Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 13

Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 13
ÓÐINN 61 lesa fyrir það hátt sögur eða fræðibækur. Þá er langt var liðið á vetur og hætt var að kveikja ljós í baðstofu, sagði hann sögur. Voru það oft stórar sögur og merkar, svo sem »Ivanhoe« o. fl. Jafnan var haldið uppi húslestrum á Torfastöðum^ og las prestur sjálfur, ef hann var heima«. Og enn segir Viktoría: »Vinsæll var sjera Magnús af sóknarbörnum sínum og vel met- inn, sem von var, einkum hin síðari ár. Báru menn mikið traust til hans og rjeði hann miklu um almenn mál. Þótti þeim málum oftast vel til lykta ráðið, er hann rjeði. Þó þótti sumum hann ráðríkur nokkuð, og ógjarnan vildi hann láta af sinni skoðun, er um almenn velferðarmál var að ræða. Þó var hann jafnan stiltur vel. Margir leituðu ráða hans um vand- ræði sín, og þótti hann hverjum manni heilráður. Mikla umhyggju bar hann fyrir- efnilegum unglingum í sóknum sínum, að þeir gætu lært það, er þeir væru hneigðir til. Munu ýmsir eiga það honum að þakka, að þeir fengu að nema bókleg fræði. Eigi þótti betri gest bera að garði í Biskupstungum en sjera Magnús, því manna var hann skemtilegastur í viðræðum og hafði jafnan umtalsefni á reiðum höndum, við hvern sem hann talaði, og samkvæmismaður góður, þótt hvorki gerði hann að dansa nje syngja. Bindindismaður var hann eindreginn og gjörði mikið til að útrýma ofdrykkju úr sóknum sínum, er var þar allmikil áður«. Nokk- uð mun sjera Magnús hafa kent óstyrks hin síð- ari árin er hann var á Torfastöðum, vegna hinna erfiðu ferðalaga, og kveið hann því, að sjer myndi ekki endast heilsa til að þjóna brauðinu til æfiloka. Mun það mestu hafa ráðið um að hann rjeðst haustið 1904 til Hafnarfjarðar og gjörðist kennari við Flens- borgarskólann. Vildi hann ekki þurfa að skifta oftar um kall á æfinni; en Biskupstungurnar búa enn að áhrifum hans. Haustið 1904 kom sjera Magnús að Flensborgar- skólanum í stað Jóhannesar kennara Sigfússonar, sem þá varð kennari við latínuskólann í Reykjavík, og kendi þar meðal annars uppeldisfræði kennaraefnum. Þá var þegar kominn nokkur rekspölur á stofnun Kennaraskóla. Samt varð ekki af framkvæmdum fyr en árið 1908, en þá fluttist sjera Magnús til Reykja- víkur og tók við stjórn hins nýstofnaða kennaraskóla, en þeir dr. Björn Bjarnason og dr. Ólafur Daníelsson urðu kennarar skólans. Hefur sjera Magnús síðan haldið þeirri stöðu. Segist hann að vísu jafnan vera gestur í Reykjavík og fyrst vera heima hjá sjer þegar hann er kominn austur yfir fjall, og er það að vonum, því þar starfaði hann um ljettasta skeið æfinnar. En þó munu kennaraskóla-árin hinn merkasti kafli í æfi hans. Síðan hann kom í þá stöðu hafa áhrif hans náð um land alt, og mun barnafræðsla i landinu lengi búa að þeim. Ljúka allir nemendur hans upp ein- um munni um hann. Koma í skólastjórn hans fram allir hinir sömu kostir, er einkendu prestsskap hans. Hann er ráðhollur nemendum sínum og hjálpfús, enda leita þeir jafnan til hans með vandræði sín. Skólanum stjórnar hann svo, að enginn finnur til valds hans. Er það hin besta skólastjórn. Honum er það engin nautn að láta aðra kenna á valdi sínu, og þykir því engum minkun að því að hlýða honum. Engar sögur hefi jeg af því, að nokkru sinni hafi komið snurða á samband kennara og nemenda í kennaraskólanum. I skólanum hefur hann einkum kent sögu Islands, upp- eldisfræði og kristin fræði. Hann er einhver hinn ágætasti sögukennari. Er sem hann sjái fyrir sjer söguhetjurnar og rás viðburðanna, er hann segir frá. Hann er einkar næmur á mun góðs og ills í fari söguhetja og »metur alt það meir, sem vel er gert«. Saga fortíðarinnar fær á sig líf og lit nútíðarinnar. Nýtur sögukensla hans þess, að hann hefur frá barn- æsku drukkið í sig ást á náttúru landsins, íslensku máli og menning og þekking á sögu þess. Höfuð- kenslugrein sjera Magnúsar er þó uppeldisfræðin. Þykir hann þar hvorki nýungagjarn nje íhaldssamur,

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.