Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 22

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 22
182 ÖLDIN. Sögur herlæknisins EFTIR Zaeharias Topelius. GUSTAF AÐÓLF OG ÞRJÁTÍU- ÁRA-STRÍÐIÐ íslenzk þýöing eftir Matthías Jochumsson. Framb. “það er engin kápa, pað er messuliök- uH”, livíslaði Katrín, sem varla var búin að ná sér ef'tir ofboðið og óttann. “Ilver skrattinn, messuhökull! Jæja, taktu kápuna, ég fer í hökulinn. Ég skal tóna Dies irœ* í eyi'un á peirn, svo þeim skal heldur flnnast til”. I Jpcssu heyiðist margra mauna mál frá vopnasainum, og vakti það Larsen af lians prestlegu bngleiðingum. “Menn salina Jesúmunksins, og jþað er verið að leita hans ; J;að er nú úti fyrir okkur, oglilýzt jþað afþínu heimsku-masi”, bvíslaði Bertel óður og uppvægur. “Nú síður lifið á að segja ekki til sín. Af stað öll fjögur”. “Og latínan á undan”, sagði Larson. Þau gengu út öll. í vopnasalnum voru eitthvað þrjátíu sængur mcð sjúkum í, en einar tvær systur yflr þeim. Þetta var stór liuggun, en því ófriðvænlegra var það, að þeim mættu tveir munkar, sem skiftust ákaft orðum á í dyrunum þegar hinir ætluðu út. Þegar þcir sáu Larson með hölculinn og þrjá menrí mcð kufla á eftir honum, brá liinum góðu guðsmönnum í brún. Kafteinninn hóf upp hönd sína til að blessa þá og mælti hátíðlega : Pax vobiscum** og vildi ganga liægt og stilli- *) Dagur reiði, dagur voða, etc., frægur Kaþ. söngur. *'*') Friður sé með yður. lega fram hjáþeim, en í því stöðvaði hann annar munkurinn, leit á hann hátt og lágt og mælti: Æruverði faðir, hver er sá, sem heiðrar höllu vora á svo óvenjulegum tíma....?” “Pax vobiscum ’, svaraði hann aft- ur með gurhræddum málrómi. “Guðsmaðurinn Hierónymus skipar ykkur að syngja af öllum kröftiun—hans háæruverðugheit eru veikur— heflr tann- píuu”. “Við skulum íinna hans háæruverðug- heit”, sagði hinn munkurinn og gekk inn í innra herbergið. En hinn þreif í hökul Larsons og leit framan í hann, svo hinum leist ekki lengur á blikuna. “Quis es et quid vulLis ?"* spui'ði munkurinn og hvesti á liann augun. “Quis es og quid vultis!” svaiaðí lcafteinninn í fullkomnu fáti. ‘Qui, quas, quod, mcus, tuus, suus. Farðu til fjand- ans, þinn sköllóttr hræfugl!” grenjaði bann og gleymdi öllu gáti. Hann hratt nauðugum munkinum inn í herbergið og lokaði dyrunum. Síðan hlupuþau öll nið- ur í garðinn. Þar var háreysti mikil, æftu munkarnir með óhljóðum, en nunn- urnar tóku undir og fólksfjöldinn, scm fylti garðinn, tókaðhlusta. “Við erum farin” hvíslaði Katrín, “ef við komumst ekki á bak við að brúnni!” Þau runnu þangað — hávaðinn óx, þau fóru fram hjá vörðunum við stóra hliðið. “Halt, werda ?” “Pétur og Páll”, svaraði Bertel skjótt. Þau sluppu út. Til allrar liamingju lá gamla brúin niður. En allur kastalinn var í uppnámi. “Við steypum okkur í fljótið, nóttin er myrk og þeir finna okkur ekki”, sagði Bertcl. “Nei”, mælti Larson hátt “ekki skil ég við stúlkuna mína, J)ó hálsinn só í veði”. “Hér standa söðlaðir hestar, af stað!” “Á bak, þú hin indælasta allra nunna í Frankahéraði, í söðulinn ! 1) “Hver ertu og hvað viltu”. Larsons er svar vitleysa, eins og latína hans.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.