Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 12

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 12
(10 ÖLDIN. EYJAN MÖN. Eyjan Mön eða Maney liggr norðarla í Irlandshafi úti fyrir Silvegsfjarðar- mynni á Englandi, en suðr og austr frá Belfast á írlandi. Isle of Man eða eyjan Mön cr 588 fcrli. kílömctr á st'ærð og hálend, hæsti tindrinn 2000 fet ensk yfir sjávarmál. Hún ar aflöng og liggr frá norðaustri til suðvestrs, og er 33 mílur enskar á lengd, og alt að 12 mílum enskum á breidd, þar sem hún er breiðust. Eyjan var sjálfstætt konungsrlki til forna og var þá einatt þrætuefni konunga í öðrum ríkjum. Noregskonungar lögðu hana undir sig og lá hún undir þá um iiríð, þar til þeir létu hana af hendi 1266 til Alexanders Skotakonungs. Enn í dag má sjá ýmsar menjar Norðmanna-veldisins þar á eyjunni; einkum eru ýmis þau staðanöfn þar enn tíðkuð, er auðsjáan- lega eru af norrænum uppruna. Nú cr al- mennt talið, að Mön sé einn hluti Breta- ríkis; en það er hún þó í raun réttri ekki, heldr er liún enn í dag sjálfstætt ríki, sem að eins stendr undir brezkri vernd. Lands- menn kalla sig heldr ekki Englendinga, heldr Manarmenn, enda eru þeir eigi enskir að kyni, heldr gælskir eins og Ilá- Skotar, en það er keltneskt kyn. Eigi hafa þeir heldr iög og réttarfar sama sem Englar, heldr hafa þeir löggjafarþing sjálfir; það eru tvær málstofur; efri deild- in heitir Cuuncil eða ,,ráðið“ og eiga þar ýmsir æðstu embættismenn landsins sæti fyrir sakir stöðu sinnar; neðri dcildin er fulltrúaþing og nefnist Housc of Kuijs (Ivkla-húsið); þar eiga sæti 24 kjörnir fulltrúar. Þegar báðar þingdcildir liafa sam- þykt lög og þau liafa fengið konunglega staðíestingu, öðlast þau þó eigi gildi f'yrri en þau hafa verið þinglosin í heyranda hljóði bæði á ensku og manversku (gælska tungu). Þinglestr þessi fer svo fram, að báðar þingdeildir koma saman á sameigin- legan fund á Þingvallar-hæð (Tjnvuhl Ilill) 5. dag í Júií-mánuði; cða þann 6., cf sunnudagr er þann 5. Þingvallar-hæð er hjallamynduð, livcr brekltan fvrir ofan aðra og fietir á milli, og liggr hún á miðri cy. Fyrr meir lá hár múrveggr umhverfis alla hæðina, og tvö hlið á; en nú er hann allr fallinn. Hjallarnir á hæðinni eru fjórir, og þar eiga þingmenn að vcra uppi; en' efst á hæðinni er stóll settr handa landstjóra (Lieutenant Governor). Þingvallar-dagr- inn er helgidagr fyrir alla eyjarskeggja; byrjar þingiestrar athöfnin með guðsþjón- ustu í kyrkju einni skamt þar frá; en það- an ganga þingmenn svo í fylkingu til hæðarinuar. Flestir eyjárslceggjar, sem þvi geta við komið, eru þar og við staddir þennan dag. Þessi samkoma á Þingvallar hæð er eldgömul og stafar án efa frá Norðmanna tíð. Tjn- er auðsjáanlega sama orðið sem ,,þing,“ og Tynvald minnir oss undir eins á Þingvalla nafnið á íslandi. Þingvallar- fundr Manverja inn 5. Júlí er og ávalt haldinn undir berum himni, og er það einnig vafalaust siðr, sem við liefir liald- izt frá fornöid; því að sá var siðr Norð- manna (og íslendinga) til forna. Man-ey hefir og að nokkru leyti sinn fána út af fyrir sig. Á ýmsum höfnum í inum stærri borgum í Englandi má stund- um sjá gufuskip með blaktandi fána, scm að vísu er enski fáninn, en þó með viðbót nokkurri eðr tilbrcyting, því að í miðjum fánanum eru þrír mannsfætr, og settir svo saman að þcir mynda kross; þetta er fáni Maneyinga, og eru inir þrír fætr skjald- merki eyjarinnar; nrá sjá þá markaða á marga hluti á eyjunni, svo sem bækr, vasa- klúta o. s. frv.; oftast er þá dreginn maðr þrífættr — Mr. Threelegs (o: herra Þrífiit) kalla Englar hann. Herra Þrífótr cr sýndr í margvíslegum myndum og tilfellum; stundum cr hann sýndr á járnbrautarskrif- st-oí'u og cr að kaupa farbréf, en þeir heimta þar af honum hálft annað fargjald;

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.