Öldin - 01.11.1894, Síða 23
ÖLDIN.
183
Að svo mæltu varp tíinn vaski kaf-
teinn sér í söðulinn og sveiflaði Katrínu
slqálfandi á bak fyrir framan sig. Síðan
þeystu öll af stað út í náttinyrkrið. En á
'eftir sér heyrðu þau óp og háreysti, og her-
klukkurnar lcváðu við í hverjum turni.
Öll Wurzborg hlustaði forviða og skildi
ekki í hver ólæti hefði yflr dunið, sjálfa
hina helgu nótt.
Bernliarð liertogi og Bertel.
Þrem mánuðum eftir þá atburði, sem
frá var sagt í síðasta kafla, hittum vér aft-
ur Bertel lautenant í forsal einum við liina
herbúðalegu smáhirð, sem Bernharð her-
togi Weimar hélt ýmist í Nassá eða ann-
arstaðar, þar sem hann þóttist þurfa að
sitja. Það er vordagur í marzmánuði 1633.
Aðstoðar foringjar gengu út og inn, og
hraðboðar skunduðu í allar áttir, því að
hertoginn hafði yflr að sjá rnikinn hluta af
Þýzkalandi sunnan og vestan og tímarnir
voru all-ískyggilegir. Hinn ungi fyrirliði
varð fyrst að bíða all-langa stund, en þá
var honum fylgt inn tii hertogans. Hann
leit annars hugaruppfrá skjölum sínum og
landsuppdráttum, eins og liann biði eftir á-
varpi, en Bertel þagði.
“Hver eruð þér?” spurði hertoginn
hart og þurlega.
“Gustaf Bertel, við finska riddaraliðið
hans hátignar”.
“Hvað viljið þér?”
Ungmeiinið blóðroðnaði við og svaraði
engu. Hertoginn tók ettir því og leit við
honum með óánægjusvip.
“Ég skil það”, sagði hann loksins,
“þér hafið að venju vcrið í barsmíði við
þýzku fyrirliðana út úr kvennamálum.
En ég þoli ekki slíka hluti. Hermaðurinn
á að geyma sverð sitt handa ættjörðu
sinni.”
r
“Eg liefi í engu barsmíði verið, náð-
ugi herra.”
“Enn verra en það? Þá eruð þér kom-
inn til að biðjast heimfararleyfis til Finn-
lands. Það fáið þér ekki; ég þarf manna
minna við ; þér verðið kyr, þar sem þér
eruð, lautenant. Farið þér vel.”
“Ég kem ekki til að biðja um heim-
fararleyfi.”
“Nú, hvern fjandann eruð þér þá að
erinda ? Getið þér ekki sagt það blátt á-
fram ? Fljótt og fáort! Felið prestunum
að lesa bænir, og stúlkunum að roðna!”
“Þér hafið, náðugi herra, tekið á móti
hring af Gustaf konungi.......”
“Þess minnist ég ekki.”
“.... sem hans hátign bað yður, lierra
hertogi, að skila fyrirliða einum við líf-
vörð hans.”
Hcrtoginn strauk hendinni um sitt
háa enni. “Sá fyrirliði er dauður,”
mælti hann.
“Ég er þcssi fyrirliði, herra. Eg varð
sár við Luzen og féll óðara í hendur keis-
arans mönnum.”
Hertoginn benti Bertel að ganga nær
sér, virti hann vandlega fyrir sér og sýnd-
ist ánægjulegri cftir.
“Lokið dyrunum,” mælti hann, “og
sctjist hér hjá mér.”
Bertel lilýddi, og varð brennheitur í
kinnum af óþreyju.
“Ungi maður,” sagði hertoginn, “þér
berið vitnisburðinn um kynferði yðar á
enninu, enda krefst ég eklci annara sann-
ana. Móðir yðar er bóndadóttir frá Stór-
kyro á Finnlandi og heitir Emerentia Ar-
onsddóttir Bertela.”
“Nei, herra hertogi. Sú kona sem þéf
nefnið, er elzta systir mín, borin í fyrra
hjónabandi föður míns. Ég hefi aldrei séð
móður mína.”
Ilertoginn liorfði á hann forviða. “Nú
þá,” sagði liann seinlega, um leið og hann
blaðaði í skjalaveski sínu, “við skulurn
samt tala um þessa yðar systir, Emerent-
iönu Aronsdóttur. Faðir hennar liafði
sýnt Karli kynungi níunda góða þjónustu