Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 27

Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 27
ÓÐ INN 75 í nær 30 ár bjó Jón í Svínafelli, og bjó alla tíð rausnarbúi, og í fremstu röð bænda sveitarinnar, hann var 12 ár í hreppsnefnd og hafði oft ýms vandasöm störf með höndum, bæði utan sveitar og innan, og mátti um hann með sanni segja, að hann væri bjarg- vættur sinnar sveitar, þegar einhvern vanda bar að höndum, hann var jafnan framkvæmdarmaðurinn, til- búinn að ríða fyrstur á vaðið. Hann var óvenjulegá hjálpsamur og greiðvikinn, og gat einskis manns bón neitað, en auk þess sem hann var hjálpsamur, þá var hann sjerstaklega úrræðagóður og þrautseigur, svo það sem hann tók að sjer að vinna, hætti hann ekki við, fyr en því var lokið, hvert það var heldur mál- efni sem um var að ræða, líkamlegt starf sem þurfti að framkvæma, langferð sem þurfti að fara í þarfir sveitarinnar, þá var Jón Sigurðsson alt af reiðubúinn að leggja fram alla sína krafta. En það eru fleiri en sveitungar Jóns sem sakna nú vinar í stað, og fengu að þekkja höfðingslund hans. Ferðamennirnir útlendir og innlendir, sem farið hafa um Skaftafellssýslur á þeim tíma, sem Jón bjó í Svínafelli, munu flestir hafa eitthvað að segja af gestrisni hans og höfðingsskap, og enginn mun sá vera, sem komið hefur að Svína- felli og beðið Jón um fylgd, hesta eða annan greiða, að það væri ekki alt í tje, og hver ferðamaður taldi sig öruggan að komast leiðar sinnar, vfir allar ófær- ur sunnlensku eyðimarkanna, eftir að hann hafði feng- ið Jón Sigurðsson til fylgdar, og oft var það að hann lagði sjálfan sig og hesta sína í hættu, til að fylgja ferðamönnum yfir hin ægilegu vatnsföll, sem inniloka Oræfin, einkum á Skeiðarársandi, og fór hann margar slíkar svaðilfarir, fyrir lítið endurgjald, rjeði altaf meira í hverju sem hann gerði, hans höfðingjalund heldur en fjegirnd, hann var afburðar vatnamaður, og síkát- ur og skemtinn og sjerstaklega á ferðalögum, mun það mörgum í minni, sem Jón fylgdi yfir vatnsföllín, að sjá þann hetjumóð, sem kom í ljós, þegar hann var að leita að vegi og kljúfa strauminn á ýmsa vegu, manni datt í hug fornaldarhetja, sem væri að leggja út í stríð upp á líf og dauða. Það hefur maður sagt um Jón Sigurðsson, sem ekki var þó neinn persónu- legur vinur hans, að sjer hafi oft dottið í hug, þegar hann kom að Svínafelli, það sem Njála segir um Flosa, »hann var allra manna bestur heim að sækja, og það segja menn, að honum hafi flestir hlutir höfð- inglegast gefnir verið«. St. BrahmavidYa í Ásatrúnni. Eftir Sig. Kristófer Pjetursson. Þór og fylgdarlið hans. Vera má að flestir skoði sögu þessa eins og hverja aðra gamansögu. En fremur er það ólíklegt, að forfeður vorir hafi viljað skopast að þeim guðinum, sem þeir skoðuðu sem frels- ara sinn eða verndara, og var þeim að heita mátti hið sama, sem Kristur hefur verið kristnum mönnum.') Þeir tóku margir að lokum — að minsta kosti á Norðurlöndum — langmesta trygð við hann af öllum guðum, og munu, meira að segja, hafa heitið á hann, sumir hverjir, til ýmissa harðræða, eftir að þeir höfðu kynst hinum kristna sið og játað hann, eins og sagan segir að Helgi hinn magri hafi gert. Það liggur því miklu nær að álíta, að för Þórs til Utgarða hafi upprunalega átt að tákna för mannssálarinnar til jarðríkis eða þroskasögu mannssálarinnar á jörðunni — eða hvorttveggja. Þó er, eins og gefur að skjlja, ekki vinnandi vegur að sanna þetta; hver maður verður að trúa hjer um, því sem honum þykir trúlegast. En vjer skulum nú aðeins gera ráð fyrir, að þessu sje þann veg farið, og sjá, að hve miklu leyti þessi skoðun getur samrýmst sögunni eða helstu atburðum hennar. En hvað á þá Þór og fylgdarlið hans að tákna? Þór er sonur Alföður og jarðar. Mannsandinn, segja austræn fræði, er sonur hins guðdómlega anda, (Purusha) og hinnar efnis- bornu náttúru (Prakriti), sem eru þó í insta eðli sínu eitt og hið sama og getur því andi mannsins kallast í vissum skiln- ingi eingetinn. Þegar andi mannsins fer til jarðarinnar eða jarðríkis, hefur hann ýmsa eðlisþætti í för með sjer. Þór, hinn innri maður, sálin, eða sjálfið (the Ego) hefur með sjer meyj- una Röskvu, er gæti samsvarað kveneðli sálarinnar eða til- finninga-eðlisþættinum. Annars er eins og einhversstaðar hafi fallið kafli úr sögunni, þar sem Röskvu er ekki að neinu getið og skyldi maður ætla, eftir heiti hennar að dæma, að eitthvað hefði mátt að henni kveða eins og tilfinningalífi manna. Þá hef- ur og Þór bróður Röskvu, Þjálfa, í fylgd með sjer. Hann gæti samsvarað lífskraftinum eða fjörinu, er skapar hreysti manna og hvatleik. í austrænum fræðum er lífskrafturinn eða fjörið kallað „prana". Með Þór er einnig ás sá, er Loki heitir, og gæti hann vel táknað jarðneska líkamann. Fylgdarlið Þórs samsvarar undarlega vel Iægri eðlisþáttum mannsins. Sjerkenni hinna ýmsu eðlisþátta sýnast blasa hjer við oss sem persónugerfingar. Áleiðis til jarðríkis. Þór fer fyrst að heiman úr Asgarði. Þá er með honum ás sá, er Loki heitir. Það gæti þótt skjóta nokkuð skökku við, að Loki er hjer talinn fyrstur af fylgdarliði Þórs, ef hann ætti 1) Þá má og taka tillit til þess, að það er Þriði, er söguna segir. En hann skýrir aðeins frá því, er alvarlegast er og tor- skildast. Og að því, er jafnhárr segir, var hann einna ólíkleg- astur til að fara með skop eða lygi. „Hjer mun sá sitja nær, er vita mun sönn tíðendi af at segja, ok muntu því trúá, at hann mun eigi ljúga nú hit fyrsta sinn, er aldrei laug fyr“.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.