Óðinn - 01.07.1922, Page 32

Óðinn - 01.07.1922, Page 32
80 ÓÐ INN Sal veit ek standa sólu fjarri Náströndu á norör horfa dyr; falla eitrdropar inn of ljóra; sá es undinn salr ormahryggjum. Þar skulu vaða þunga strauma menn meinsvara ok morðvargar. Vopndauðir eiðrofar og morðvargar gátu því ekki vænt sjer góðrar heimkomu hinu megin grafar. Ásatrúin var nauðsynlegur undanfari hinnar kristnu trúar; það var því ekki til nokkurs hlutar fyrir trúarbragðahöfundinn Oðin að spenna siðferðisbogann of hátt, er hann kom til hinna líttsiðuðu forfeðra vorra í ómunatíð. Drengskapurinn varð að vera undanfari kærleikans. Og er þó ekki sem vjer sjáum hann, þar sem hann er að sá sæði umburðarlyndis í hjörtu fylgismanna sinna, er hann þylur Gylfa hin mörgu heiti AI- föður? Þá mælti Gylfi: „Geysimörg heiti hafi þér gefit honum, ok þat veit trúa mín, at þat mun vera mikill fróðleikur, sá er hjer kann skyn og dæmi, hverir atburðir hafa orðit sjer til hvers þessa nafns“. Þá svarar Hárr: „Mikil skynsemi er at rifja þat vandlega upp; en þó er þjer þat skjótast að segja at flest heiti hafa verið gefin af þeim atburð, at svá margar sem eru greinir tungnanna í veröldunni, þá þykkjast allar þjóðir þurfa at breyta nafni hans til sinnar tungu til ákalls ok bæna fyrir sjálfum sjer“. Ef mörgum einlægum trúmönnum hefði ekki reynst andleg ofraun að tileinka sjer sannleikann í þessum orðum Hárs, mundi systurdygð kærleikans, umburðarlyndið í trúarefnum, ekki vera eins sjaldgæfur gestur í helgidómum hinna ýmsu trú- arbragða og raun ber vitni. Óðinn hefur og brugðið upp fyrir feðrum vorum háleitum trúarhugsjónum, sem hafa, er fram liðu stundir, haft göfgandi áhrif á hugarfar þeirra. Og vjer þykjumst sjá, að þeir hafi alist upp við mikilfenglega og djúp- úgða heimspeki og þróttmikla Iífskoðun. Vingameiður. Trje cða viðir koma oft við sögur margra trúarbragðahöfunda, er þeir hafa fórnað sjálfum sjer fyrir mannkynið. Heil. ritn- ing segir, að Kristur hafið dáið á krossi, er hann fórnaði sjer fyrir mannkynið og afsalaði sjer sínum eigin vilja. Búddha varð upplýstur undir viskuviðnum, Bodhiviðnum, (Ficus religi- osa) er hann hafnaði sælu Nirvana, til þess að geta fórnað sjer fyrir sambræður sína, frætt þá um þjáninguna og lausnina frá þjáningunni. Óðinn varð einnig upplýstur og á viði einum, sem kallaður er Vingameiður í Hávamálum. Þar seldi hann, að því er oss skiist, hitt lægra eðli í hendur hinu æðra og gaf sig hinum guðdómlega Óðni á vald, þ. e. alviskunni. Hann segir sjálfum í Hávamálum. Veitk at ek hekk vingameiði á nætur allar níu, geiri undaðr ok gefinn Óðni sjálfr sjálfum mjer. Þá namk frævask ok fróður vesa. Enn þá streymir andlegur kraftur frá krossi Krists, kraftur, er veitir þúsundum manna þrek, til þess að bera byrðar lífs- ins. Enn þá líður friður og hugarrósemi til enn þá fleiri þús- unda undan Bodhiviðnum, og ljettir þeim þrautagönguna til Nirvana. En frá Vingameiði eða hinum fornnorræna visku- meiði renna ekki framar helgar orkulindir, er veittu feðrum vorum styrk, til þess að berjast góðri baráttu og hvika hvergi fyrir vopnadauðanum, svo að þeir gætu orðið hæfir til þess að hallast á sveif með hinum góðu guðum í baráttunni gegn ósamræmi eða hinu illa. Þessar orkulindir eru nú þornaðar, sökum þess, að hinn fornnorræni viskumeiður var eitt sinn rifinn upp með rótum. Hið eina, sem er eftir af honum, er sem steinrunnar leifar. Hver grein og hvert blað hefir mist alt líf sitt, ilm og lit. Þó sjest enn þá ættarmótið á steingerfingum. Það sjest að vingameiður hefir verið einn hinna heilögu ávaxtarviða guðstrúarinnar. í skjóli hans hefir mörgum forfeðrum vorum runnið í blóð eðli hinna guðdóm- legu „bræðra", Óðins, Vila og Vje, — hafa vaxið þar að visku, hreysti og drengskap. Sí Jón Ólafsson óöalsbóndi. ]ón Ólafsson óðalsbóndi í Ytri-Galtavík í Skil- mannahreppi var fæddur að Krossi í Lundar-Reykja- dal 17. ágúst 1851, en fluttist þaðan með foreldr- um sínum, Ólafi Magnússyni og Halldóru ]óns- dóttur, að Litlu-Fellsöxl, og ólst þar upp. Þegar hann var 24 ára gamall, fór hann að eiga með sig sjálfur, og kvæntist litlu síðar fyrri konu sinni, Sesselju Þórð- ardóttur frá Innra-Hólmi á Akranesi, er var alsystir Bjarna frá Reykhólum og þeirra systkina; var hún hin mesta dugnaðar- og sæmdarkona. Byrjuðu þau búskap á Þaravöllum, þar sem þau bjuggu í 9 ár; stundaði ]ón sál. þá jatnframt sjóróðra, og var stund- um formaður og hepnaðist ágætlega. Frá Þaravölluni fluttust þau hjón búferlum að Kjalardal og bjuggu þar tvö ár, en síðan þaðan að Galtarvík, þar sem þau bjuggu í 13 ár, uns hann misti fyrri konu sína. Þeim varð 8 barna auðið, og eru nú 7 þeirra á lífi, hin efnilegustu, flest gift, og skulu þau síðar talin. Eftir lát konu sinnar, 1901, brá ]ón sál. búi, en byrjaði búskap tveim árum síðar; fyrst í Vík á Akranesi í 1 ár, en síðan aftur í Vtri-Galtarvík. Hann kvæntist í annað sinn árið 1905 Guðrúnu ]óhannsdóttur, sem

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.