Óðinn - 01.07.1922, Page 14

Óðinn - 01.07.1922, Page 14
62 ÓÐINN en festir hugann við höfuðtilgang uppeldisins, sem er »að stuðla að því, að hvert barn verði svo mikill maður og góður, sem því er áskapað að geta orðið«. Er hverjum og einum opin leið að kynnast skoðunum sjera Magnúsar á uppeldismálum í bók hans um upp- eldi, er hann hefur gefið út til leiðbeiningar barna- kennurum og heimilum. Sú bók á erindi til allra kennara og foreldra í landinu, enda er hún einkar aðgengileg öllum almenningi. Þar er ritað um fræði- grein, sem í rauninni er af erlendum uppruna, á svo íslenskan hátt, að hún virðist sprottin úr íslenskum jarðvegi. Það er ekki að ástæðulausu, að sjera Magn- ús hefur nefnt bók sína »Uppeldismál«, en ekki »Upp- eldisfræði«. Sjera Magnús mun aldrei verða kallaður fræðimaður, þó fleira viti hann en margur sá, er það nafn hefur hlotið. Listfengir gáfumenn eru öllum fræðatíningi frábitnir, og sjer það á þessu riti sjera Magnúsar, eins og öðru, er eftir hann liggur. A kenslu hans í kristnum fræðum þykir öllum gott að hlýða, til hvaða flokks sem þeir telja sig. Er hann og mjög frábitinn því að draga menn sundur í dilka eftir skoð- unum, og fer ást hans á afburðamönnum ekki eftir því, í hvaða fjelagi þeir hafa starfað, Ef íslenskt trú- areðli er, eins og jeg hygg, í ýmsum greinum ólíkt trúareðli annara þjóða, þá hefur íslenskur kristindóm- ur ekki átt marga fulltrúa á síðari tímum, er jafnist á við sjera Magnús. Þar er kristinn íslendingur, sem sjera Magnús er, og lýsir það honum betur en að kalla hann nýguðfræðing eða einhverjum öðrum flokksheitum, sem hefð er nú komin á. Vil jeg í þessu sambandi tilfæra niðurlagsorð siðskiftaræðu hans, sem er prentuð í Andvara 1918, og svo hljóða: »Get jeg fúslega játað það, að í mínum augum skiftir ekki miklu máli um nöfn trúarflokkanna; og orðalagið á lærdómum þeirra ætla jeg einnig að minna skifti en margur hyggur. Sú trúin er mjer kærust, sem göfgar mennina mest, bætir þá best, dregur hug þeirra guði næst, hverju nafni sem hún nefnist. Mátt til alls þessa hafa þær systurnar, kaþólskan og lúterskan, átt á öll- um öldum og eiga enn þá. Það, sem í mínum augum er eiginlegasta eðli og höfuðkostur lúterstrúarinnar og gerir mjer hana kærasta, er frjálslyndi hennar og sívakandi sannleiksþrá. Sannleiksþránni fylgir einurð til að kannast við, að þekking vor allra er í molum, enginn maður nje mannleg stofnun hefur að geyma allan sannleikann. Henni fylgir og auðmýkt, sem kann- ast við vanmátt hugsunar vorrar og skilning til að komast að sannleikanum af eigin ramleik, og þrýstir oss því að fótskör hins mikla meistara, er einn vissi allan sannleikann. Þar er leiðin til sannleikans öllum opin, vitrum og fávísum, ekki fyrir heilabrot og vís- indarök, heldur með því að lifa sig betur inn í orð hans og anda og fylgja lærdómi hans og eftirdæmi. Þar er spekin, sem öllum getur fullnægt, siðbótin eina, sem mannkyninu nægir, siðbót með þessari játningu: »Einn er drottinn, ein trú, ein skírn, einn guð og faðir allra, sem er yfir öllum og með öllum og í öllu«. Siðbót, er setur á mennina aðalsmerkið eina, sem konungur sannleikans fjekk lærisveinum sínum til auð- kennis, að þeir elski hver annan«. Sjera Magnús heldur oft tölur fyrir nemendum skól- ans um söguleg og trúarleg efni. Kennir þar þess, að hann er ekki minni prestur nú en hann var kennari meðan hann var prestur. Kemur það og fyrir, að hann heldur húskveðjur þegar þess er leitað og hann hefur verið kunnugur hinum látna. »Þessi ræða er eins og lyriskt kvæði«, sagði Þorsteinn Erlingsson um hús- kveðju, er sjera Magnús hjelt eftir tengdamóður hans. Seint mun jeg gleyma húskveðju hans eftir Þorstein sjálfan. ]afnan hefur hann verið tregur á að gefa út fyrirlestra sína og ræður, og er það illa farið, því margt á hann það í fórum sínum, sem erindi ætti fyrir almenningssjónir, framar flestu, sem út er gefið, bæði fyrir sakir efnis og framsetningar. »Það er sterkur ilmur úr máli sjera Magnúsar«, sagði þjóðkunnur rit- höfundur eitt sinn, »líkt og að leggjast í blómabrekku að hlusta á hann«. Ásg. Asgeirsson. SL Thomas H. Johnson. Hjerna sendi jeg Oðni mynd af þeim manni, sem hæst hefur borið Islendingsmerkið í stjórnmálastríðinu í Canada. Það er Thomas H. Johnson, sem síðast- liðin 15 ár hefur verið þingmaður fyrir Winnipeg í fylkisþingi Manitoba, og síðastliðin 7 ár ráðherra í Manitobastjórninni, fyrst atvinnumálaráðherra, og síðar dómsmálaráðherra. Hjer eru nýafstaðnar fylkiskosningar, og um það leyti er kosningahríðin byrjaði, sagði Thomas H. ]ohn- son sig úr ráðaneytinu, og gaf ekki kost á sjer til þingmensku aftur, þrátt fyrir það þó Liberalflokkur- inn, sem hann fylgdi, sækti fast eftir því að hann gæfi kost á sjer aftur til þingmensku. — Hann er byrj- aður aftur að stunda hina fyrri iðn sína, Iögmannsstarf. Stjórnmálastarfi hans er því lokið, a. m. k. í bráð, og tel jeg því vel til falið, að senda Óðni mynd af

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.