Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 29

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 29
ÖLDIN. 77 Um sama leyti nætrinnar söfnuðust saman Austrbotnsmenn og annað lið, er storma skyldi kastalann. Yínkerin gengu milli þeirra, og þ<5 hófsamlegar en endra- nær, því að árvekni konungsins leyfði enga óforsjálni. Fjöldi manna kom úr ýinsum deildum hersins og beiddi leyfls að mega taka þátt í inu djarfa fyrirtæki. Allir voru öruggir og væntu bæði fjár og frægðar. Síðastr þessara sjálfboða var ungr maðr, hár og bjartr, djarflegr og glaðlegr á svip. „Skruggur og skoteldar ! en þú það, Bertila ?“ kallaði inn lági og gildi Larson, fyrirliði Austrbotnunganna, þegar hinn kom inn. „Eins og þú sérð,“ svaraði ung- lingrinn og greip hönd iians og skcik í fylsta trúnaði. „Nei, nú gengr yflr inig ! Piltrinn ætlar ekki að hlífa nýja lautenants-bréflnu sínu. Er það liugr! En ekki get, ég að því gert, lagsmaðr minn sæll, svei þeim dropanum sem ég á eftir í flöskunni. En hvað gengr á fyrir þér, hefirðu breytt- nafni þínu, Bertel ? Hvaða hrærigrautr er það, hvorki sænska né flnska ?“ „Það skeði við Breitenfeld, “ svaraði Bertel og lá við að roðna, „iagsmenn mínir liafa lengi kallað mig svo, og — það er styttra. „Það er rugl og hégómi; þú ert ekki of góðr að bera bóndana.fn, þó þú sért orð- inn fyrirliði.“ „Er iiúið að varpa hlutunum?“ spurði inn ungi maðr, en svaraði ekki liinu. „Nei, þú kemr mátulega til að freista hamingju þinnar.“ Það átti að varpa lilutum um yngri fyrirliðana, seni allir liöf'ðu beiðst, þeirrar sæmdar, að fá að gera ina fyrstu háskalegu njósnarfor. Hjá því varð ekki komist. - Hlutimir voru hristir í stálhúfu; fjórtán liendr voru á lofti til að grípa þá, og inn eini öfundsverði, sem hlaut, var Bertel. „Gáðu nú vel að þér, drengr minn,“ sagði Larson. „Skruggur og skothlunkar! Mundu eftir því, að kastalinn er f'ullr af kristsmunkum. Yið hvert fótmál þitt er fallhlemmr, í hverjum róðukrossi er fólginn daggarðr, og í sama bili og æft er sigróp, heyrist hvellr, sem sprengir sigrvegarann í lof't upp.“ Klukkan var yflr fjögr um morguninn og enn var hálf stund til dags. Bertel fékk sjö menn til forráða, og skipun um að rann- saka kastalann, svo nærri sem hægt væri að komast. A meðan biðu hersveitirnar inni í girðingunni, búnar tlí taks við fyrstu 'bendingu. Nóttin var niðdimm. Bertel og hans menn læddust að vindubrúnni og fóru svo varlega, að varðmenn keisarans urðu þoirra ekki varir. En hver vill iýsa undrun hans, er hann fann að brúin lá kyr yflr dýkið ?* Hann nam staðar í fyrstu sem ráðviltr, því hann mintist orða Larsons. Skyldi þetta vera veiðisnara ? Alt var hljótt. Bertel gekk örugt en þó hægt og hægt yflr brúna. „Wer da?“ (hver þar?) æfti varðmaðr í keisarans liði með þrumurödd. „Sænskir menn !“ svaraði Bertel og klauf þann sem kallaði í lieila niðr. „Kom- ið, félagar, kastalinn er unninn!“ Inir sjö þustu yflr á hæla honum. Fyrir innan vindubrúna stóðu 200 hermenn keisaraliðs- ins á verði. Þeir urðu hremdir og ráðvilt- ir og liugðu víst að allr sænski herinn va;ri að koma yflr brúna. Þeir freistuðu í skyndi að ná aftr borghliðinu, en inn hugprúði fyrirliði og menn hans hopuðu hvergi. Það var Bertel til liðs, að svo var dimt í liliðhvelfingunni, að enginn þekti vin frá óvini, og hittu keisarans menn eins hverjir aðra, sein óvini sína, livar sem þeir hjuggu og stungu. Þröngin varð slcjótt svo mikil við hliðið, að engu sverði varð við komið til höggs, og munaði litlu, að inir ofrhug- uðu aðkomumenn yrðu nístir til bana við veggiiin af' þunga inna jámklæddu her- *) Sumir sagnan^enn hafa ritað, að brúnni liefði ekki orðið lyft sökum mannabúka, sem lágu á henni eftir bardagann,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.