina þau frá öllum öðrum dýrategundum; og er það álitið, að öll dýr af sömu tegund, þótt þau dcilist í nokkuð afbrigðilcgar greinir, sé þó runnin frá sameiginleguin frumfor- eldrum. Þannig cr t. d. smávaxni íslenzki hestrinn, stóri skozki hestrinn og í’ennilegi arabíski hestrinn allir ein og sama tegund. Fleiri tegundir dýra, sem hafa mörg aðal- einkcnni sameiginleg, einkiun ytra lögulag, eru cinu nafni neíndar dýra-ltyn (.r/enus). Þó eru tcgundir þær, sem lieyra til sama kyni, ekki álitnar komnar af sameiginleg- um frumforeldrum; cnda er það talið eitt aðal-kcnniinerki tcgunda, að dýr af sömu

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.