Óðinn - 01.07.1922, Síða 21

Óðinn - 01.07.1922, Síða 21
ÓÐINN 69 störf. Nú er hann framkvæmdastjóri Sjóvátrygginga- fjelags Islands og aðalumboðsmaður Svitzers björg- unarfjelags. Hann er formaður Iþróttasambands Islands og hefur verið það frá stofnun þess. Iþróttalífið hjer á landi á honum mikið að þakka, og hefur hann lengi unnið að framförum þess með miklum áhuga og ósjerplægni. Hann stofnaði í ungdæmi sínu, ásamt bræðrum sín- um, fimleikafjelag á Eskifirði. Mun það vera elsta fjelag landsins í þeirri grein. Þetta gamla fjelag end- urreisti hann þegar í stað, er hann kom heim frá Khöfn að loknu námi, og varð mikið líf í því, er hann settist aftur að á Eskifirði. Það eignaðist sjerstak hús til sinna nota, með áhorfendapalli, og voru sýningar þess oft fjölsóttar af borgurum kaupstaðarins. I leik- fiminni tóku þátt jafnt konur sem karlar, og einnig börn. Skotæfingar fóru og fram í sambandi við leik- fimina. 011 áhöld sín smíðuðu fjelagsmenn sjálfir, og höfðu til þess vissa verkadaga. Hafði fimleikafjelag þetta mikil áhrif í þá átt, að fjörga kaupstaðarlífið. Gaf það Tuliníusi gullúr til minja, er hann skildist við það og fór suður hingað. Um íþróttastarfsemi A. V. Tuliníusar, eftir að hann kom suður hingað, var fyrir nokkru skrifað í mál- gagni íþróttafjelags Reykjavíkur, »Þrótti«, og segir þar m. a.: »Hann stuðlaði manna mest að því, að koma á fót bandalagi fyrir öll íþróttafjelög á landinu. Var hann einn af aðalfrumkvöðlum að stofnun íþrótta- sambands íslands, en það var stofnað 28. janúar 1912. Var hann þá þegar kosinn formaður þess, og hefur verið það síðan. Hjer er ekki rúm til að rekja öll þau rnörgu störf, sem Axel Tuliníus hefur leyst af hendi fyrir í. S. í., enda gerist þess naumast þörf. Sú starfsemi hans er þegar orðin þjóðkunn. En þar að auki hefur hann látið margt gott af sjer leiða. Á yngri árum sínum, 1893, stofnaði hann t. d. skauta- fjelag Reykjavíkur. — Árið 1913 tók hann að sjer forustu væringjafjelagsins hjer í bæ. Hefur það fjelag dafnað prýðilega undir hans handleiðslu, enda hefur Tuliníus lagt afarmikla vinnu í það verk sitt. Og það er ekki síst fyrir þá stórnýtu starfsemi, að hann hefur ár frá ári áunnið sjer sívaxandi alþýðuhylli og vin- sældir. — Eins og vænta má, hefur Tuliníusi verið sýndur margur sæmdarvottur. Hann hefur unnið marga verðlaunapeninga fyrir frækni í íþróttum, sjerstaklega skotfimi. Árið 1907 varð hann riddari af Dbr. En einna vænst mun honum þykja um heiðurspeninginn, sem þann fjekk 1905, fyrir það hreystiverk, sem hann vann þá, ásamt bróður sínum Þórarni, á Hornafjarðar- ósi; þeir björguðu þar 3 mönnum úr berum lífsháska. Tuliníus hefur verið meginþrótturinn í allri okkar íþróttastarfsemi og framfaraviðleitni undanfarin ár«. Þetta er umsögn íþróttamannanna sjálfra. I sam- bandi þeirra eru nú 106 fjelög, og má heita mikið fjör í íþróttalífinu hjer, nú sem stendur, og sá fjelags- skapur í góðu lagi. — Ogetið er þess hjer á undan, að Tuliníus gekst fyrir byggingu hins svonefnda Vær- ingjaskála, sem stendur hjer upp með Hellisheiðar- veginum, eigi langt frá Lögbergi í Mosfellssveit. Þar eiga Væringjar athvarf á gönguferðum sínum, og er þar oft mikil aðsókn og alt í bestu reglu. Tuliníus telur almennar íþróttaiðkanir nauðsynlegar, eigi síður en bóklega mentun, og aldrei segist hann hafa sjeð eftir þeim tíma, sem hann hafi varið til eflingar leikfimi. * Til Stefáns Eiríkssonar á sextugsafmæli hans. Sagt er mjer, að sextíu ára sjertu orðinn, Stefán minn. Þó er engan elligára enn að sjá á fríðri kinn. ]eg man, er fyr þú fórst með sögur og fjörið svall sem hornalögur, en kýmnin ljek um kampinn þinn. Glatt nú þjóðarþökkin brennur, þrykt með gulli nafn þitt er; fílabeinið, trje og tennur talar alt til sæmdar þjer. En tignarmesta tel jeg merkið, að teikning, handbragð, ástaverkið sama snildarsniðið ber. Nafn þitt er með gripum geymt, gefnum víða’ um lönd. Aldrei, aldrei er þeim gleymt, sem eiga slíka hönd. Fnjóskur. 0

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.