Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 5
53 ÓÐINN þannig, aÖ hann hafði náð þeim tilgangi alls lífs sins og starfs og ráðlags, að skilja sem best við konuna sína góða og börnin sín kæru, og sjá þeim á allan hátt sem best borgið eftir sig látinn. — Sem eiginmaður og faðir var Þorsteinn að vísu ekki jafnaðarlega blíður á manninn; því að gælumaður var hann ekki; en bjargtryggur og traustur, ræktar- og umhyggjusamur var hann, og elskaði inst inni í hjarta sjer konuna og börnin ósegjanlega fast og heitt. Þessa ást sýndi hann meir í verki en orði; kom hún fram á börnunum f öllu því, er hann gerði og kostaði til að menta og manna þau sem best, og gera þau sem færust um „að lifa sjálfstæðu og farsælu Iífi“, eins og hann orðaði það; en á konunni kom ást hans fram í allri hans sífeldu hugsun og viðleitni um það, að búa sem best um hana eftir sinn dag, og einnig í því, að hann mátti eigin- lega aldrei eina stund af henni sjá. Bjóst hann lengi við, að fara sjálfur á undan henni, enda óskaði þess. Því að síðustu 20 árin gekk hann með þungan sjúkdóm og oft þjáningamikinn, upphaflega vatn í kringum hjartað, er Ioks dró hann til dauða. Tók hann sjaldan eða aldrei á heilum sjer allan þennan tíma, en vann eða var á ferli meðan til vanst, og barst af með af- burðaþreki og karl- mensku. Sótti hann þá, og æ, er þröngdi að, þrótt og hugsvölun, þolgæði og vongæði í „gömlu trúna", því að í henni lifði hann æ, og dó síðan. Þorsteinn átti marga smíðalærlinga, fjölda vina og kunningja, og var þeim öllum tryggur og dyggur vinur. Og þeir allir hugsa æ til hans með virðing og vinarhug sem eins hins mesta kostamanns, sæmdar- og nytsemdarmanns, fyrirmyndarmanns í mörgum greinum. Og blessa minning hans, með ósk um fararheill. — Þorsteinn Tómasson. Vatgerdur Ólafsdóttir, eiginkona og nú ekkja Þorsteins Tómassonar, er fædd í Viðey á nýársdag árið 1858. Foreldrar hennar voru: Ólafur Ólafsson, mjög mikilhæfur og merkur maður, sem lengi var fátækrafulltrúi og bæjarfulltrúi í Rvík, og andaðist þar háaldraður 12. nóv. 1911, og kona hans Ragn- heiður Þorkellsdóttir, dáin 7. sept. 1882, einnig frábærlega vel gefin, góð og merkileg kona. Voru þau hjón, Ólafur og Ragn- heiður, bæði ættuð austan úr Rangárvallasýslu, og þar fædd og uppalin. í Viðey eru og fædd öll hin önnur hörn þessara merku hjóna og alsystkin Valgerðar, sem eru: Ólafur fríkirkjuprestur í Reykjavík, Ólafía prestskona á Fellsmúla og Sigurþór þjóð- hagasmiður á Gaddstöðum á Rangárvöllum, öll mikilhæfir at- gerfismenn. Um það árabil, er Valgerður, og þau systkin öll fæddust, var Ólafur faðir þeirra ráðsmaður hjá Ólafi sekre- tera Stephensen í Viðey, og er svo frá sagt, að mjög hafi ver- ið kært þar með, „húsbóndánum" og ráðsmanninum, og'hvor- um fyrir sig þótt hinn vera öllum eða flestum fremri í sinni stjett, enda slitu aldrei vináttu nje trygð — tröllatrygð ■— með- an báðir lifðu. Og það sá og heyrði oft sá, er þetta ritar, þegar Ólafur bæjarfulltrúi mintist „húsbóndans sáluga í Viðey“, ■— og það gerði hann iðulega, þá viknaði hann jafnan við, og taldi hann um flesta hluti flestum framar. Valgerður, og þau systkin öll, eru uppalin að öllu með for- eldrum sínum, fyrst í Viðey, síðan nokkur ár á Eyði í Mos- fellssveit, en síðast og lengst í Reykjavík. Því að þangað fluttust foreldrar þeirra um 1872, er Ólafur sonur þeirra gekk inn í latínuskólann, sjálf- sagt í því skyni að geta betur staðið straum af honum, og mentað önnur börn sín; og þar, í Rvík, bjuggu þau svo æ síðan, fyrst um 2 ár í Hábæ, en síðan í Lækjar- koti langa æfi, og við þann bæ var Ólafur faðir þeirra jafnan kendur. Þar naut Valgerður, eins og hin syst- kinin öll, þeirrar mentunar, er þar var unt að fá; og heima, í Lækjarkoti, undir handleiðslu og stjórn afbragðs góðrar og myndar- legrar móður, hins besta uppeldis í öllum greinum við trú og dygð og dug og alla kvenlega góðkosti, reglusemi og þrifnað, iðjusemi, atorku og hagnýtni, fjölhæfni og vandvirkni, grandvarleik og mann- gæsku, heimilisprýði og rækt, og alla góða siðu. Þessir góð- kostir móðurinnar eru hjer taldir eftir samhljóða vitnisburði margra kunnugra manna, og svo mætri móður til maklegrar, loflegrar minningar. En margir ágætiskostir áttu líka heima hjá föðurnum, svo sem margir muna enn, einkanlega þó fjörið og tápið, þrótturinn og fjölhæfnin, trygðin og hjálpfýsin, ósín- girnin og ósjerhlífnin, snarræðið og úrræðagæðin. Með slíkum eða líkum mannkostum er Valgerður fædd, og við þá uppalin, enda er hún kona afbragðs gáfum og gæð- um gædd, jafnt sem eiginkona, móðir, húsfreyja og meðsystir. í kvennaskóla hjúskaparins og lífsins, nú í full 40 ár, hefur hún staðið sig svo, að fáar munu eins eða betur gera. í kvennaskóla Reykjavíkur var hún, á sinni tíð, með þeim fær- ustu og fremstu, og hann var henni laufljettur. En í hjúskapar og lífsskólanum hennar var mörg lexían þung, og þrautapróf mörg og mikil. Hún átti góðan og mikilhæfan mann, og í honum tryggan og traustan ástvin; en þau voru ekki lík í lund og framgöngu; hann ör, bráðhuga og svarharður, en hún að upplægi blíðlynd, hæglát og hógvær. Reyndi því oft á þolin- mæði og stillingu hennar um skapsmuni og viðmót, og munu Valgerður Ólafsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.