Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 2

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 2
50 ÖLDIN. Sem skrugguljós brýzt gegn um skúraloft svart Um skýjaða sumarnótt óvænt og bjart, Svo veginn þér fram undan veiztu. Það sá, er um afrek og íþrótt var rætt, Þann eld, sem það hafði í brjósti þór glætt, Sem skein þér úr auganu skíra ; Þó ekki við hrollinn þann yrði það vart, Sem ólgaði’ um taugar og hársrætur snart- Sem vestrænan vorskóginn hýra. Og ennið þitt höfðinglegt, heiðslétt og bjart I huga þess læddi inn von um svo margt, Sem biði rétt stunda og staða. Það fann, að sér uppvakti unað og fjör Inn ómþýði hlátur frá brosmildri vör Og glettnin í auganu glaða. Og höndin þín kvennleg, sem Avít var og feit, Svo kærleikans-mjúk og svo einlægnis-heit, Svo hæf til að styðja og hjúkra, 011 vandræði fanst því að gæti hún greitt, Og geirinn, ef þyrfti, eins hæglega reitt Sem hagræða hægindi sjúkra. En sjálf maztu veröld og virtir þinn dug Með vaxandi kraftanna örugga hug, Sem yrkir á afl sitt og giftu, Unz forlögin réttu út fárrama hönd Sem frostnótt á sumri’ yfir akur-lönd Og kjarna þíns lífs hurtu kipptu. Og þá lagðist hnignun og haustlegur blær Á hugsun og svip þinn. og ómurinn skær Var horfinn og hláturinn létti. Og dagsverki hverju þín eftirsókn í Var einungis lúinn, sem stafar af því; Hann farg yfir sorgirnar setti. * * * * ■* * * * * Með sigursins kjark get ég kvatt sérhvórn mann Mér kæran, í lífinu’ er naut sín .og vann, Sem tálmun frá takmarki ryður ! Og ætti’ eg að hugsa mér liæfari stað, Ég helga’ honum kraftinn og atgervið það, Sem forsjónin niddi hér niður. Þeir kalla það ofdirfð að þræta við þann, Sem þessum heim stjórni, sem ráðin öll kann, Sem velji þann veg, er sé beztur. Þótt hann réði dóm, á ég djörfung og mál Að deila um hverja lians glötuðu sál! Ei skiftir, livers mdttur er mestur. Fyrir komandi öld skýt ég okkar sök, Sem eitt sinn skal meta og dæma vor rök, Og öruggur úrslita beiðist, — Því mannkyn moð framtíma forða mun sér Að fargist eins margt, það sem gervilegt er, Þá fordóma arfleifðin eyðist. * * * * * * * * * Nú hef ég þá kvatt þig'—en heimskan í lýð, Sem heyrir það, æpir, ég kveði’ um þig níð ! Ei þín vegna’, en þó fyrir aðra Ég get ekki nafns þíns — þann flaðrara fans Þú fj'rirleizt sjálf, yfir leiði hvers manns Sem leirugum loftungum blaðra. III. “CONTRACTARANS” LAND. Komdu sæll! ég kenni þinn “Kontraktaða” vinslcapinn. Biddu, lagsi! láttu mig Lesa upp samning þinn við mig. Þótt þú sjálfur sáttmálann Semdir, betr skil ég hann. Mátaður þú við barlóms borð Býður sleikju’ og hlýleg' orð Mér — þér lig'gur lífið við — Ef lappi’ eg upp á málefnið. “Málefnið !” — það orð er agn; Þú að eins meinar : sjdlfs þíns yagn ; Veizt ég tæki til þess á; Takist þér í þau að ná, Henda muntu þeim frá þér Þakkarlaust, nær búið er. Sýnirðu þá á launum lit, Leigan verður arg og strit. Eftir þinnar þarfar stærð' Þín er verðlagsskráin færð Viti manns og verðleik á............ Við því starfi tek ég þá, Finni’ eg nolckurn þráð í þvi, Þig þó sé hann flæktur í. Ei við þig ég þrátta. grand. Þetta’ er kontraktarans land ! Sjón ei gafst þér glögg né víð, Sem grylli meira’ en land og tið. Þjóð og land og þú og alt — Það er “upp d kontrakt” fa.lt! Trú og pólitíkin er Tekin “'upp á kontrakt” hér, Loka-ráð og hugsjón há Hangir uppi kontrakt á. Landið okkar ætla’ eg grey Hjá öðrum löndum — Sussu, nei! Fjölrædd heimsins framför er, Frelsi’ og - menning komin hér

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.