Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 11

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 11
ÖLDIN. 59 inu 2 —i -10—25G —6553G—1294907296 o. s. fív. Auðvitað cr lu'r átt við mögu- leikann til mestrar aukningar í báðum tilfellum. En afleiðingin er auðsæ: hún cr sú, að ef engar náttúruhindranir og bágar á- stæður drægju úr fjölgun þcirri, semmann- kvninu er eðlileg, þá mundi mannkynið ijölga miklu hraðara, heldr en svaraði mcgni jarðarinnar til að auka framleiðslu sina, svo að munnarnir, sem metta þyrfti, yrðu skjött miklu flciri hcldr en j'jrðin gæti mettað. Með öðrum orðum: náttúr- unnar borð er cigi svo ríkulega ívttum sett, að það geti mettað alla s'na gcsti. Bjargarleysi og hungrdauði væru því <5um- fiýjanleg forlög inannkynsins, ef það fjölg- aði svo, sem því or eðlilcgt að fjölga, ef ekkcrt tckr í taumana. En nú er margt, sem hér kemr til'greina. Sjúkdómar (sem snciða mætti að miklu leýti lijá með skyn- samlegum lifernisháttum); hernaðr og mannfall í orustum; örbirgð og skortr á nægu og hollu viðrværi og aðbúnaði — alt þctta drepr urmul barna og fólks á öllum aldri og dregr þannig úr inni eðlilegu mannfjölgun. Mcst gerir fátæktin að vcrk- um ; þvi að ina forsjálu og samvizkusömu menn hindrar hún ýmist í að auka kyn sitt eða þá veldr því að þoir kvongast svo gamlir, að börnin verða færri, en ella mundi, cf menn hefðu ráð á að kvongast yngri; en fyrir inum óforsjálu veldr hún þvi, að barnadauðinn, fyrir laklegan að- búnað, verðr miklu meiri cn vera þyrfti. Ilins vegar hafa inir gáfuðustu og ötulustu, þcir scm bczt cru úr garði gerðir til sálar og likama, bezt færi á að komast af í heim- inum. Af því að náttúran gctr ekki rcitt nóg á borð fyrir alla, sem fæðast og f'æðzt gætu, þá verðr samkeppni mikil um að ryðjast fram að borðinu og rífa í sig, og þar bera þcir sterkustu sigrinn úr býtum. Þetta er “baráttan fyrir tilverunni,” og í henni verða þcir undir, sem veikastir era eða á einhvern liátt lakast lagaðir fyrir baráttuna. Að séra Malthus hafi skjátlað nokkuð í þvi að ákveða hlutfollin, sem áðr eru nefnd, kemr nú flestum sáman um; en hitt er víst, að aðalatriði kenningar hans, það, að framlciðsluhæflleiki jarðarinnar gcti ekki haldið áfram að aukast nærri eins hratt eins og fólkinu 'jaiti lialdið áfram að fjölga, þcgar heppileg skilyrði eru fyrir hendi, er rétt. Oss kemr hér ckki við að fara lengra út I Malthusar-kenninguna eða athuga af- leiðingar hennar og það, hvernig við þcim sé réttast að sporna. Hitt or oss nóg hér, að vekja athygli á “baráttunni fyrir tilverunni.” Það er hún, cða kcnningin um hana, scm vakti Danvin og fékk þýðing fyrir liann og hans fræði. Nú bcr þess að geta, að einmitt um þessar mundir varð stórkostleg breyting á jarðfræðinni cða réttra sagt þekkingu manna á lienni. Þcir sem lesið liafa ina einkar-hugðnæmu ritgerð Jónasar Hall- grímssonar i “Fjölni” : “Um eðli og upp- runa jarðarinnar,” vita, að á þeim timum var það almenn skoðun náttúrufræðing- anna, að á jarðhnettinum hefðu átt sér stað margar ákaflegar byltingar, og að í þeim liefði í livert sinn alt lif á jörðunni dáið út, en nýjar verur (dýr, jurtir) verið i hvcrt sinn skapaðar á eftir hverri umbylting. Inn miklienskijarðfræðingr Lyell gaf um þetta leyti út ið merkilega rit sitt um “Undirstöðuatriði jarðfræðinnar.” í þcirri bók sýndi hann fram á, að það væri engin ástæða til að hugsa sér allar þessar stór- byltingar; það væri hægt að skýra alt mcð stöðugum vcrkunum smárra orsaka; að eins yrðu menn þá að hugsa sér miklu iengri tið, sem gengið liefði til jarðmynd- unarinnar. I staðinn fyrir þúsundir ára yrðu mennað gera ráðfyrir millíónum ára. Þessi kenning Lyell’s hafði án efa mikil árhrif á breytiþróunar-kenning Dar- wins. [Framh. næst].

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.