Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 23

Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 23
ÓÐINN 71 Sjera Ólafur Þorvaldsson.1) Nú eru liðin nærfelt 50 ár síðan jeg sá í fyrsta sinni síra Olaf Þorvaldsson; hann var þá rúmlega fertugur að aldri, og hef jeg aldrei hvorki fyr nje síðar sjeð fjörlegri mann og jafnframt alúðlegri og skemtilegri. ]eg sá það á öllu, að aldrei mundi kær- ari gestur hafa komið til foreldra minna, og hann hafði ekki staðið lengi við, þegar við systkinin vorum öll orðin bestu kunningjar hans, og lá þó það orð á að systir mín, sem var tveimur árum yngri en jeg, væri ekki auðtekin af bráðókunnugum. Þegar hann fór af stað fylgdu báðir foreldrar mínir honum, og þótti mjer það ný- lunda að móðir mín skyldi fara að heiman á rúm- helgum degi, og ekki þótti mjer smálítið til þess koma, að fá að verða samferða upp fyrir fló- ann, »þar væri hvort sem væri ekki riðið hart«; mætti þá skilja mig eftir á Fiskilæk, svo að jeg tefði ekki förina »þegar vegur batnaði«. Og gam- all má jeg verða, ef jeg gleymi því, hve feginn jeg varð og þakklátur í huga við móðurbróður minn, er jeg heyrði þessi ummæli hans, þegar fara átti að skilja mig eftir: »Lofið þið blessuðum stúfnum frænda litla að verða sam- ferða alltjent upp að Leirárgörðum, eða finst þjer systir að við finnumst svo oft, að jeg sje nauðbeygð- ur að þeysa eins og jeg eigi lífið að leysa, þær fáu bæjarleiðirnar sem við getum orðið samferða«. Þessi ummæli hrifu; jeg fjekk að verða samferða upp að Leirárgörðum; þar var jeg skilinn eftir hjá frændum og vinum. j(eg ljet það ekki liggja í láginni, hverjum jeg ætti það að þakka, að hafa fengið að verðasam- ferða svona langt. Varð margrætt um það milli Leir- árgarðahjónanna, ]óns gamla bókbindara og Ingi- bjargar föðursystur minnar, »að altaf væri Olafur Þorvaldsson sjálfum sjer líkur, með öllu fjörinu, ákaf- anum og kappinu væri hann þó jafnframt nærgætn- asti og hjartabesti maðurinn sem þau þektu«. Eftir Ólafur Þorvaldsson. 1) Þessi grein er skrifuð fyrir mörgum árum af sjera Þor- valdi á Melslað, en hefur ekki verið prentuð fyr en nú. þessi fyrstu kynni, er jeg fekk af sjera Ólafi, hafði jeg í 30 ár öðru hvoru kynni af honum, og hef mjög mörgum kynst, er gerla þektu hann, bæði skyldum og vandalausum, og hafa þau kynni öll styrkt mig í þeirri trú, að þessi dómur um hann, er jeg heyrði barn að aldri, hafi alls eigi verið honum of vilhallur. Ólafur Þorvaldsson er fæddur að Reynivöllum í Kjós 21. sept. 1806. Foreldrar hans voru, síra Þor* valdur Böðvarsson og Kristín Bjarnardóttir frá Ból- staðarhlíð. (Föðurættin er rakin í Tímariti ]óns Pjet- urssonar, 1. b. á 32—33 bls., þar sem rakin er móðurætt sjera Ólafs Pálssonar, sem var systur- sonur Ólafs Þorvaldssonar; en móðurættin er rakin í 4. bindinu af sama tímariti á 16. bls., þar sem rakin er móðurætt sjera Þórarins Böðvarssonar, því að þeir sjera Ólafur Þorvaldsson og sjera Þórarinn Böðvarsson voru systrungar). Hann ólst upp í for- eldrahúsum, fyrstu 5 ár æfinnar á Reynivöllum, 11 næstu árin á Holti í Onundarfirði og 5 árin þar eftir á Melum í Borgarfirði. Að Melum kom hann sum- arið 1822 þvínær 16 ára; á þeim árum er hann dvaldi þar hjá föður sínum, fór hann jafnframt Birni og Ste- fáni bræðrum sínum, og öðrum piltum, er komið var til kenslu til föður hans, að læra skólalærdóm, er nokkuð var byrjað á í Holti; var það þó ekki fyrir það að hann væri hneigður fyrir bóknám, heldur af þægð við föður hans, er gerla vissi, að hann hafði nógar námsgáfur, þótt hugurinn hneigðist miklu meira að öðru, en það voru smíðar, því að hann hafði hag- leiksnáttúru mikla, sem síðar gaf raun á. Svo hafa Melsveitungar frá sagt, er ólust upp með þeim Þor- valdssonum, »Melapiltum«, að trautt væri hægt að hugsa sjer tápmeiri og fjörlegri unglinga, en þeir bræður voru: ekki var Ólafur öllu orkumeiri en Björn, sem var einu ári eldri, og þegar þeim var full- farið fram, bar Stefán, yngsti bróðirinn, af hinum að knáleik, en Ólafur var, að allra dómi jafnt, hinn hand- takahraðasti og hann var orðhvatastur og orðslingast- ur þeirra bræðra. Sjera Hannes Arnason er síðar var kennari við latínuskólann og prestaskólann ólst upp í Belgsholti, næsta bæ við Mela, og var á líku reki og Stefán, yngsti bróðirinn, og mintist hann oft á efri árum sínum með hjartanlegri velvild þessara æskuvina sinna, en öllu vænst þótti honum um Ólaf, og svo varð um flesta, er kyntust honum, jafnt ung- um sem gömlum, hvort sem þeir voru skyldir eða vandalausir. Þótt Ólafur Þorvaldsson væri allra manna örlyndastur og örorðastur, var hann ávalt vinfastur maður, og verulega ástsæll hverjum þeim, er voru gerkunnugir honum. Allir voru þeir bræður verkamenn

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.