Öldin - 01.11.1894, Page 6

Öldin - 01.11.1894, Page 6
166 ÖLDIN. J).'i er það öldungis rétt, að jarðeign vor er takmörkuð, en eins og enn er ástatt, alt að því, ef ekki alveg ótakmarkaður inælir af- urða jarðarinnar, sem vér getum fengið hjá öðrum þjóðum. En hvernig geta svo þessir menn samrýmt þessa kenning sína við þann úrskurð Rousseaus, að enginn maður goti liagnýtt sér nokkurn blett jarð - arinnar nema með samþykki allra samtíða jarðarhúa ? Oss kemur það einhvernvegin þannig fyrir, að þótt gengið væri til mis- litrar atkvæðagreiðslu, þó Evrópu þjcið- iiokkar allir, Hindúar, Kínar, Negrar, Ind- iánar, Maorar (Ástraliu frumbyggjar) og allir aðrir ílokkar jarðarbúa, þótt þeir allir kæmu saman 4 kjörþingum og úrskurðuðu með atkvæðum sínum, að vér ættum ekk- ert með land vort, — þó þetta væri gert, finnst mér einhvern vegin, að ckki cin cin- asta mannskepna mundi hreyfa sig til burt- fiutnings, en að vér þvert 4 móti mundum reyna að standa fast fyrir og hrinda þeim burt, sem að kæmu, til að bera oss út úr húsi. Ef eign jarðar cr ómöguleg nema mcð slíkum allsherjar samþyktum, þá er auð- vitað að sigurvinning, það er að segja sú athöfn, að taka einhverja eign með valdi, veitir sigurvegaranum engan eignarrétt.En af því vér álítum réttmæti kenningarinnar um allsherjar samkomulag nokkuð efa- blandið, ekki siður en óþægilegt í fram- kvæmdinni — þetta, að N. N. geti engan hlut átt ncma hann liafi til þess greinilegt jáyrði allra manna 4 jarðríki — þá dettur oss I hug að athuga, livort nokkur gild á- stæða er til að segja, að sigurvinning færi engan eignarrétt með sér. Setjum svo, að sjóræningi hafi á fyrri árum ráðist á kaup- skip austur-Indlandsfara, hafi rækilega orðið undir í viðureigninni og mátt til að gefast upp. Eftir að hann svo hafði lilaup- ið fyrir borð eða verið hengdur, átti þá Indlandsfarinn og hásetar hans engan rétt til eignanna, skipsins og þess er það hafði að geyma — frá siðferðislegu ekki síður en lagálegu sjónarmiði skoðað ? Ef þeir nú höfðu rétt til eignanna, hver er þá munur á að komast að eignum þannig, eða með sigurvínningum í stríði tveggja eða fleiri þjóða, þegar enginn annar vegur er til að binda enda á þrætumál þeirra ? Sigur- vegarinn tekur undir sinn verndarvæng svo og svo mikinn landfláka hins yfirbug- aða og lieimtar hann til eignar sem borgun fyrir frið. I raun og veru er slík eign þá ekki tekin með valdi, heldur er hún látin af hendi samkvæmt samningi, því friður- inn, sem á móti kemur er álitinn fult and- virði eignarinnar. Það er ckkert vafamál, að eignarrétturinn verður bygður á samn- ingi. En þó því sé slept, sjáum vér samt ekki stórvægilegan mun á ástæðunum. Þegar málsaðilarnir lögðu út í styrjöldina, var þeim fyllilega Ijðst, að þeir með stríð- inu lögðu málið í gerð, gerð, þar sem afl réði úrslitum. Málsaðilar eru skyldir til að framfylgja úrskurði þeirra manna, ei’ þeir hafa kjörið fyrir dómendur, og þess vegna er sá úrskurður bindandi öldungis eins og samningur, ef samningur á annað borð nokkru sinni er bindandi. Ef þetta mál er rætt, eins og oss virð- ist réttast, frá sjónarmiði reynslunuar, en ekki frá sjónarmiði ímyndaðra orsaka og afleiðinga, sýnist margt mæla með þeirri skoðun, að afl það, sem yfirbugar alla mót- spyrnu og gerir hana þýðingarlausa, færi með sér eignarrétt. Það er því skoðun vor, að skaðlegt sé að reyna að rjúfa gildi þess eignarréttar, sem í fyrstu var bygður á afli, en sem staðið hefir um marga manns- aldra, og sem ótal samningar hafa verið bygðir á. Þjóðfélagsins vegna ekki síður en einstaklingsins, er það óneitanlega heppilegast, að takmarkaður sé tlminn, sem leyfilegt er að hegna manni fyrir rétt- arbrot. Það er ekkert eins banvænt fyrir göfugt lunderni, eins og langrækin hefni- girni. Ekkert sýnir barbariskt ástand þjóð- félagsins eins greinilega eins og framhald- andi ofsókn til hefnda, mannsaldur eftir

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.