Óðinn - 01.07.1922, Síða 19

Óðinn - 01.07.1922, Síða 19
OÐINN 67 Þessara og annara hlufa vegna var Þ. jafnan allan sinn búskap búhöldur góður og með efnabestu bænd- um sveitar sinnar. Hann unni þessari sveit hugástum, enda hafði varið allri sinni löngu æfi í hennar þarfir, og frá því hann var á 4. ári á einum og sama stað, Grund, eða nær 75 ár. Allir Svínvetningar og fjöldi Húnvetninga sakna því vinar úr stað, nú, er hann er horfinn, því Þorsteinn sál. var aldrei flysjungsvinur, heldur sannvinur. — ]eg hlakkaði altaf til, þegar jeg átti von á Þorsteini heim til mín, og af vandalaus- um mönnum, er jeg hef kynst, hlakka jeg fáa til að finna hinumegin meir en Þorstein frá Grund. St. M. ]. & Ólafur Bergsveinsson. Hann er fæddur í Sviðnum í Flateyrarhreppi, 1. okt. 1867, foreldrar hans voru Bergsveinn Olafsson óðalsbóndi í Sviðnum Teitssonar, en kona Olafs var Björg Eyólfsdóttir dbrm. í Svefneyjum, eyjajarlsins, er Matthías Jochumsson svo kallar og það með rjettu. Kona Bergsveins og móðir Olafs var Ingveldur Skúla- dóttir, mikils formanns og sjósóknara ]ónssonar, frá Hallsbæ á Hellissandi undir Snæfellsjökli. Olafur ólst upp hjá Olafi afa sínum og nam þar smíðar bæði á trje og járn af honum, er þjóðhagan mátti kalla. Hjá honum var hann þar til hann, 22. júlí 1892, gift- ist Ólínu Jóhönnu Jónsdóttur, Þórðarsonar, vel met- ins bónda á Barðaströnd, en kona ]óns var Kristín Daníelsdóttir Hjaltasonar, Jónssonar prests að Stað í Steingrímsfirði. Vorið 1894 fóru þau að búa á Hvallátrum, og hafa búið þar síðan miklu rausnarbúi, því efni fóru árlega vaxandi, sökum mikils dugnaðar og framsýni. Alls hafa þau eignast 9 börn, en mistu 1 pilt, 18 ára gamlan, Eyólf að nafni, vel efnilegan, og var þeim mikil eftirsjá að honum. Þess utan hafa þau alið upp 5 börn að mestu, og má telja það stórvirki, þar sem barnahópurinn var svo mikill, enda lýsir þetta því, að konan er samtaka bóndanum, og stjórn og hagsýni hefur verið góð, eins innanhúss og utan. Börn sín hafa þau hjón ástundað að menta sem best, eitt á saumastofu og matreiðsluskóla, annað á búnaðarskóla, þriðja á kvennaskóla, fjórða á sam- vinnuskóla, fimta á gagnfræðaskóla, o. s. frv., enda eru öll börnin mannvænleg, greind vel og námfús. Ólafur hefur verið 18 ár í hreppsnefnd og oft þótt sópa að honum þar sem víðar, og enda þótt stund- um óvæginn, þegar svo hefur skift máli á mannfund- um, að honum hefur' þótt kenna smámensku í skoð- unum annara, því skapið er stórt og dómgreindin góð. Hjálpsemi hans er kunn hjer um allar sveitir í þörfum annara, og skal hjer að eins tekið eitt dæmi, að síðasta harðindaveturinn, þegar margir áttu bágt, tók hann 3 kýr af fátækum mönnum í öðrum sveit- um og hjelt þeim þangað til grös greru. Hvað oft hann hefur hlaupið undir bagga með hreppsbúum skal ótalið, en oft hefur það verið, og síðast næsta vor, svo að um munaði. — Hús öll á jörðinni hefur Ólafur bygt að nýju, og það svo góð og stór, að hjer norðan- megin Breiðafjarðar er hvergi eins. Um jarða- bætur má segja hið sama. Nú er nálega öll eyjan orðin að sljettu túni og matjurtagörð- um, enda er ánægja að koma í Látur (sem vanalega er kallað), ganga þar norður á hæðirnar, og líta yfir öll mannvirkin, og þá dettur manni í hug: mikið hefur verið unnið hjer og ekki með styrk af landsfje. Nú er svo komið að Ólafur hefur keypt SA af jörðinni, sem er 116 hundruð að dýrleika, og mun lítið í skuld. Næstliðið ár fjekk hann verðlaun úr styrktar- sjóði Kristjáns konungs 9. (og átti það sannarlega skilið) fyrir dugnað í búnaði. Hann er ram-íslenskur í anda, og ann af alhuga ættjörðu sinni og öllum framförum. Með búskapnum hefur hann stundað skipa- og báta- smíði, mest á vetrum, og er ekki fyrir alla að gera það, enda mun hann alls hafa smíðað^ nálægt 100 báta. Það er mikið, og er auðþekt handlagið að fegurð, frá annara smíðum. Ólafur hefu*- verið karlmenni að burðum, en nú er heilsan biluð, og er það skaði stór fyrir Flateyrarhrepp og fleiri. Sveitungi. 0 Ólafur Bergsveinsson.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.