Óðinn - 01.07.1922, Síða 29

Óðinn - 01.07.1922, Síða 29
OÐINN 77 þrysvar borna, (opt þó ósjaldan þó hon enn lifir). Hjer segir, að Qullveig hafi verið þrífædd og þrisvar sinn- um brend og að hún lifi ekki ósjaldan eftir það. En vera má að þetta sje alt líkingartal og eigi ekkert skylt við einstakling, heldur einhverja hugmynd. En það er komist nokkuð ljósara að orði um þetta atriði aftan við Helgu kviðu Hjörvarðssonar. Þar segir: „Helgi ok Sváfa er sagt at væri endurborin". Ann- ars verður ekki betur sjeð en ummælin aftan við Völsunga kviðu ena fornu taki af öll tvímæli um þetta atriði. Þar segir: „Þat var trúa í forneskju, at menn væri endurbornir, en þat er nú kölluð kerlingavilla, Helgi ok Sigrún er kallat at væri endurborin. Hét hann þá Helgi Haddingjaskati, en hon Kára Hálfdánardóttir, svá sem kveðið er í Káruljóðum ok var hon valkyrja". Verst var það, að Þór skyldi ekki fá drukkið alt úr vítis- horninu, því að grunur minn er sá, að þá mundi frásögnin um hinar þrautirnar, sem á eftir koma, hafa orðið nokkuð annan veg. Þó má auðvitað vel una við ósigur Þórs, af því að hann var í raun og veru sigur. Kötturinn. Onnur þraut Þórs var að Iyfta ketti Utgarða-Loka. Það er þó aðgætandi að þetta var enginn köttur. Vjer skulum athuga, hvað Utgarða-Loki segir sjálfur við Þór, er hann fylgir hon- um út af Utgarði: „Eigi þótti mjer hitt minna vert, er þú lyftir upp kettinum, ok er þjer satt að segja, þá hræddusk allir þeir, er sá, er þú lyftir af jörðu einum fætinum; en köttur sá var eigi sem þjer sýndisk: þat var Miðgarðsormur, er liggur um lönd öll ok vanst honum varlega lengð til, at jörðina tæki sporðr ok höf- uð; ok svá langt seildisk þú upp, at skamt var þá til hirnins". Það er nú, að eg hygg, talið nokkurn veginn víst, að áður en fræðarinn Oðinn kom fram, hafi menn hjer í álfu tignað Tý og sje því Týstrú eldri þáttur Ásatrúarinnar. Trúarbragða- saga mannkynsins sýnir að oft eru höfð hausavíxl á goðum og árum, þegar nýr átrúnaður ryður sjer til rúms og steypir þeim sið, sem þá er fyrir, að meira eða minna leyti af stóli. Það er því ekki óhugsandi, að Miðgarðsormur hafi upphaflega verið talinn sem guðdómleg vera með forfeðrum vorum í ómunatið, í stað þess að vera skoðaður sem hin mesta óvættur, er sögur fara af. Sannleikurinn er sá, að orma, naðra eða dreka er að miklu getið í flestum trúarbrögðum. í austrænum og fornguðspekilegum frumeðlisfræðum er iðu- lega talað um, að hið guðgómlega frumvitundarlíf hafi tak- markað sig og er sú takmörkun stundum táknuð rjettum baug eða hring eða þá nöðru, er bítur í sporð sjer. Miðgarðsorm- urinn, er lykur um lönd öll, sýnist hafa verið upphaflega sem í- mynd þessarar takmörkunar með forfeðrum vorum, hversu ann- arlega sem þetta kann að láta f eyrum nútíðarmanna. Það læt- ur nær sanni, munu menn segja, að skoða Miðgarðsorm sem ímynd, eða ef til vill, uppruna hins illa. Það er og rjett álitið, og haggar ekki við hugmyndinni um hann sem ímynd hinnar guðdómlegu takmörkunar. Hann má vel heita uppruni eða höf- undur „hins illa“, sökum þess, að takmörkunin er hinn raun- verulegi uppruni hins illa, sem vjer svo köllum. Það er tak- mörkunin og ekkert annað en takmörkunin, sem vjer eigum sýknt og heilagt við að stríða. Alt, sem vjer skoðum sem „ilt“, á rætur sínar að rekja til takmörkunarinnar. Hungraður mað- ur finnur sárt til htmgurs síns og skoðar það sem „ilt“, sökum þess, að hann er takmarkaður í því að fá