Óðinn - 01.07.1922, Page 16

Óðinn - 01.07.1922, Page 16
64 ÓÐÍNN drátt frá fylkinu, einkum í sambandi við þinghúsbygg- inguna, sem þá stóð yfir. Hinn fámenni Liberalflokkur í þinginu tók þá það hlutverk að sjer, að reka rjettar fylkisins í þessum efnum, og þótt í þessum fámenna flokki væru þá 3, er síðar urðu ráðherrar, er flokkur- inn náði völdum (þar á meðal Norris, er varð stjórnar- formaður) þá var það Islendingurinn Thomas H. ]ohnson, sem harðsnúnast sótti málið í þinginu á hendur Roblin og fjelögum hans. Varð sá atgangur bæði harður og langur, og stóð yfir þar til 1915; var þá svo málum komið, að eftir ítarlega rannsókn var stjórnin dæmd sek um óráðvandlega töku á fylkis- fje, sem nam rúmri million dollara. — Var aðferð stjórnarinnar sú, að Rolly, sem hafði »contract« á þinghússbyggingunni, tók við meiru fje frá stjórninni en honum bar fyrir byggingarkostnaðinn, og borgaði þá upphæð aftur í kosningarsjóð stjórnarinnar. Var Rolly dæmdur í fangelsisvist fyrir þetta, og dæmdur til að borga fylkinu aftur á aðra milljón. Ekki var Rolly lengi í fangelsi, var því við barið að heilsa hans væri þannig, að hann þyldi ei fangavist. Er hann nú flúinn til Bandaríkjanna. Roblín og meðstjórnendur hans sögðu allir af sjer stjórninni og voru allir fundnir meira og minna sekir í þessu samsæri, nema Hugh Armsbrory fjármálaráðherra, sem álitið var að engan þátt hefði átt í þessu samsæri. Ekki voru þeir Roblin og fjelag- ar hans dæmdir í fangelsi, og þótti ýmsum þeim of mikil vægð sýnd. En þeirra hegning var sú, að þeir eru síðan lítilsvirtir af þjóðinni og nöfn þeirra nær aldrei nefnd opinberlega fremur en þeir væru í fangelsi. Að þessu máli loknu var það alþjóðarviðurkenning, að Islendingurinn Thomas H. Johonson væri einn mesti stjórnmálaskörungur Manitobafylkis, og ef til vill þó víðar væri leitað um Canada. Var það vestur- íslenska þjóðarbrotinu hjer hinn mesti sæmdarauki að maður af þeirra þjóðflokki hlyti slíka alþjóðarviður- kenningu. Viðureign Thomasar við Roblin minti á söguna um Víga-Glúm, þegar Björn berserkur spurði Glúm, hvort hann þættist sjer jafnsnjallur. Glúmur kvaðst lítt vita um snilli hans, og greip það er hendi var næst og lamdi Ðjörn með svo harneskjulega, að hann stökk á dyr, og daginn eftir var sagt lát Bjarnar. Svo fór einnig hjer. Eftir viðureignina var ekki aðeins Roblin og meðstjórnendur hans, heldur allur flokkur hans sundr- aður og í dauðateygjunum, og rís vonandi aldrei upp aftur í þeirri mynd, sem hann var í. Var því sókn Thomasar stjórnmálalegur dauði fyrir Roblin og flokk hans. Eftir að Roblinstjórnin fjell, tók Mr. Norris við völd- um og Thomas H. Johnson varð ráðherra. Var hann jafnan hægri hönd Norrisar í öllum þingdeilum, og jafnan beitt fyrir er mikils þótti við þurfa. Það er, eins og áður er sagt, ekki tilgangur þessarar smágreinar að dæma um hvernig Norrisstjórnin og Thomas leystu það hlutverk sitt af hendi, að stjórna fylkinu; þó skal þess getið, að stjórnin kom mörgu góðu til leiðar, þó hún gæti ei unnið sjer alment traust, þegar fram- sóknarmenn komu fram á stjórnmálasviðið. Ekki hefur Thomas H. johnson tekið jafn öflugan þátt í alíslenskum fjelagsmálum eins og stjórnmálun- um. En ekki ætla jeg að orsökin til þess sje sú, að hann sje óíslenskur í eðli sínu. Hann mun hafa álitið það áríðandi fyrir sæmd og álit íslenska þjóðflokksins, að íslendingar sýndu hvað þeir gætu í beinni sam- kepni við þá menn, er þykjast bornir til að vera smá- þjóðamönnunum snjallari. Thomas hefur aldrei leitastvið að draga dul á, að hann væri Islendingur. Er sú saga algeng hjer, að í fyrsta kosningastríði hans hafi ein- hver enskur (uppskafningur) tekið fram í ræðu hans og sagt: »Við viljum ekki kjósa þig, þú ert Irlend- ingur. »Nei« svaraði Thomas, »jeg er ekki Irlendingur. Vil ei vera Iri. ]eg er Islendingur, og er stoltur af að vera Islendingur«. Thomas H. Johnson er meðalmaður á hæð, þrek- lega vaxinn, »þjettur á velli og þjettur í lund«. Nokkuð er hann feitlaginn á síðari árum, en ekki svo að til lýta sje. Andlitið er skarplegt og augnaráðið hvast og gáfulegt, og öll framkoma hans hin höfðinglegasta. Hann er glaður og blátt áfram í viðmóti við hvern sem er. Hann er áhrifamikill ræðumaður, snarphæðinn þegar því er að skifta, rökfimur vel, og glöggur á að sjá veikustu blettina á málstað andstæðinga sinna. Thomas er söngmaður góður og hefur oft verið í íslenskum söngfjelögum. Sagður er hann tryggur vinur vina sinna og hjálp- samur þeim, en hafa mun hann líka það einkenni, sem hefur verið talið einkenni íslenskra höfðingja frá fornöld, að vera þungur í skauti óvinum sínum. Hann er talinn sem lögmaður einn allra ábyggilegasti fjár- málamaðurinn, og orð leikur á því, að bretskir auð- menn sækist eftir að fela honum umboð yfir fje sínu þegar þeir vilja ávaxta það í fyrirtækjum hjer í Canada. — Það er 2. ágúst í dag. íslendingadagurinn í Winnipeg og víðar. Allir taka þeir höndum saman íslending- arnir, að gera þann dag sem hátíðlegastan, hverjum flokki sem þeir fylgja í stjórnmálum og trúmálum. í nýkominni auglýsing um Islendingadaginn í Winnipeg

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.