Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 2

Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 2
50 ÓÐINN miklu öðru, svo sem ýmiskonar ritstörfum, einkum þó meðan hann var í Arnarbæli. Þýddi hann þá t. d. Þjóðmenningarsögu Norðurálfunnar, Hjálpaðu þjer sjálfur, eftir Smiles, Foreldrar og börn o. fl. Auk þess hafa komið út eftir hann ýmsir aðrir bæklingar, fyrir- lestrar, ræður o. fl., og er einna kunnast erindið: Hvernig er farið með þarfasta þjóninn, og vakti það mikla athygli á sínum tíma og hafði mikil áhrif um land alt á meðferð manna á hestum og skilning manna á þeim málum öllum, og segir sjera Ólafur, að það sje það rita sinna, sem sjer þyki sjálfum einna vænst um. Auk þessa hefur hann skrifað mesta fjölda blaða- greina. Enn fremur kendi hann áður fyr mörgum pilt- um undir skóla. Segist hann minnast þess með mikilli ánægju oft, þegar hópur ungra manna dvaldist á heimili hans austur þar, að slíku námi, og mátti þá oft sjá um öll hús þar »mikla iðn og athöfn«, eins og segir í gamalli biskupasögu, enda minnast nemendur sjera Ólafs hans sem ágæts latínukennara. Auk þessa hefur sjera Ólafur allmikið fengist við opinber mál, og m. a. verið þingmaður Rangæinga 1891, Austur-Skaftfellinga 1901 og Árnesinga 1903— 1907. I því sambandi má og minnast afskifta hans af holdsveikramálinu. Um það skrifaði hann mikið á sín- um tíma í Isafold. Því þegar hann kom til prests- skapar í Holtin var þar mikil holdsveiki og skoðun fólksins þar þá sú sama og annarstaðar á þessari veiki, að hún væri ekki smitandi, og hagaði það sjer eftir því. Sjera Ólafur þóttist hinsvegar eftir öllu þar að dæma, sem hann sá fyrir sjer, vera viss um það, að veikin væri smitandi, en ekki arfgeng. Fór hann svo að safna ýmsum drögum um þessi mál, einkum um það, hvernig unt yrði að stemma stigu fyrir frekari útbreiðslu, með spítalastofnun o. s. frv. og benti í því sambandi á það, að eiginlega ætti holdsveika fólkið inni hjá því opinbera, þegar rannsakaðir voru reikn- ingar og eignir spítalajarðanna o. sl. Eins og kunnugt er urðu svo Oddfellowar til þess að hrinda af stað framkvæmdum í þessu máli og mintist höfuðmaður þeirra, dr. Beyer, einu sinni í ræðu á afskifti sjera Ólafs í þessu máli, og kallaði hann þar »manden som rejste hele bevægelsen*. Þegar sjera Ólafur er spurður að því, hvort hann hafi oft átt erfiða aðstöðu í prestskaparstarfi sínu, lætur hann reyndar lítið yfir því, og segir það gleymt og grafið. Mestu erfiðleikatíma sína telur hann þó mislingana og manndauðann 1882, landskjálftanna 1896, en þá fjellu hjá honum öll — 17 — hús í Arnarbæli á einni nóttut nema kirkjan, og svo mannskaðinn í Reykjavík 1906 —1907, og síðast en ekki síst spönsku veikina 1918- Eins og kunnugt er, varð allmikil hreyfing út af því, fyrst þegar sjera Ólafur var að koma hjer að Frí- kirkjunni og jafnvel allsnarpar deilur, og svaraði þá sjera Ólafur stundum allsnarplega fyrir sig og söfnuð sinn. En alt segir hann þetta gleymt og fyrirgefið nú, og segir að samkomulagið við Dómkirkjuprestana tvo hafi alla tíð verið hið ákjósanlegasta, og hafi þeir verið sjer hinir samvinnuþýðustu og alúðlegustu á allan hátt, eins og söfnuðir sínir hafi líka ætíð verið sjer sjerstaklega góðir, svo að hann hafi að því leyti verið mikill hepnismaður í starfi sínu, þó oft hafi það verið þungt og erilsamt. í trúmáladeilum hefur sjera Ólafur ekki tekið mik- inn þátt, en þó aldrei dregið dul á skoðanir sínar, enda þykir hann einn skörulegasti prjedikarinn hjer um slóðir, og segist fylgja enn hinni sömu stefnu, sem hann hafi fylgt í upphafi, og hafi nýjar hreyfingar, sem ýmsar hafi snúist þar á móti, ekki haggað þar sannfæringu sinni. Oft hefur verið farið fram á það við sjera Ólaf, að hann gæfi út einn árgang af prjedikunum sínum, en hingað til hefur hann ekki viljað það, og mundi það þó sjálfsagt verða vinsæl bók. Þó sjera Ólafur hafi nú talið rjett, að láta af hönd- um sjer hinn erfiðasta og annamesta söfnuð sinn, er hann ekki hættur að vera þjónandi prestur, því enn þá þjónar hann í Hafnarfirði og á Kleppi, en þeir söfnuðir eru miklu ljettari, en Reykjavíkursöfnuðurinn, og annaminni, svo að hann getur haldið þeim, þó honum þyki störfin hjer orðin sjer of erfið. En sjálf- sagt eiga menn oft eftir að heyra til sjera Ólafs enn þá — enda munu kunnugir telja hann í röð vinsælustu og merkustu kennimanna samtíðar sinnar hjerlendis. M Til G. M. læknis. Oft þú riftar dauðans dóm, djarft hann sviftir margri bráð. Hrumum lyfta’ úr heljarklóm handtök, gifta’ og líknaráð. ’/j 1919. Fnjóskuv. *

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.