satt sig. Sjúkum manni finst sjúkdómurinn vera kvöl, sökum þess að honum er svo markaður bás, að hann getur ekki bætt eða fengið bætt úr böli sínu. Og svo mætti Iengi telja. Hið illa í mönnum og öllum lifandi verum, er einnig sprottið upp af takmörkuninni. Maðurinn hefir þrjá höfuðeiginleika. I honum eru brot af „bræðrunum" Oðni, Vila, Vje, það er að segja: Alviskunni, almættinu og algæskunni. Alviskubrotið í manninum birtist oss sem vit eða skynsemi. Almættisbrotið er þar sem vilja- þróttur eða geta. Og algæskubrotið blasir þar við oss sem elska eða kærleikslund. En stundum eru ekki rjett hlutföll þessara þriggja eiginleika í mönnum, einn þeirra getur verið yfirgnæfandi eða þá enn þá takmarkaðri en hinir tveir. Vjer skulum taka hjer dæmi þessu til skýringar. Maður einn hefir mikið vit. Það er örlítið brot úr alvisku guðs, dropi úr viskuhafi allífsins. Hann hefir einnig mikið viljaþrek eða þrótt til að bera. Það er örlítið brot úr almætti guðs, dropi úr orkuhafi allífsins, En svo hefir hann að eins lítið af kær- leikseðli, það er örlítið brot úr algæskunni, sáralítill dropi úr kærleikshafi allífsins. Hlutföllin verða ekki rjett í eðli manns- ins; kærleikurinn verður minstur, og nægir honum ekki, nema til þess að elska sjálfan sig, og ef til vill, sína nánustu. Það er því hætt við, að Rann reynist nokkuð harðdrægur eða ó- bilgarn við aðra menn. Það geta líka farið svo leikar á skeið- velli atburðarásarinnar, að hann verði með rjettu talinn vond- ur maður. Þó hefir hann nokkuð af eiginleikunum þremur í sjer fólgið, hið þrefalda guðdómseðli er að finna í honum sem öðrum mönnum; en hlutföllin eru ekki rjett; einn höfuðeigin- leikinn er hjer takmarkaðri í samanburði við hina en góðu hófi gegnir. Þar er meinið, af því að takmörkunin er, eins og áður er sagt, uppruni hins „illa“. Tökum annað dæmi: Kona ein, sem er margra barna móðir, getur verið gædd miklu viljaþreki og kærleikseðli, en hefir ekki vitið í sama hlutfalli. Það getur orðið til þess, að hún lætur meira eftir börnum sínum en þeim er holt og getur þannig orðið óbeinlínis völd að ógæfu þeirra, er þau ganga út í hina hlífarlausu baráttu og eru þá ekki framar studd armi hinnar elskandi móður. Ogæfan eða bölið, er getur leitt af breytni þeirra, er sprottið af takmörkun móðurinnar og þó hafði hún þann eðliskostinn, sem vjer erum vanir að skoða sem æðstan þeirra allra og göfugastan — kærleikann. Þar sem yjer sjáum hin rjettu hlutföll vits, vilja og kærleika, er sem vjer sjáum guðsmyndina í mönnum berum augum. En takmörkunin er ekki að eins uppruni hins illa •••• hún er einnig skilyrði fyrir framförum og þroska alls, er lifir og hrærist. Ef hún væri ekki, væri ekki heldur neitt stríð nje bar- átta, en þá gæti og ekki heldur verið um nokkurn sigur að ræða nje framfarir. Sjómanninum mundi sækjast seint róðurinn, ef alla mótspyrnu vantaði við árina. Þess vegna hefir höfundur tilverunnar áskapað mannsandanum þegar í upphafi — ef það hefur verið til, sem vjer getum kallað upphaf — að hann eigi sýknt og heilagt í stríði við takmörkunina, er veitir sífelt við- nám eða mótspyrnu öllum framförum hans eða framsókn. Og Þór hóf köttinn það upp, að hann ljetti einum fœti. Er ekki sem vjer lesum þarna fyrirheit um sigur mannssálarinnar, eða að mannsandinn eigi fyrir sjer að vinna bug á takmörkun- inni, og verða fullkominn eins og faðir hans á himnum er

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.