Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 1

Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 1
OÐINN 7.—12. BLAÐ ]ÚLÍ—DESEMBER 1922 XVIII. ÁR Sjera Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur. Þann 1. sept. þ. á. ljet sjera Ólafur Ólafsson af prestskap hjer í Reykjavík. Þar sem hjer er um að ræða fráför svo alkunnugs prests, sem lengi hefur starfað og mikið unnið, þykir vel við eiga að segja nú eitt- hvað frá því, sem á dagana hefur drefið öll þessl ár. En auðvitað er það ekki nema fátt eitt, og mest undan og ofan af, sem sagt verður frá í stuttu máli af svo löngu prestskapar- starfi, ekki síst hjá manni, sem starfað hefur eins mikið í kyrð og þögn á heimilunum, í sjúk- dómum, sorgum og þrenging- um, og sjera Ólafur hefur gert. Það er áreiðanlega ekki minsta, eða ómerkasta starfið, sem prest- arnir hjer vinna þannig, þó fæst- ar sögur fari af því, eins og eðlilegt er. Sjera Ólafur hefur verið þjón- andi prestur á 43. ár, varð kandídat með fyrstu einkunn 1880 og vígður í ágúst sama ár, og giftist skömmu síðar Guð- ríði Guðmundsdóttur prests í Arnarbæli. Fyrst var hann í Vogsósaprestakalli nær fjögur ár, síðan í Guttormshaga um 9 ár, og loks í Arnar- bæli í 10 ár, en þó þjónaði hann í 4'/* ár meðan hann var í Guttormshaga einnig Landprestakalli og Efri- Holtakalli, og var það mikil yfirsókn. Fríkirkjuprestur hjer í Reykjavík var hann svo ráðinn 1902 og vígði kirkju safnaðarins á sunnudaginn í föstuinngang, 22. febr. 1903. Þessi kirkja reyndist þó brátt of lítil, og var stækkuð, eða öllu heldur reist ný kirkja, sem hann vígði aftur 12. nóv. 1905, og er það sú kirkja, sem enn stendur hjer. Söfnuðurinn hefur vaxið mjög á þessum árum, svo í rauninni er kirkjan nú aftur orðin of lítil, enda hefur kirkjusókn ávalt verið óvenju góð hjá sjera Ólafi. Það eru ekki nein smáræðisstörf, sem prestur- inn hefur þurft að inna af hendi á þessum árum, eins og sjá má af því, að á þessu tímabili hafa fæðst í söfnuðinum 3360 börn, dáið um 1450 manns, fermd um 1550 ungmenni, verið gift 1112 hjón og auk þess haldn- ar um 1000 guðsþjónustur. Þetta verða undir 9 þús. ýmiskonar bein embættisverk, auk ýmsra annara anna og erfiðis, sem óhjákvæmilega eru því samfara, að rækja slíkt embætti vel og al- úðlega, svo að ekki er að undra, þó einn maður sje tekinn að lýjast á því, eftir 20 ára þjón- ustu í söfnuði, sem sjálfsagt má telja um 9 þúsund manns. Þó hefur safnaðarfólk aldrei kvart- að um það, að sjera Ólafur ynni ekki störf sín eins reglulega og eins vel og áður, heldur er það hann sjálfur, sem hefur óskað þess, að hætta þeim áður held- ur en hann fari að láta á sjá, og koma að söfnuð- inum ungum kröftum og óþreyttum, eins og hann telur honum fyrir bestu. Þó segist sjera Ólafur álíta, að ef vel eigi að vera í framtíðinni veiti ekki af tveimur prestum við söfnuðinn, eins og er hjer við dómkirkj- una, ef ekki eigi að vera hætta á því að slíta kröftum þessa eina um aldur fram. Auðvitað hafa prestsstörfin verið aðalstörf sjera Ólafs, en þó hefur hann einnig fengið afkastað all- Sjera Ólafur Ólafsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.