Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 16

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 16
ÖLDIN. (U scm cftir st 5ð af bolnum, var 330 fcta hátt og 55 fet að ummáli cfst, þar scm það liafði brotnað sundr; en 125 fet var bolrinn um- máls fyrir ofan rót. Þctta tré liefir ckki gctað minna verið, er það var heilt og full- vaxið, en 450 fet á hæð. Nokkrir vísinda- menn híifðu metið aldr þess 3000 ár; en síðar vóru árhringir þess taldir, og 'reynd- ist þá aldr þess ekki fult það. Jarðvegr- inn í þessum hlut álfu vorrar er myndaðr við eldsumbrot, og fræið að þessum stór- vöxnu tr.jám hefir hlotið að þroskast í jarð- veginum meðan yflrborð hans var heitt. Þctta heflr verið snemma á iildum um það lcyti sem Klettafjöllin vóru að myndast, áðr en Aztecarnir (inir merkilegu frum- byggjar þessa lands) vóru enn komnir til sögunnar á hnettinum. [Eftir “Boston Transcript”]. RITSTJÓRA-SPJALL. Mr. Ernest Hart heflr í “Atlantic Monthly” í Nóv. ritað grein um “Spectac- led Schoolboys,” þ. c. skólapilta með gler- augu. Hann segir, sem satt er, að það só að verða æ almonnara og almennara, að að skólabörn gangi með gleraugu, og sé það alment áiit, að þetta sé vottr þcss, að sjón æskulýðsins só að förla í samanburði við það sem áðr hafl verið. Þetta sé þó alls ekki rétt ílyktun. Hvað gleraugu só nú miklu tíðari en áðr, það segir hann sé að þakka vísindalegri framför sjónfræðinn- ar (“ophthalmology”), þvíað nú viti menn að ýmsir sjúkdómar unglinga stafl af galla á sjóninni, og geri því við þeim; en þetta samband milli sjóngalla og sjúkdóma liafl menn eigi þekt áðr. Það er einkum í æsku að það er ýmsum nauðsynlegt að bera gler- augu, því að með því má í tíma gera við ýmsa sjóngalla, sem annars geta orðið æfl- langir. Það er því líklegt að það, að gler- augu eru nú svo títt notuð af unglingum, leiði til þess, að það verði einmitt fágætara að fullorðnir menn þurfl að nota gleraugu. —- Út af þossu dettr oss í hug að mirínast ofrlitið mcira á sjónina. Það er ekki hver maðr meðal lesenda vorra, sem veit, hver orsökin cr til þess, að maðr sér illa nálægt sér, en betr lengra frá sér (er fjarsýnn); eða til þess, að annar sér vel ná- lægt sér, en illa lengra frá sér (er nær- sýnn). Orsökin til þess, að maðr er fjarsýnn (sér illa nálægt sér), er sú, að augasteinn- inn er of flatr ; við því má gera með því að nota gJeraugu, sem stækka ; í þeim eru glcrin þykkust í miðjunni, en þynnri út til randanna. En ef maðr er nærsýnn (sér illa frá sér), þá er orsökin in gagnstæða^ þ. e. sú, að augasteinninn er of kúptr; við því má gera með því, að nota smækkandi gleraugu; í þeim era glerin þynst í miðju, en þykna út til randanna. Nú hafa augasteinar manna vanalega tilhneiging til að verða flatari með aldrin- um; því er það altítt að þeim, sem eru nærsýnir í æsku, batnar það með aldrin- um; þeir geta því notað smám saman veik- ari og veikari gleraugu, og að lokum alveg hætt við að hafa nein gleraugu.—Þeta hefi ég sjálfr reynt; þegar ég var 15—16 ára sá ég svo illa frá mér, að ég þekti varla kunn- ugan mann þvort yflr stræti; en ég sá vel á bók án þess að hafa liana sérlega nærri mér. Ég varð því að nota gleraugu úti við, en las aldrei nö skrifaði með þeim. Auk þess var augnasjónin misjöfn, svo að ég varð að hafa talsvert sterkara gler í vinstra auganu (nr. 18concave) helðr eii í hægra auganu (nr. 22 concavé). Ég not- aði gleraugu fram yflr þrítugsaldr, en þó veikari in síðari ár. Þegar ég var orðinn eitthvað 34 ára, var ég farinn að sjá svo vel, að ég hefi ekki liaft gleraugu síðan að staðaidri; og það sem merkilegast er, mun- rinn á sjón hægra augans og vinstra aug ans er orðinn miklu minni en hann var.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.