Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 15
ÓÐINN 63 honum á þessum tímamótum, svo hún geymist þar í myndasafni því, af merkustu mönnum íslenska þjóð- flokksins, sem Oðinn hefur flutt, og sem jeg tel víst að verði kærkomið safn fyrir komandi kynslóðir. Það er ekki tilgangur þessarar smágreinar að dæma um einstök atriði í stjórnmálastarfi Th. H. Johnsons, enda mundi sá er þetta ritar tæplega talinn óhlut- drægur í því efni, af því hann hefur við tvennar síð- ustu kosningar (rikisþingskosningar síðastl. haust og fylkiskosningar í sumar) verið í þeim hóp, er greiddi atkvæði gegn flokknum, sem Thomas H. Johnson hefur fylgt að málum. Tilgangur þessarar smá- greinar er aðeins sá, að reyna að sýna, hve afarmikla þýð- ingu það hefur haft fyrir ís- lenska þjóðarbrotið hjer, að eiga í sínum hóp slíkan stjórn- málaskörung sem Th. H. John- son er. Æfiatriði hans verða heldur ekki hjer sögð; sá er þetta ritar hefur ekki þau gögn í höndum, er til þess þarf, enda má finna þau víða, þar á meðal (ef jeg man rjett) í Óðni. Það nægir að geta þess hjer, að Thomas er kominn af hinni alkunnu, ramíslensku IHhugastaðaætt, sem alið hefur íslandi jafnábyggilega stjórn- málamenn eins og sjera Bene- dikt frá Múla, Kristján amt- mann, bróður hans, og Einar Asmundsson í Nesi, enda munu allir, jafnt andstæðingar sem meðhaldsmenn, játa það, að í Thomasi sje ósvikinn málmur af norrænu þreklyndi og kjarki. Eins og alkunnugt er, er það enski þjóðflokkurinn, sem náð hefur öllum völdum hjer f Canada og komið hjer á ríkisskipulagi, eftir að hafa rutt Frökkum úr vegi, sem fyrst höfðu völdin hjer. Síðan Englendingar náðu völdum hjer, hefur flutst hingað fjöldi fólks frá ýmsum þjóðum, smáum og stórum, því eins og al- kunnugt er, eru Englendingar allra þjóða lægnasti á að stofna nýlendur og stjórna þeim á þann hátt, að til hagsmuna verði bæði ensku þjóðinni og nýlendun- um. En samt hefur þótt á því brydda, og loðir enn við, að enskumælandi menn margir líta niður á þessa þjóðflokka, þó ýmsar heiðarlegar undantekningar eigi sjer þar stað. Þykja þessir smáþjóðaflokkar að vísu trúir og góðir starfsmenn til að yrkja landið, og hafa íslendingar hjer fengið góðan skerf af lofi fyrir það hjá enskumælandi mönnum. En þjóðarmetnaði Eng- lendinga margra (a. m. k. hjer í Canada) er þannig háttað, að þeir vilja ógjarnan að því styðja að »út- lendingar« (»Foreigners«) nái hjer þeim völdum að þeir verði taldir hjer meðal þjóðskörunga í einstökum fylkjum eða ríkinu í heild sinni. Það þarf því vitsmuni, þrek og skörungsskap, til að ryðja sjer braut til þeirra valda. En það hefur Thomas H. Johnson gert, því jafnvel meðal enskkynjaðra manna hjer allflestra, mun það viður- kent, að Thomas H. John- son hafi verið ráðandi aflið í stjórninni í Manitoba, og auk þess átt einn sterkasta þátt- inn í að ryðja henni í byrjun braut til valdanna, og orsökin til þess, að hann var ei kos- inn stjórnarformaður, aðeins sú, að hann var af útlendu bergi brotinn. Hefur Thomas því með skarpleika sínum, þreki og skörungsskap komið því orði á íslenska þjóðflokk- inn hjer, að hann ætti þá menn í sínum hóp, sem hefðu hæfileika til að hafa æðstu völd á hendi, og sem ekki litu feimnislega undan, þó enskur metnaður hvesti á þá augun, og í augnaráðinu lægi sú spurning: »Þykist þú mjer jafnsnjallur?« Þegar Thomas H. Johnson kom fyrst fram á stjórn- málasviðið hjer, litlu eftir síðustu aldamót, var hjer svo högum háttað í Manitoba, að við völdin var kon- servatív stjórn með afarsterkan meiri hluta í þing- inu; hafði Liberalflokkurinn aðeins 7 sæti í þinginu eftir kosningarnar 1907. En stjórnin milli 30—40 sæti. Formaður stjórnarinnar var R. T Roblin, mikilhæfur maður á ýmsa lund, og stjórnaði hann fylkinu rögg- samlega að ýmsu leyti. Hann var mælskugarpur hinn mesti, en fremur hrottalegur stundum í orðum og mjög óvandur að meðulum til að halda völdum, enda hafði hann í stjórn með sjer suma mikilhæfa menn, sem voru honum lakari í þeim efnum. Loks komst það orð á, að stjórnin væri sek um stórkostlegan fjár- Thomas Johnson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.