Öldin - 01.11.1894, Page 10

Öldin - 01.11.1894, Page 10
170 ÖLDIN mannastéttin hafi til orðið fyrir sigurvinn- ingar, segir hann: “En hvernig varð J.ossi mismunur, til í ríkjum, eins og Þýzkalandi til dæmis. þar sem engir sigurvegarar komu til lands til að skapa aðalsmannastétt til að ríkja yfir yf- irbuguðum og þrælkuðum lýðnum? Upp- runalega sjáum vér á Þýzkalandi flokks- lieildir af fijálsum og óháðum bændalýð, á líkan liitt og enn á sér stað í Uri, Schwyz og Unterwaldcn. En við lok miðaldanna sjáum vér þar aðalsmanna stétt gróðursetta og alþýðu bcygða undir enn þyngra þrælkunar-oki, heldur en á Englandi, Italíu og Frakklandi”. Svo fer höfundurinn sjálfur að leysa úr spurningu sinni, og er svar hans á þá leið, að með viðurkenning einstaklings- eignar á landi íyrir utan takmörk flokks- eignanna hafi til orðið eríðaréttur. Á þann hátt hafi með tímanum myndast ein- staklings landeign samhb'ða sameiginlegri landeign flokkanna. Það má að sjálfsögðu búazt við, að það hafi ekki verið nema til- tölulcga fáir, sem höfðu kjark til að brjót- ast út fyrir takmörk flokkseignanna og nema land og yrkja, eða til að verja það, þar úti í óbyggðunum eftir að hafa unnið sér fyrir cignarréttinum. Þeir, sem dug- legri voru, af þéssum frumbyggjum, smá juku eign sína, ýmist mcð því að nema nýtt hindog yrkja, cða taka það frá þeim sem duglausari voru. Þessir menn voru óháð iröllum flokkslögum, gulduenga þáskatta, er heimtaðir voru innan takniarkaflokksins, en höfðu eins marga vinnumenn, eða þræla og giæddu þar af leiðandi meira fé. Sjálfir þurftu þeir, eftir að hafa náð ákveðnu stigi, ekkert að vinna, en skemtu sér á dýraveiðum, fóru í herferðir þegar þcim leizt og sátu við hirð konungs þegar þeim svo sýndist, sem óháðum ríkismönnum, eða aðalsmönnum sæmdi. í millitiðinni þok- uðust bræður þeirra, sem bjuggu á fiokks- eigninni og voru öllum flokkslögum og skyklum háðir, ekkcrt áfram. Þeir hjuggu í sama farið, ræktuðu sama blettinn, ár frá ári og þar við sat. Þeír gátu ekkert fært út kvíarnar. Það er auðvitað að eftir að þessi að- alsmanna stofn var fenginn, hafa þeir margir hverjir haft í framini bæði vélræði og ofbeldi til að ná bújörðum umkomulít- illa nágranna, jafnframt því, er þeir numdu og yrktu nýja og nýja spildu af ó- byggðu landi, sem enginn helgaði sér, Eigi að síður or af þessu Ijóst, að mismunur landeignanna á fremur rót sína að rekja til framrásar í iðnaðien til hermennsku og liersira ofbeldis. í öðru lagi bendir M. de Laveleye á, að ltyrkjan hafi verið gráðugur hákarl innan flokkseignanna. Samkvæmt flokks- lögunum mátti enginn flokksmaður selja eða ánafna öðrum eign sína, eða réttara sagt, sinn hluta af flokkseigninni, nema með samþykki flokksbræðra sinna. En hér var kyrkjan undanþegin. Það var hver og einn frjáls að selja henni eða gefa sinn hlut í flokkseigninni, án þess að skýra öðrum frá. Þegar þannig var umbúið og á þcim tíma þegar trúar-ákafinn var svo mikill, þá var það ekki sjaldan, að flokks- mennirnir arfleifðu kyrkjuna að eignum sínum, ekki einungis að húsinu og hinu umgirta svæði urahverfis það, heldur einn- ig að sínum hluta í mörkinni innan tak- marka félagseignarinnar. Þannig varð ábótinn eða biskupinn smámsaman sam- eignarmaður bændanna. Má þá nærri geta hvernig rjúpunum reiddi af, er slíkur haukur var kominn í hi’eiðrið. I þessari bók sinni segir þessi sami höfund- ur, að jafnvel við lok níundu aldar hafl þriðjungur Frakklands verið orðið kyrkju eða klerka eign. En ef nú menn þeir, sem gáfu kyrkjunni eignir sínar, trúðu því, að með sálumessunni fen'gju þeir fullt verð- gildi eignanna, og þeir trúðu því áreiðan- lega, og ef klerkarnir trúðu jafn staðfast- lega, og þeir gerðu það án minnsta efa, að þeir mcð sálumessum og bænum létu af

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.